Meðan óvinurinn er að gera mistök....

...ekki leiðrétta hann né stöðva.

Eitthvað álíka sagði Sun Tzu fyrir 2.500 árum og eitthvað álíka hugsaði ég þegar ég sá að Sóley Tómasar ætlaði í fyrsta sætið. Ég var eiginlega viss um að hún myndi vinna, þá. Og nú vinnur hún. Og maður eiginlega ætti að fagnað því að atkvæðafæla hafi unnið.

En samt. Nei. Stjórnmál eiga ekki að vera um endalausan slag. Þau eiga að vera um málefni, samstarf. Góða vinnu fyrir borgarana. Og því miður óttast ég að þessi niðurstaða þýði að öfgarnar séu farnar að ná yfirhöndinni í VG. Og þetta skaðar málstað hógfærari radda innan VG og verður þeim til skaða.

Nú er Svandís Svavars nýbúinn að taka 2-3% af hagvexti næstu 1-2 árin og tryggja áframhaldandi atvinnuleysi. Steingrímur ber ábyrgð á því að Icesave samningurinn er klúður frá a-ö eins og Kristrún Heimisdóttir skrifaði um og hefur reyndar verið borðleggjandi í nokkurn tíma.

Þetta eru ekki smáatrðið, þetta eru stórmál. Og nú er enn einn málsvari VG afturhaldsöfgahyggjuarmsins (ekki hins hógværa) að fara að leiða VG í borginni. Ekki gott mál.

Ætli henni takist að rústa hag borgarinnar þegar hún kemst til valda (allar tölur hallast að því) eins og Svandísi og Steingrími hefur saman tekist að valda skaða sem er verri en tárum taki?

Steingrímur hefur reyndar staðið sig ágætlega fyrir utan Icesave. Og það er bara svo roooosalega stórt klúður. Álíka mikið klúður og andvaraleysi og aðgerðaleysi Geirs H. Haarde í aðdraganda hrunsins. 


mbl.is Sóley sigraði í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Sóley kemst aldrei til valda í Reykjavík.VG fær í mesta lagi 1 fulltrúa og það með naumindum ef hann næst.

Þetta þýðir að sjálfstæðismenn fá hreinan meirihluta.

Vinstri græn eru haldin sjálfseyðingarhvöt.

Sveinn Elías Hansson, 7.2.2010 kl. 00:41

2 identicon

Sammála ykkur, veit hreinlega hvað fólkið er að hugsa. Hvar voru stuðningsmenn Þorleifs? Mundu aðeins feministar eftir að kjósa núna eða hvað?

Guðrún (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 02:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband