Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Makalaus kvennremba

„Femínistafélagið krefst þess að staðinn sé vörður um þjónustu við konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi og er þar sérstaklega vísað til neyðarmóttöku vegna nauðgunar á Landspítalanum, Stígamóta og Kvennaathvarfsins. Austurrísku leiðina, sem felur í sér að ofbeldismenn séu fjarlægðir af heimilum en ekki þolendur og börn, á að færa í lög hið fyrsta,“ segir í tilkynningunni.

Já, það er sagt þarna beinum orðum að karlmenn séu þeir einu sem beiti ofbeldi á heimilinu, konur og börn og aðeins konur og börn séu þolendur (og þar af leiðandi ekki karlmenn).

Það hafa verið gerðar hundruðir rannsókna um ofbeldi og gerendur og fjölmargar þeirra sýna að konur séu ekkert minna þátttakendur í heimilisofbeldi. Ætli rannsóknasetur í kvenna- og kynjafræðum viti af þessu? Eða femínistar? Kannski þau viti, en þegi?

Þessi frétt er bara enn ein viðbótin við kvennrembuna sem skín úr máli femínista í dag. Og þetta á að heita jafnréttisbarátta!

Heimildir:

Men Suffer Domestic Violence, Too,
http://www.livescience.com/health/080519-men-abuse.html

REFERENCES EXAMINING ASSAULTS BY WOMEN ON THEIR SPOUSES OR MALE PARTNERS:
AN ANNOTATED BIBLIOGRAPHY
http://www.csulb.edu/~mfiebert/assault.htm


mbl.is Femínistar hrósa ríkisstjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála Helga

Ekki ætla ég að mæla fyrir því að við förum að láta vera að taka þessa útrásavíkinga fyrir. En það eitt, að hrun hafi orðið hér, á ekki að valda því að við missum okkur í reiði, svo mikilli reiði og biturð að við gleymum eða vanrækjum að koma okkur upp úr þessari lægð. Leit reiði og haturs enda á engu góðu.

Við getum lært af mönnum eins og Nelson Mandela. Sem fyrirgefa (upp að vissu marki) og halda áfram með framtíðina sem markmið til handa þjóð sinni, ekki fortíðina. Með sátt og velferð að leiðarljósi fyrir þjóð sína, ekki reiði og hatur. Lærum af honum Mandela.

Þetta endalausa karp hefur akkúrat engu skila öðru en afturför og hindrun á hagvexti og atvinnu til handa atvinnulausum. Það er EKKI það sem við þurfum á að halda, það eru EKKI það sem við Íslendingar ættum að vera hreykin af. 

Það er hægt að gera hvoru tveggja; gera upp við fortíðina og stefna að ljósinu í enda ganganna. Við þurfum bara að passa að annað hindri ekki hitt. 

Hugsum í lausnum til framtíðar, ekki reiði og  fortíðarhyggju.


mbl.is Frjór jarðvegur fyrir hefnigirni og hatur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

40% sjómanna og smiða konur...

... og 40% kennara, hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra karlar. Er það ekki næsta markmið í að skikka fólki í stöður eftir kyni?

Eða snýst þetta bara um snobbstöður fyrir háskólamenntaða?

Merkilegt líka hvað ekkert heldur að heyrast frá þeim jafnréttismálum er snúa að körlum, sifjamálum.

Sýnir svart á hvítu hræsnina í jafnréttisbaráttunni á þingi. 


mbl.is Kynjakvóti í stjórnum fyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Háskólanám alltaf verið forréttindi hinna gáfaðari og félaglega sterkari

Það er endalaust gaman af þessu þvaðri um jafnrétti til náms. Eins og efnahagsjafnrétti sé það eina sem gildi.

Hvað varð um "gáfulegt" jafnrétti? Félagslegt jafnrétti? Heilsusamlegt jafnrétti (ef svo má að orði komast)?

Það eru ekki allir jafn gáfaðir, því gáfaðari sem maður er, því auðveldara er námið og betra. Það hafa heldur ekki allir  jafn félagslega sterka stöðu. Því sterkari, því meira aðhald og félagslegt öryggi hefur námsmaðurinn. Það eru heldur ekki allir jafn heilsuhraustir á geði. Fólk með geðsjúkdóma á erfiðara með háskólanám.

Námsmenn hafa lítið rifið sig niður í rassgat yfir þessum þáttum "jafnrétti til náms".  Sýnir að jafnrétti er selective, valkvætt, í huga sumra. Sérstaklega þegar það snýr að hinu loðna hugtaki "ríkið, hið opinbera", þá er eins og allt sé leyfilegt að segja og ætlast til.

Jafnrétti til náms verður ALDREI náð. Því fyrr sem fólk sættir sig við það, því betra. 


mbl.is Háskólanám að verða forréttindi hinna efnameiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samningar lausir í haust

Á sama tíma og stjórnvöld draga lappirnar við að skapa störf, og bregða fæti fyrir þá sem eru að reyna að gera eitthvað (t.d. stóriðja), þá er sá tími að nálgast að samningar losna. Í haust. Og atvinnulífið er engan veginn tilbúið að taka enn einn skellinn í launahækkunum, í viðbót við allar skattahækkarnirnar, álögurnar og hækkun tryggingagjalda.

Þessi ríkisstjórn er að reynast jafn mikill amlóði og sú fyrri var með Geir og ISG í fararbroddi.

Þessi slagur við flugvirkja er bara forsmekkurinn af því sem koma skal. Og getuleysi og hálfvitaháttur ráðherra á borð við Svandísi Svavars mun koma í bakið á öllum, sérstaklega launþegum og atvinnulausum. 


mbl.is Flugvirkjar felldu samninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnaðarstefnan í hnotskurn...

...að jafna sem flesta. Niður á við. Allir jafnir niðri, lægsti samnefnarinn stýrir ferð. Það er ekki meiningin, en endar samt svoleiðis. Það má líta á kjör í socialistatilraunum á borð við Sovétríkin sem sönnun þessa.

 Winston Churchill sagði. "The inherent vice of capitalism is the unequal sharing of blessings; the inherent virtue of socialism is the equal sharing of misery".

Þetta virðist því miður vera raunstefnan. 


mbl.is Laun 22 forstjóra lækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konur á sjóinn og í iðnaðinn.

Hvernig væri að Jafnréttisráð færi að kíkja á aðrar áherslur líka en bara menntasnobbsstöður og titla? Hvað með að hvetja konur til að taka þátt í starfsgreinum sem hingað til hafa verið domineraðar af karlmönnum? Fara á sjóinn, byggja hús, fara í tæknigeirann, iðnað?

Viðskiptaráðherra segir í dag í grein í mogganum að hluti af hruninu hafi verið einsleitni stjórnenda. Það er örugglega ýmislegt til í því. Alveg eins og það er ýmislegt til í því að launamisrétti í öllum stéttum á sér mikla orsök í einsleitni, t.d. kynjahlutföllum.

Annars leiðist mér að persónugera svona helming landsmanna.... Fólk er jafn misjafnt og það er margt. 


mbl.is Brýna viðskiptalífið til aðgerða í jafnréttismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótæk rök skarpgreindrar konu

Ad Hominem heitir aðferð við rökræður. Þar er ráðist beint á persónuna, ekki málefnið. Þetta er oft síðasta haldreipi rökþrota einstaklinga sem eru komnir út í horn í rökræðum.

Þarna er nokkurn vegin sama aðferð á ferðinni. Gagnrýni blásið í burt með því að spyrða hana við ankannlega karlrembu, ranglega. Hún er sem sé að segja að gagrýnin eigi sér enga réttlætingu ein og sér og sé bara sprottin upp vegna fordóma og kreddu.

Maður á bara ekki til nógu sterk lýsingarorð til að lýsa vanþóknun sinni á svona rökfærslu. Svona rök notaði Davíð Oddsson stundum sem og aðrir sem vildu komast hjá því að svara óþægilegum spurningum. Ég hélt af einhverjum ástæðum að Silja Bára væri yfir slíkt hafin.

Tilvitnun: "Þessi umræða er að mínu mati lítið annað en moldviðri til að draga úr því að ung kona, Sóley Tómasdóttir, alkunnur róttækur femínisti, hafi lagt miðaldra mann að velli í keppni um oddvitasætið í forvali ríkisstjórnarflokks. Slíkt á auðvitað ekki að líðast."

Þetta skrifar Silja Bára á bloggi sínu á Eyjunni. Silja Bára er skarpgreind kona og skelegg sem ég hef oft heyrt fjalla um ýmis mál. Því kemur þetta heilaprump (e. brainfart) mér gersamlega á óvart. Þetta heitir að tala niður til fólks, sýna þeim vissa fyrirlitningu, og slíkt ætti Silja Bára ekki að sýna af sér.


mbl.is Moldviðri vegna þess að róttækur femínisti lagði miðaldra mann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sóley má; Sturla Bö má ekki

Fyrir nokkrum árum voru nokkrir stuðningsmenn Sturlu Böðvarssonar, Sjálfstæðismann og þá samgönguráðherra, böstaðir við að fara með kjörkassa milli staða og láta fólk þar kjósa. Þetta komst upp, Sjallar og Sturla fengu (réttilega) bágt fyrir og sérstaklega voru álitsgjafar hlyntir vinstri kantinum harðorðir. Orð eins og spilling og siðleysi komu upp í umræðunni all oft.

Núna kemur þetta mál Sóleyjar og hennar stuðningsmanna(kvenna?) upp. Neiii, þá er allt bara í stakasta lagi. Smá bragðmunur á þessu frá því sem Sturla og co voru að gera en í grunninn það sama.  Smala atkvæðum handvirkt fyrir utan kjörstað.

Og það heyrist ekki múkk í þeim hræsnurum sem ofbauð framferði Sturlu og co.

Þannig að það má draga þá ályktun að það er ekki sama hver er sem svindlar og ber sig óheiðarlega að. Þannig að það er í raun persónan sem skiptir máli, og í hvaða flokki hún er, en ekki gjörningurinn sjálfur. 

Það besta er þó að skv. Fréttablaðinu var lektor einn í HÍ í stjórnmálafræði, Silja Bára, sem var úti á örkinni að smala atkvæðum með þessum hætti. Lektor í stjórnmálafræði. Þetta er bara fyndið :) 


mbl.is Úrslit í forvali VG óbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meðan óvinurinn er að gera mistök....

...ekki leiðrétta hann né stöðva.

Eitthvað álíka sagði Sun Tzu fyrir 2.500 árum og eitthvað álíka hugsaði ég þegar ég sá að Sóley Tómasar ætlaði í fyrsta sætið. Ég var eiginlega viss um að hún myndi vinna, þá. Og nú vinnur hún. Og maður eiginlega ætti að fagnað því að atkvæðafæla hafi unnið.

En samt. Nei. Stjórnmál eiga ekki að vera um endalausan slag. Þau eiga að vera um málefni, samstarf. Góða vinnu fyrir borgarana. Og því miður óttast ég að þessi niðurstaða þýði að öfgarnar séu farnar að ná yfirhöndinni í VG. Og þetta skaðar málstað hógfærari radda innan VG og verður þeim til skaða.

Nú er Svandís Svavars nýbúinn að taka 2-3% af hagvexti næstu 1-2 árin og tryggja áframhaldandi atvinnuleysi. Steingrímur ber ábyrgð á því að Icesave samningurinn er klúður frá a-ö eins og Kristrún Heimisdóttir skrifaði um og hefur reyndar verið borðleggjandi í nokkurn tíma.

Þetta eru ekki smáatrðið, þetta eru stórmál. Og nú er enn einn málsvari VG afturhaldsöfgahyggjuarmsins (ekki hins hógværa) að fara að leiða VG í borginni. Ekki gott mál.

Ætli henni takist að rústa hag borgarinnar þegar hún kemst til valda (allar tölur hallast að því) eins og Svandísi og Steingrími hefur saman tekist að valda skaða sem er verri en tárum taki?

Steingrímur hefur reyndar staðið sig ágætlega fyrir utan Icesave. Og það er bara svo roooosalega stórt klúður. Álíka mikið klúður og andvaraleysi og aðgerðaleysi Geirs H. Haarde í aðdraganda hrunsins. 


mbl.is Sóley sigraði í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband