Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Dagurinn í dag var rússibani tilfinninga. Þengill sonum minn átti þriggja ára afmæli, vonbrigði í litlu bisness tækifæri sem ég er að taka þátt í, erfileikar í vinnuni, og svo bomban: Það leit út fyrir að ég myndi missa af píanókonsert Rachmaninoffs nr. 3 í fluttningi Víkings Heiðars Ólafssonar. En hver kemur og reddar manni þegar það lítur út fyrir að maður missi af tónlistaratburði ársins? Nú, Víkingur Heiðar, öðlingurinn og snillingurinn sjálfur.
Málið er það að ég hef lengi beðið eftir því, eða kannski öllu heldur vonað, að Víkingur Heiðar Ólafsson, hinn íslenski 23ja ára píanósnillingur, myndi taka Rach 3. með sinfóníunni. Ég meir að segja tjáði Víkingi þessa von mína einu sinni. Þannig að þegar dagskrá sinfóníunnar 2007-08 kom inn um lúguna hjá mér í ágúst fletti ég henni og leitaði að þessu, með von í hjarta. En ekkert sá. Blindi ég.
Því hvað heyrði ég svo í hádegisfréttum? Jú, frétt af því að Víkingur Heiðar myndi spila Rach 3 með sinfó í kvöld. Og að það væri löngu uppselt á tónleikana! Enda auglýst á bls.22 í tónleikaskrá vetrarins. Ég var þá að díla við fyrrnefnd vonbrigði í bissnesstækifæri (fer ekki frekar út í það) og þessar fréttir bara ullu mér flagandi hjartasári. Aaarrrhhh! Það tónverk sem ég dýrka og dái, á í fluttngi Argerich, Horowitz og Helfgott, var að fara fram hjá mér, og allt mér sjálfum að kenna að missa af þessum gullmola.
Ég hringdi í ofboði og setti mig á biðlista hjá sinfóníunni eftir miðum sem kannski myndu losna, vitandi vits að það var vonlaus leið. Hrindi í Sindra mág minn og píanóstillara (með mikil sambönd í tónlistabransanum) og spurði hvort hann gæti gert eitthvað. Ekki var hann svo viss um það, og þekkjandi hann, þá var hann að segja mér mjúkum orðum að þetta myndi ekki ganga.
Hvað gerir maður þá? Þá grípa örvingla menn til örþrifaráða. Ég fór á ja.is og fletti upp Víkingi Heiðari. Og hringdi. Ég var, satt best að segja, ekki alveg í ró með þetta, fannst þetta heldur frekt að vera að biðja næstum því bláókunnugan mann um að redda mér miða á tónleikana hans. En viti menn, Víkingur var hinn þægilegasti, tók vel í þetta og þótti þetta bara hinn sjálfsagðasti hlutur. Þetta var klukkan 14.
Klukkan tikkaði áfram, ef stafræn úr geta tikkað, og brátt var klukkan orðin 16. Ég fór að ná í börnin í leikskólann, fór með Bríeti í ballett. Þengill heimsótti ömmu og afa á meðan. Og þegar heim kom hringdi gemmsinn minn. Víkingur hér, ég á einn miða handa þér.
Vá, þetta er bara næstum of gott til að vera satt hugsaði ég. Heyrðu, það væri gott ef þú gætir sótt þá fyrir 18:45 í kvöld því þá kemur Sjónvarpið að taka viðtal við mig sagði Víkingur. Ekkert mál, ég næ þessu. Og ég náði þessu eftir smá kappakstur um bæinn til að koma börnunum til Elsu (sem var að vinna frameftir) og ná í miðann.
Það var merkilegt að koma þarna til Víkings. Ég hef reyndar hitt hann einu sinni áður, án þess þó að Víkingur viti nokkuð af því. Hann settist fyrir aftan mig eftir píanókonsert Beethovens í vetur. En hvað um það. Ég hrindi bjöllunni, var hleypt inn með hinu kunnuglega suði í útihurðinni, og móðir Víkings, Svana, stóð efst í stiganum þegar ég kom inn, með stórt, innilegt og hlýtt bros handa mér. Víkingur kom rétt á eftir og hitti mig í stiganum, einnig með bros á vör, rétti mér miðann og óskaði mér góðrar skemmtunar. Ég tjáði honum að ég myndi fúslega endurgjalda greiðann, ef einhvern tíma hann þyrfti aðstoð með tölvur (það er minn heimavöllur), eða eitthvað álíka. Síðan þurfti Víkingur að sinna gestunum því Sjónvarpið var komið vegna viðtalsins.
Tónleikarnir sjálfir voru vægast sagt stórkostlegir. Byrjaði á Jóni Leifs, Forleik að Galdra-Lofti. Stórkostlegt verk, margslugnið, þungt, fjörugt og kröftugt. Síðan kom tilbrigði fyrir hljómsveit eftir Edward Elgar, virkilega skemmtilegt verk, fallegt og fjörugt.
Hlé.
Rach 3. Þetta verk er fyrir konsert píanista það sem Everest er fyrir háfjallaklifrara. Nokkurs konar milestone. Ef þú hefur tekið Rach 3 með stæl þá er það ákveðinn gæðastimpill. Víkingur kom og spilaði verkið, með hreint út sagt frábærri sinfóníuhljómsveit, með ekki síðri glæsibrag en þau verk sem ég á með Horowitz, Helfgott og Argerich. Ég var hreint út sagt agndofa og endurlifði þarna aftur á 40 mínútum þann tilfinningalega rússíbana sem dagurinn hafði verið. Og þekkjandi verkið vel, vissi ég alltaf hvað kæmi næst, hvernig þetta hljómaði þegar vel væri spilað, og Víkingur og sinfó voru ekkert að gera neitt síðra en fremstu sinfóníuhljómsveitir og píanóvirtuosar heimsins. Þetta var hreint út frábær fluttningur og ég veit/sá að Víkingur var sjálfur að fíla sig í botn þarna að spila þetta stórkostlega verk. Klífa Everest með stæl, án súrefnis.
Og þegar síðasta nótan var þögnuð réð ég ekkert við mig, spratt á fætur, klappandi eins og brjálaður og hrópaði bravó, bravó, með brostna rödd sem unglingsdrengur í mútum.
En punkturinn yfir i-ið var eftir. Eftir mestu fagnaðarlæti sem ég hef orðið vitni að á svona tónleikum spilaði Víkingur encore lag. Og það var sko á persónulegum nótum og vel til fundið.
Hann útsetti Ave Maria eftir Sigvalda S. Kaldalóns og spilaði í minningu um afa sinn, Víking, í Salnum síðasta vetur. Það var falleg stund. Þá sem nú. Mjög innileg, persónuleg, og mikið afskaplega var útsetning Víkings Heiðars falleg í kvöld, fyrir fullum Háskólabíósal af fólki sem ekki gaf upp múkk á meðan lágstemdur leikur Víkings ómaði um salinn með þessu fallega lagi. Bara hélt í sér andanum og hlustaði á snilldina.
Ef Víkingur einhvern tíma les þetta þá má hann vita að hann gladdi mitt hjarta óskaplega í kvöld. Ég skulda þér, Víkingur. Bigtime. Og hann afi þinn hefði örugglega rifnað af stolti eftir framistöðu þína í kvöld.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.9.2007 | 20:27
Ekki efnavopn, ekki Saddam heldur olía
Mannhelvítið og hans púkar höfðu bara eitt í huga allan tímann. Olía! Hann fór í árásarstríð gegn öðru ríki vegna græðgi, einskis annars.
![]() |
Bush vissi af vilja Saddams til að fara í útlegð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.9.2007 | 20:36
Og hvað með réttindin? Eru þau verðlaus?
Það er magnað að sjá/heyra hvað "fréttamenn" virðast vera óhæfir í að spyrja spurninga. Í kvöld var einn opinber starfsmaður ("fréttamaður" fréttastofu RUV) að taka viðtal við formann stéttarfélags ríkisstarfsmanna og þar þusaði þessi blessaður formaður um hvað dregist hafi saman með ríkisstarfsmönnum og opinberum starfsmönnum. En það er ekki alls kostar rétt.
Fólk á almennum markaði býr ekki við nánda nærri sömu vernd gegn uppsögnum og opinberir starfsmenn gera. Ekki hafa þeir heldur sömu lífeyrisréttindi, enn langt í land þar. Þar fyrir utan eru mjög margir ellilífeyrisþegar í dag í A-flokki. Sem þýðir það að ef laun hækka hjá opinberum starfsmanni, hækka lífeyrir þeirra sem gegndu sama/sambærilegu starfi og eru í A-flokki, því lífeyrir er í beinu hlutfalli af kjarasamningum.
En þessu "gleyma" forsvarsmenn opinberra starfsmanna að nefna þegar dregur nær samningum og kjarabaráttan hefst. Og "fréttamenn" hjá hinu opinbera RUV passa að spyrja ekki nærgöngulla spurninga, þeir eru nebblega svo óhlutdrægir .
Það má til gamans minnast á það að starfsöryggi opinberra starfsmanna er svo mikið að vita vonlaust er að segja upp vonlausum starfskrafti sem ekki helst í starfi á venjulegum atvinnumarkaði. Því grípa stjórnendur opinberra fyrirtækja/stofnanna til þess óyndisúrræðis að leggja þessa óhæfu starfsmenn í einelti, í von um að þeir hætti sjálfir, og hægt verði að ráða hæft fólk í staðinn. Þetta er því miður staðreynd og tölur af einelti á vinnustað hjá hinu opinbera sýna það.
![]() |
Allt að 30% launamunur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.9.2007 | 15:20
Ítalir samir við sig...
Þegar þeir eru ekki uppteknir við að fiska aukaspyrnur og/eða vítaspyrnur með leikrænum föllum í knattspyrnunni þá eru þeir að ljúga uppá McLaren "sönnunargögnum" svo að líklegra verði að liðið, sem virðist vera að sigra í Formúlunni þetta árið, verði dæmt úr keppni (og þá verður Ferrari meistari í staðinn). Tilgangurinn helgar meðalið, sama hversu óheiðarlegt og rotið meðalið er.
Málið var hið vandræðalegasta fyrir McLaren meðan að málið var í rannsókn. Svo snéri FIA öllu við hjá McLaren (með fullu leyfi McLaren) til að komast að öllu í þessu máli. Og hver var niðurstaðan? Jú, McLaren var dæmt sekt vegna þess að það ber ábyrgð á starfsmanni sínum, en fékk enga refsingu vegna þess að ekkert, EKKERT, fannst sem benti til annars en þess sem McLaren menn höfðu haldið fram: Að liðið hefði ekki vitað um þessi gögn (fyrir utan þennan eina starfsmann) og hefði ekki notað þau gögn á nokkurn hátt sér til framdráttar.
Þetta var vandræðalegt fyrir McLaren.
En svo kemur eftirleikurinn og hann er hreint út sagt ömurlegur fyrir Ferrari. Ferrarimenn væla í Max Ferrari Mosley, sem ákveður að halda áfram með málið, enda stekkur hann af stað þegar Ferrari bara minnist á eitthvað.
Svo kemur skítaskömmin þessa helgi. Upplognar fréttir um að Alonso og de la Rosa hafi notað gögnin frá Ferrari, sem og þáttur saksóknara í Ítalíu til að trufla McLaren keppnishelgina í Monza. Sem McLaren menn svara með því að vinna tvöfalt.
Annars minnir þetta mig á brandara sem ég heyrði fyrir mörgum árum síðan:
HEAVEN is when
The police is English
The cook is French
The mechanics is German
The lover is Italian
Everything is organized by Swiss
And there are absolutely NO Belgium drivers
HELL is when
The police is German
The cook is English
The mechanics is French
The lover Swiss
The driver Belgium
and everything is organized by Italians
Þetta er ástæðan fyrir því að ég hef aldrei haft mikið álit á Ferrari. Þeir framleiða góða sportbíla en sem keppnismenn eru þeir einum of rotnir fyrir minn smekk. Og á sérsamningi hjá FIA.
![]() |
Ítalskur blaðamaður falsaði fréttina um tölvupóst ökuþóra McLaren |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.9.2007 | 11:54
Skyldi vera reiði í Ísrael yfir palestínsku börnunum...
Ah, auðvitað ekki, fyrir Ísraelsmönnum eru Palestínumenn óæðri og þar af leiðandi óþarfi að gráta óæðri börn, drepin af Guðs útvöldu þjóð.
Af einhverjum ástæðum hef ég akkúrat enga samúð með Ísraelsmönnum þegar ógæfan dynur á þeim.
![]() |
Reiði vegna flugskeytaárásar á leikskóla í Ísrael |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
...og mótmæla kröftuglega ráðningu Steingríms, halda mótmælafundi á kaffistofunni, leggja nýja fréttastjórann í einelti dag og nótt, fara í alls kyns umræðuþætti og níða Steingrím í beinni. Elta hann á röndum þegar hann mætir í vinnuna með myndavél og senda það út í fréttum, taka Steingrím í viðtal þar sem hann er spurður hreint út sagt fáránlegum spurningum svo hann segi eitthvað vitlaust kannski (eins og t.d. hittir þú Jón Ásgeir á kaffihúsi í gær) og þá er fréttastofa Stöðvar 2 komin á stall með "virðulegustu fréttastofu landsins".
Fréttastofa Stöðvar 2 getur líka gert betur, bara hreinlega tjargað Steingrím og fiðrað, það eina sem RUV gerði ekki til að niðurlægja Auðunn algerlega. Steingrímur vann jú fyrir Halldór Ásgrímsson, það er auðveldara að fullyrða að hann sé Framsóknarmaður (og þar með rétttjarganlegur) en Auðunn á sínum tíma.
![]() |
Steingrímur: Ekki pólitísk ástæða fyrir uppsögn Þóru Kristínar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2007 | 10:34
Dagur B. Eggertsson veldur mér reglulega vonbrigðum
Dagur B. Eggertsson er gáfaður maður. Samt fer hann stundum með slíkt bull í fjölmiðla að maður stendur bara gapandi og veltir fyrir sér hvort hann sé svona vitlaus eða hvort hann sé að ljúga.
Í Kastljósi í gær átti sér stað eitt svona brainfart frá Degi B. Eggertssyni. Málefnið var breyting á rekstrarformi OR í ehf og Dagur og co eru með læti yfir því.
Dagur er í stjórn OR. Því mætti ætla að hann vissi margt og mikið um rekstrarumhverfi OR og orkufyrirtækja. Samt segir Dagur eftirfarandi:
Þetta er sannkallað upphlaup í þeim skilningi að við erum að gæta hagsmuna almennings, allra þeirra heimila sem hafa ekki raunverulegt val um það hvort að þeir skipti við Orkuveituna eða önnur veitufyrirtæki og er ástæða þess að orkufyrirtæki eru mjög illa fallin til til einkavæðingar.
Sko, jafnvel ég veit það að hver sem er getur skipt við hvaða fyrirtæki sem er í kaupum á raforku. Skiptir ekki máli hvað það er, hvar það er eða hver greiðslumátinn er. Það er meir að segja til fyrirtæki, Orkumiðlun, sem hjálpar fólki og fyrirtækjum að finna ódýrasta rafmagnsverðið á landinu. Þannig að annað hvort veit Dagur ekki af þessu (og er þar með óhæfur í stjórn OR) eða hann er að slá sig til pólitísks riddara algerlega óverðskuldað, og þar með að ljúga í beinni frá Akureyri. Og að sjálfsögðu var Dagur ekki krafinn frekari svara við þessu af Helga. Ef viðmælandinn er ekki framsóknarráðherra þá er Helgi allt í einu tannlaus.
Annars var þetta magnað viðtal. Dagur greyið var sambandslaus við Reykjavík og heyrði ekki neitt í Helga Seljan. Hélt því áfram og lét móðan mása út í eitt. Það var kostulegt að sjá Helga að reyna að grípa inn í "..en Dagur" í sífellu og Dagur hélt algerlega ótrauður áfram, eins og skriðdreki.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.8.2007 | 11:35
Þegar maður klúðrar í vinnuni....

Við forritarar Netbanka Kaupþings gerum ekki mikið af vitleysum. En það gerist að maður klúðrar í fljótfærni eða hugsunarleysi. Þá fær maður að setja upp skammarhjálminn (the helmet of shame).
Á myndinni hér til vinstri er ég með skammarhjálminn sem ég setti upp í morgun, verðskuldað. Enginn skaði varð þó því við erum svo æðislegir að við föttuðum klúðrið mitt strax, enda varð það í þróunarumhverfinu.
20.8.2007 | 13:50
Af hverju er maður ekki hissa á svona þegar sýsli á Selfossi á í hlut?
Mér finnst þetta ágætis framtak, að takmarka umburðarlyndi gagnvart ungum ökumönnum sem ítrekað verða uppvísir að umferðalagabrotum. En að það sé Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, sem er þarna á ferð, virkar á mig sem að þarna sé framkvæmdaglaður sýslumaður. T.d. búinn að gera, fyrstur allra sýslumanna, tilkall í ökutæki sem var notað í að stinga lögguna af (það endaði þó með sviplegum hætti), og hefur á eftir sér slóð umsagna sem bera vott af offorsi í starfi. Bæði á Ísafirði sem og nú fyrir sunnan. Ég heyrði nú bara fyrir tveim vikum síðan frásögn ökumanns þar sem offors Ólafs Helga kom við sögu.
Vegna þessa held ég að menn ættu kannski að hugsa sig um tvisvar áður en þeir fagna sýsla á Selfossi. Þar sem er reykur, þar er eldur. Ef maður heyrir ítrekað, frá ótrúlegasta fólki, sögur af offorsi sýsla í starfi og alltaf kemur upp sama nafnið, Ólafur Helgi Kjartansson, þá fer maður að verða doldið skeptískur á forsendur verkgleðinnar.
![]() |
Ellefu ungir ökumenn settir í akstursbann á Selfossi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.8.2007 | 20:28
Utanríkisráðuneytið auglýsir eftir fjölmiðlafulltrúa (helst vinkonu ISG)
Fyrri ráðningar á vinkonum ISG síðan hún varð ráðherra hafa verið:
- Kristín Ástgeirsdóttir fyrrverandi alþingismaður Kvennalistans, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu.
- Margrét Björnsdóttir, stjórnarformaður Vinnueftirlits ríkisins.
- Kristín Árnadóttir, fyrrverandi aðstoðarkona Ingibjargar stýrir nú framboði Íslendinga til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.
En að sjálfsögðu er ekkert sagt um þessar ráðningar í fjölmiðlum, sem væri þó öðruvísi farið ef Sjálfstæðisflokkurinn eða Framsóknarflokkurinn ætti í hlut. Það er alltaf þannig.