Ótæk rök skarpgreindrar konu

Ad Hominem heitir aðferð við rökræður. Þar er ráðist beint á persónuna, ekki málefnið. Þetta er oft síðasta haldreipi rökþrota einstaklinga sem eru komnir út í horn í rökræðum.

Þarna er nokkurn vegin sama aðferð á ferðinni. Gagnrýni blásið í burt með því að spyrða hana við ankannlega karlrembu, ranglega. Hún er sem sé að segja að gagrýnin eigi sér enga réttlætingu ein og sér og sé bara sprottin upp vegna fordóma og kreddu.

Maður á bara ekki til nógu sterk lýsingarorð til að lýsa vanþóknun sinni á svona rökfærslu. Svona rök notaði Davíð Oddsson stundum sem og aðrir sem vildu komast hjá því að svara óþægilegum spurningum. Ég hélt af einhverjum ástæðum að Silja Bára væri yfir slíkt hafin.

Tilvitnun: "Þessi umræða er að mínu mati lítið annað en moldviðri til að draga úr því að ung kona, Sóley Tómasdóttir, alkunnur róttækur femínisti, hafi lagt miðaldra mann að velli í keppni um oddvitasætið í forvali ríkisstjórnarflokks. Slíkt á auðvitað ekki að líðast."

Þetta skrifar Silja Bára á bloggi sínu á Eyjunni. Silja Bára er skarpgreind kona og skelegg sem ég hef oft heyrt fjalla um ýmis mál. Því kemur þetta heilaprump (e. brainfart) mér gersamlega á óvart. Þetta heitir að tala niður til fólks, sýna þeim vissa fyrirlitningu, og slíkt ætti Silja Bára ekki að sýna af sér.


mbl.is Moldviðri vegna þess að róttækur femínisti lagði miðaldra mann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þú áttar þig ekki á því, Sigurjón, að samkvæmt róttækum feminisma eru grunnreglur röklegrar orðræðu sprottnar úr karlmiðaðri hefð og því engin ástæða til að fylgja þeim. Þú getur því aldrei unnið rökræðu við svona fólk (enda er hugtakið "sigur" líka karllægt og hernaðarlegt). Annað hvort er því að láta þvaðrið yfir sig ganga eða gera góðlátlegt grín að því.

Þorsteinn Siglaugsson, 10.2.2010 kl. 10:05

2 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

"Annað hvort er því að láta þvaðrið yfir sig ganga eða gera góðlátlegt grín að því."

Það myndi ganga ef maður væri að díla við orð sem hafa engar raunverulegar afleiðingar. Gallinn er að nú er þetta fólk komið á þing, komið í stjórn og jafnvel orðnir ráðherrar. Þar af leiðandi þarf að hafa frekari áhyggur af forræðishyggjunni, "jákvæðu" mismuninni og kvennrembunni sem nú fer að setja lög. En maður myndi ekki hafa frekari áhyggjur af því ef þetta fólk væri í raun jafnréttissinnað. En svo er ekki, jafnrétti er ekki mantran heldur kvennréttindi, jafnvel kvennforréttindi (í sifjamálum sérstaklega).

Sigurjón Sveinsson, 10.2.2010 kl. 10:45

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ja, hvað viltu þá gera? Lemja þær?

Ég hallast að því að góðlátlegt - og kannski stundum illkvittið - grín sé besta meðalið.

Þorsteinn Siglaugsson, 10.2.2010 kl. 11:26

4 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Það væri kannski ráð, eins og Þorsteinn segir, að lemja þær. Hugmyndin er góð, en hvað er annað til ráða. Nýlega var haldin ráðstefna um „konur og loftslagsbreytingar“ en heiti erindanna sem flutt voru segja allt um það sem hér er um að ræða, til dæmis erindi Kristínar Ástgeirsdóttur, „Kynjavíddir í alþjóðlegri umræðu um loftlagsbreytingar“, Sólveigar Önnu Bóasdóttur, „Loftslagsbreytingar í guðfræðilegri siðfræði: Femínísk orðræða um lífvænan náttúruskilning“, og Magnfríðar Júlíusdóttur, „Loftslagsbreytingar og kynjuð þróunarorðræða um Afríku“.

Hvað á að gera við þessar konur? Það væri til lítils að senda þær aftur í eldhúsið, því þær kunna sennilega ekki einu sinni að vaska upp, hvað þá elda.  

Vilhjálmur Eyþórsson, 10.2.2010 kl. 13:09

5 Smámynd: Dexter Morgan

Hahahahaaa...... maður mígur bara á sig í öllum hlátursrokunum við að lesa þessi heiti á þessum "erindum",! "KynjaVÍDDIR"..hahahahaa Þvílíkt bull og steypa. Hver borgar eiginlega fyrir svona rugl. Eða öllu heldur, hver mætir á svona "ráðstefnur". Skilettaekki

Dexter Morgan, 10.2.2010 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband