Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
11.2.2008 | 15:39
"enda reki borgin á reiðanum"? Bíddu nú aðeins hæg, frænka!
Þegar eitthvað er rekið á reiðanum þá þýðir það að hlutirnir séu reknir án framtíðarsýnar, án heildarmyndar. En það var einmitt vegna þessa sem Ólafur var svo óánægður í síðasta samstarfi! Borgin var rekin á reiðanum með ykkur, frænka! Hvar var málefnasamningurinn? Hvar var framtíðarstefnan sem þið gátuð sætt ykkur við? Hvar var samkomulagið í málefnunum? Hvergi!
Rekin á reiðanum? Ja hérna hér.
Það nefnilega komu í það minnsta tvær fréttir í fjölmiðlum um að Frjálslyndir óskuðu eftir málefnasamningi og aldrei kom neitt frá ykkur. Í núverandi málefnasamningi eru um 12 atriði sem allir geta skrifað undir, af hverju komuð þið ekki með þann lista til að byrja með, í það minnsta? Það hefði ekki verið erfitt en var ykkur samt um of.
En líklega væri frekar nærri lagi að segja að þið í minnihlutanum viljið láta reka borgina áfram á reiðanum og því séuð þið tilbúin að taka við.
Þú ert miklu betri en svo, frænka, að þú getir sagt eitthvað svona rugl út í loftið og verið stolt af. Gerðu betur næst, því þér tókst svo vel til í að stoppa REI ruglið. Halda áfram á slíkri braut, en ekki í svona ósannindabraut sem þetta skot með "reka á reiðanum" augljóslega var.
![]() |
Svandís: borgin á betra skilið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.1.2008 | 14:42
Kemur ekki á óvart, það er verið að krefja Ísraelsmenn um frið og að skila stolnu landi.
Það er alveg magnað hvað það virðist vera gersamlega ómögulegt fyrir Ísraelsmenn að sitja á strák sínum þegar verið er að koma á viðræðum og samningum um frið milli Ísraelsmanna og Palestínumanna.
Þegar Clinton boðaði Barak og Yasser Arafat til viðræðna í Bandaríkjunum, og Yasser fékk bestu boð um frið sem sést hafa, voru Ísraelsmenn uppteknir heima fyrir við að berja á Palestínumönnum á fullu. Það sama gerist núna. Þessir djö. Ísraelsmenn geta ekki leyft friðarumleitunum að vera í friði án þess að verið sé að ráðast inn og drepa Palestínumenn eða senda landnema(ótýnda þjófa) inn á landsvæði Palestínumanna og stela því undir vopnavaldi Ísraelsmanna.
Hver einasti maður sem réttlætir svona gjörðir Ísraelsmanna er maður sem veit ekki hvað réttlæti er.
![]() |
Abbas sakar Ísraela um fjöldamorð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.1.2008 | 13:17
Léleg blaðamennska, bréfið segir miklu, miklu meira.
Ef maður les þessa frétt og les svo bréfið sjálft, rökstuðning Össurar (frumheimild þessarar fréttar) þá skín það í gegn að blaðamaðurinn hefur ekki unnið vinnuna sína. Eða tekur einungis véfengjanlega hlutann út úr fréttinni en skilur eftir öll þau fjöldamörgu MÆLANLEGU atriði sem rökstyðja í spað þessa ráðningu.
Mér þætti gaman að sjá Ragnheiði hrekja þessa rökfærslu Össurar.
Þessi sjalli hér (ég) stend með Össuri í þessu máli. Það er alveg á hreinu eftir að hafa lesið SJÁLFT SVARIÐ.
![]() |
Segir Guðna hafa sterka framtíðarsýn fyrir Orkustofnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.12.2007 | 14:43
Skrítinn niðurstaða
Bankinn gerði mistök og fólkið fær dóm fyrir að hagnast á mistökunum? Þetta er stórfurðuleg niðurstaða.
Ef ég kaupi t.d. bíl og vegna mistaka er ég afgreiddur með bíl sem er með blæju (viðbót) og ég hagnast þar með á því, er ég þá að brjóta lög ef ég vill halda bílnum eins og hann var afhendur mér? Þetta eru ekki mín mistök! Ég myndi þó skila bílnum en er það ólöglegt að halda eftir einhverju sem maður var afgreiddur rangt með? Var það sannað fram yfir allan vafa að þau hafi verið að brjóta einbeitt af sér þarna?
Það má geta þess að ég er sjálfur forritari í Netbanka Kaupþings, hef því smá innsýn í þetta mál. Og þekkjandi svona hugbúnaðargerð, þá er sök bankans alger. Það er bankinn sem klikkar algerlega á því að prófa hugbúnaðinn sem fer í rekstur, í þessu tilfelli, gjaldeyrisviðskipti í Netbanka Glitnis.
Þetta fólk á það sameiginlegt með Árna Þór Sigurðssyni, þingmanni VG, að það græddi óvart á viðskiptum við/með banka/sparisjóð. Ætli þau séu þá líka VG, ef þau græddu óvart? :)
![]() |
Skilorðsbundið fangelsi fyrir að nýta sér kerfisvillu banka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.11.2007 | 20:09
Hvernig er hægt að halda þessu fram og taka sig alvarlega á sama tíma?
Þessi frétt er stórkostlega mikið skipsbrot í talnaúrvinnslu.
Teknar eru tekjurtölur Íslendinga skv. skattframtali, summað upp eftir kyni og dregnar ályktanir um laun út frá þeirri tölfræði. Sér enginn neitt athugarvert við þetta? I shall demonstrate hvernig þetta er bara kjaftæði.
Ég er með 100 kr. á klst. í LAUN. Kona mín einnig.
Ég vinn eina (1) klst. á mánuði, kona mín tvo (2).
Hún fær í mánaðartekjur 200 kr., ég 100.
Hún er s.s. með 100% hærri tekjur en ég þó við séum á sömu launum. En það er ekki hægt að taka afstöðu um laun okkar út frá tekjutölunum.
Sviðstjóri Jafnréttisstofu virðist gera þetta samt skv. þessari frétt. Og þessi vinna er unnin undir nýskipuðum framkvæmtastjóra Jafnréttisstofu, Kristínu Ástgeirsdóttur.
Svona rugl gerir ekkert annað en að gjaldfella aðra umræðu um launajafnrétti kynjanna og önnur jafnréttisbaráttumál. Þar að auki hefur verið bent á hversu kolrangt er að vinna þetta svona og tala svo um launamun út frá þeim niðurstöðum. En slík gagnrýni virðist ekki vera marktæk hjá hinnu háverðugu Jafnréttisstofu.
![]() |
Launajafnrétti árið 2072? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.10.2007 | 13:00
Hvaða vinkona ISG fær þá starfið?
Það er nefnilega svo sorglegt að sjá stjórnmálamenn fara í nákvæmlega sama farið, og þau hafa gagnrýnt í minnihluta, um leið og í stól er sest. Það er svo sorglegt og ömurlegt að maður bara hlær að þessu í vonbrigðum sínum.
![]() |
Ólafur Örn segir ráðherra hafa óskað eftir starfslokum hans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2007 | 09:22
Þegar fólk skýtur sig í fótinn, viljandi
Og getur einhver sagt mér hvaða náttúrulögmál veldur því að þar sem fólk kemur saman í félagi, þá þurfa konur alltaf að koma sér afsíðis og búa til sér "kvennafélag"? Hvað varð um að vera bara saman? Þetta er hreint út sagt ótrúleg tilhneiging.
![]() |
Vantrausti lýst á Margréti Sverrisdóttur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.10.2007 | 08:43
Snjallir strengjabrúðumeistarar
Eftir sitja Reykvíkingar með sárt ennið sem og öll önnur fyrirtæki sem hafa haft hugá / munu hafa hug á til að fara í orkuútrás. Einokun einkaaðila er að verða staðreynd hvað varðar þekkingu á jarðvarma og nýtingu hans í okruútrás.
Bravó Framsóknarmenn, Bravó, við Sjálfstæðismenn, að eiga svona afætur sem SpillInga og Villa. Og svo standa Framsóknarmenn og klappa þessum manni lof í lófa. Segir ýmislegt um þetta fólk í Framsókn.
![]() |
Víðtækar skyldur Orkuveitunnar við REI í 20 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.10.2007 | 16:35
Bríet missti tönn í gær
Hún Bríet mín, fimm ára dóttir mín, missti sína fyrstu tönn í gær. Við vorum að fara heim frá Sigurgeiri og Signýju þar sem þau buðu okkur í mat. Tönnin var laus og við bara biðum eftir að hún félli. En svo kom það, hún féll. Bríet setti báðar hendur upp í loft í sigri og hrópaði "Ég missti tönnina". Ég stoppaði bílinn og kíkti á. Mikill fögnuður.
Hún er svakalega stór orðin, hún Bríet mín.
9.10.2007 | 14:10
Endalaust kommakvabb er þetta í Degi.
Dagur er nú kannski ekki kommi í þeirri merkingu orðsins en það er skemmtilegt hvað hann gleymir að nefna hér eitt grundvallaratriði þegar hann segir bankana hafa margfaldast í verði.
Bankarnir voru seldir til einkaaðila. Fóru úr pólitískum höndum bitlingastjórnmálamanna yfir í hendur manna sem voru að huga að hag bankanna og fé hluthafa. Þar liggur hundurinn grafinn. Ef Dagur vill sjá orkufyrirtæki gera slíkt hið sama þá þarf að selja hlut opinberra aðila í slíkum fyrirtækjum. Því hið opinbera er á sama tíma í því hlutverki að fara varlega í fjárfestingum vegna eðli þessa hlutverks, að skaffa ódýra orku til almúgans. Það er ekkert í hendi þessi ávinningur sem GETUR hlotist af því að fara á erlenda markaði.
Mér finnst alveg merkilegt hvað pólitík er ömurlegur starfsvettvangur. Dammned if you do, dammned if you don't. Það er stokkið í þetta sameiningarrugl með hverju axarskaftinu á fætur öðru af hálfu Villa og Binga, og um leið og aðrir fulltrúar segja "heyrðu nú mig, ekkert svona hér karl minn" og stoppa þetta, er það fordæmt líka. Dagur formælti þessum aðgerðum og þegar bakkað er úr þeim (í samræmi við einmitt fyrri orð XD, hið opinbera á ekki að vera í áhættufjárfestingum) þá er það líka vonlaust.
Áhættufjárfestingar segi ég, já. Það er eitt að stefna í að nýta þekkingu og mannauð í útrás á því sviði sem OR hefur haslað sér völl á einokunnarmarkaði, í formi REI. Annað að fara að fjárfesta í orkufyrirtækjum í t.d. ófriðarlöndum á borð við Filipseyjar, þar sem vopnuð átök hafa staðið yfir í áratugi.
Og það er gaman að sjá hvað Dagur og fleiri halda að borgarbúar séu að gefa tugi milljarða til Glitnis og annarra. Þetta er ekki í hendi enn og það má ekki gleyma því að þetta er ekki bara OR sem kom að þessu máli, Geysir Green Energy var löngu lagt af stað í þessa átt með sína milljarða fjárfestingar og á þar af leiðandi risastóra sneið af þessari útrás íslenskra orkufyrirtækja.
![]() |
Segir borgarbúa geta orðið af allt að 50 milljörðum króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)