Makalaus kvennremba

„Femínistafélagið krefst þess að staðinn sé vörður um þjónustu við konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi og er þar sérstaklega vísað til neyðarmóttöku vegna nauðgunar á Landspítalanum, Stígamóta og Kvennaathvarfsins. Austurrísku leiðina, sem felur í sér að ofbeldismenn séu fjarlægðir af heimilum en ekki þolendur og börn, á að færa í lög hið fyrsta,“ segir í tilkynningunni.

Já, það er sagt þarna beinum orðum að karlmenn séu þeir einu sem beiti ofbeldi á heimilinu, konur og börn og aðeins konur og börn séu þolendur (og þar af leiðandi ekki karlmenn).

Það hafa verið gerðar hundruðir rannsókna um ofbeldi og gerendur og fjölmargar þeirra sýna að konur séu ekkert minna þátttakendur í heimilisofbeldi. Ætli rannsóknasetur í kvenna- og kynjafræðum viti af þessu? Eða femínistar? Kannski þau viti, en þegi?

Þessi frétt er bara enn ein viðbótin við kvennrembuna sem skín úr máli femínista í dag. Og þetta á að heita jafnréttisbarátta!

Heimildir:

Men Suffer Domestic Violence, Too,
http://www.livescience.com/health/080519-men-abuse.html

REFERENCES EXAMINING ASSAULTS BY WOMEN ON THEIR SPOUSES OR MALE PARTNERS:
AN ANNOTATED BIBLIOGRAPHY
http://www.csulb.edu/~mfiebert/assault.htm


mbl.is Femínistar hrósa ríkisstjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Það er löngu orðið ljóst að heimskustu femínistar á Íslandi eru í Femínistafélaginu. Vissirðu að þær hafa stofnað sitt eigið Öryggisráð? Ég er ennþá að hlæja að því. 

Vendetta, 8.3.2010 kl. 16:40

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þetta er ekki kvenremba - þetta er einhver yfirgripsmesta vanþekking sem hefur sést síða Jóhanna tjáði sig um þjóðaratkvæðagreiðsluna í fyrsta skipti -

svo er líka til annað orð yfir þetta -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 8.3.2010 kl. 18:25

3 identicon

Biddu...hvad ertu ekki ad skilja herna? Thad er ekkert tharna sem heldur thvi fram ad konur geti ekki lika verid ofbeldisseggir. Thad eina sem er verid ad segja er ad thegar karlar (sem eru nu samt sem adur i MIKLUM meirihluta thegar kemur ad heimilis ofbeldi og naudgunum) beiti ofbeldi eigi ad fjarlaegja tha af heimilum. Hvernig getur thu sed thetta sem einhverja vitleysu og kvenrembu? Eins og eg sagdi eru karlmenn i yfirgnaefandi meirihluta i thessum malum og thess vegna er fokusinn a theim, ef thetta kaemist i gegn vaeru login thau somu fyrir ofbeldismenn og -konur.

Thad er kominn timi til ad thid sem skrifid med svona attitudi litid adeins i kringum ykkur. Hvernig getid tid sagt ad hert log gagnvart heimils og kynferdisofbeldi seu kvenremba? Erud thid ekki ad sja ad log i thessum malum her a landi eru skammarleg? Thad tharf hertar adgerdir, thvi eins og er er komid fram vid tholendur i rettarkerfinu eins og ofbeldis se theim a kenna, og folk eins og thid erud astaedan fyrir theim hugsanahaetti.

Eg einhvernveigin efast ekki um ad thegar thad eru frettir her um naudganir tha seu thid hluti af thessu lidi sem heldur thvi fram ad af thvi ad 1-2 manneskjur hafa logid um naudgun ad thad eigi ad koma fram vid oll fornarlomb sem lygara (attitude sem er algengt a Islandi). Eg skammast min fyrir ad vera somu thjodar og thid. Thid aettud ad skammast ykkar lika.

Sunna (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 11:05

4 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Sæl Sunna og takk fyrir fyrir innlitið. Mér þykir leitt að sjá að þú hefur annað hvort ekki skilið fréttina, innlegg mitt eða ekki fylgt eftir heimildum sem ég vísa í. Því innlegg þitt ber vott um það.

Þess fyrir utan vísa ég síðustu málsgreininni algerlega á bug. Þetta innlegg er alveg í stíl við George W. Bush: "If you are not with us, you are against us".

Ég er jafnréttissinni, en er algerlega búinn að fá nóg af þessari einstefnu sem jafnréttisumræða, og núna lögleiðing þeirrar umræðu, er í á landi hér. Vissir þú að 96% skilnaðarbarna eru undir forræði móðurinnar, og þá 4% hjá föður sínum? Vissir þú að femínistar vilja helst ekki ræða þetta hrikalega ójafnræði? Jamm, ég er fastur á því, femínismi er bara kvennremba, þar til femínistar fara að gera það sem þau þykjast vera, starfa að jafnrétti. Handa öllum, ekki bara konum.

Heimildir:
Jóhanna Sigurðardóttir

Greinasafn á mbl.is 

Sigurjón Sveinsson, 9.3.2010 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband