Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Til hvers þá að fara í ESB viðræður?

Þetta eru merkileg tíðindi. Fyrir kosningar var ég alveg harður á því að við ættum að fara í viðræður við ESB um aðild, og er reyndar enn. En það er þá aðallega til að komast í örugga mynt, Evru. Við erum með aðgang að markaðnum, erum með mikið af reglum ESB. En skv. þessum fréttum er Evran á sjóndeildarhringnum þegar ég kemst á ellilífeyri. Og þá spyr maður: Er þá ekki þessum aðildarviðræðum bara sjálfhætt ef ávinningurinn er lítill? Ef Evran, aðalþungi aðildarviðræðna, er ekki á döfinni í einhverja áratugi?

Nú er lag fyrir fréttamenn að spyrja Evrópusérfræðinga hvort þetta sé ósveigjanlegt ákvæði og hvort verið sé að miða við brúttó eða nettó skuldir. 


mbl.is Skuldir ríkisins langt yfir viðmiðunum ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað varð um hæfi?

Ég ætla ekki að segja að ekki finnist hæfar konur sem ráðherrar, alls ekki, en af einhverjum sökum finnst mér sem þvagfæravægi, í jafn mikilvægar stöður og ráðherrastöður eru, sé svoooooo 2007. Hæfi, hæfni og geta einstaklingsins á að ráða í þessu árferði. Ekki þvagfærin.

En hún frænka ætti kannski að hugsa til þess, svona að gamni, að VG var með kynjakvóta í öllum kjördæmum nema hennar, í Reykjavík. Af hverju ætli það hafi verið? Vegna þess kannski að margar konur voru mjög ofarlega á listum í Reykjavík og því hefðu þær þurft að víkja fyrir körlum? Hmmmmm.... Já, fórnalambafemínisma er hægt að bregða fyrir sig þegar hentar, en ekki þegar hentar ekki. 


mbl.is Karl stendur upp fyrir konu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryllileg afsökun og getuleysi blaðamanna

"Jóhanna Sigurðardóttir sagði í gær að ríkisstjórnin myndi ekki taka hærra hlutfall af vergri landsframleiðslu til sín í gegnum skattkerfið en ríkisstjórn Geirs H. Haarde hefði gert í góðærinu."

Vá, og dettur fréttamönnum ekkert í hug að kafa betur ofan í svona rugl í hæstvirtum forsætisráðherra?

Þegar fé og hlutir ganga kaupum og sölum minni manna tekur skatturinn sitt. Þegar fólk ávaxtar fé sitt tekur skatturinn sitt af því. Þegar fólk flytur inn vörur tekur skatturinn sitt (tollar, vörugjöld o.fl.). Þegar fólk kaupir hús eða tekur lán vegna þess tekur ríkið sitt (stimpilgjöld o.fl.)

Í góðærinu var allt á fullu og hver snerting í kaupum og flutningum fés kostaði skattlagningu. Þetta háa hlutfall á tekjum ríkissjóðs af þjóðarframleiðslu var einmitt vegna brjálæðisins. Sá skattur sem fólk borgaði sjálft með matvörukaupum og í tekjuskatti var bara lítill hluti af þessu 50% af vergri þjóðarframleiðslu.

Núna er allt frosið. Neyslan hefur hrapað, innfluttir bílar eru nærri 0. Byggingavinna hefur nærri stöðvast. Fasteignamarkaður er steindauður nema þegar kemur að breytingum á eignahlutfalli eða húsaskiptum. Fjármagnstekjur (og skattur af þeim) eru brotabrot af því sem var.

Og Jóhanna slær þessu fram sí svona  að "ríkisstjórnin myndi ekki taka hærra hlutfall af vergri landsframleiðslu til sín í gegnum skattkerfið en ríkisstjórn Geirs H. Haarde hefði gert í góðærinu" og að sjálfsögðu fara "blaðamenn" þessa lands ekkert að fara að eltast við þessa fullyrðingu né heldur að kafa betur ofan í hvað þetta þýðir í því sem skiptir máli: Skattaprósentu sem almennir borgarar borga af launum sínum og matarkaupum!!!!!!!  Því þessar tölur voru sannarlega lækkaðar af Geir H. Haarde í góðærinu þó sveitarfélögin hafi sett útsvarið í botn.

Já, magnað hvað maður er ekki hissa á svona andskotans heilaprumpi (e. brainfart) úr ranni ríkisstjórnarinnar. Og auðvitað væri það til of mikils ætlast að "blaðamenn" færu að spyrja erfiðari spurninga og krefjast alvöru svara í stað froðu að hætti Dags B, varaformanns Samfylkingarinnar, sem er listamaður í því að hjúpa svar sitt með froðu, reyk og heitu lofti þannig að hvergi sést í staðreyndir né í raunverulegt svar við spurningu.


mbl.is Kynna skattahækkun eftir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þýðir ekkert að "reyna", ömurleg niðurstaða ef satt reynist

Samfylkingin fór fram í kosningarnar með ESB að leiðarljósi. Ekkert hálfkák, ekkert kjaftæði. En hvað svo? Þau ætla að "reyna". "Reyna"? Þessi leið er bara bull og vitleysa, það veit hver sem vita vill og hefur einhverja hugmynd um hvað markmiðasetning gengur út á og að ná þeim markmiðum.

Að reyna? Ætli það fólk sem hefur náð markmiðum sínum hafi ætlað að reyna? Eða ætli það hafi ákveðið, "Ég skal!"?

Eitt veit ég, árið 2000 ákvað ég að ég skyldi fara í HR í tölvunarfræði og ég skyldi klára BS. Ég ætlaði ekkert að reyna, ég ætlaði og ekkert kjaftæði. Það tókst að sjálfsögðu. Í fyrra ákvað ég að ég skyldi upp á Hvannadalshnjúk, ég ætlaði ekkert að reyna, ég skildi. Og það varð. Að sjálfsögðu! Þeir sem ætla að "reyna" þeir reyna. Og tekst ekki oft á tíðum. Ef menn fara af stað með hálfkarað hugarfar, brothætt og viðkvæmt, þá klikka menn við minni mótspyrnu en ef þeir fara af stað með eiturharðan vilja og ásetning.

Ætlar Samfylkingin núna að bjóða okkur upp á að hún ætli að "reyna"? Og þá takast ekki? Því þessi "reyna" leið er dauðadæmd fyrirfram. Það sést á ummælum Bjarna Ben og Steingríms J. Við sáum í stjórnarskrármótstöðu Sjalla að þeir "reyna" ekkert, þeir ætluðu að stöðva það mál og það tókst. Nú segir Bjarni að hann "ætli" að stöðva það sem Samfylkingin ætlar að "reyna".

Ætli ég veðji ekki á Sjalla í þessu máli.

P.S.
Ég byrjaði að reykja 13 ára með fikti og reykti til þrítugs, 2001. Hafði oft REYNT að hætta, klikkaði alltaf. En einn dag 2001 ÁKVAÐ ég að nú væri þetta orðið andskoti gott, ég SKYLDI hætta núna. Og það tókst. Að sjálfsögðu. Enda fann ég mun á sjálfum mér strax  eftir þá ÁKVÖRÐUN, miklu einbeittari og með miklu skýrara markmið. Ætlar Samfylkingin að REYNA að komast í gegnum þingið og til ESB?


mbl.is Kemur ekki til greina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ekkert mál að brjóta stjórnarskrá...

...því Jóhanna Sigurðardóttir beygði all hressilega í besta falli stjórnarskrá Íslands þegar hún setti hinn nýja og æðislega Seðlabankastjóra, þá nýbúin að vera dæmd fyrir rétti fyrir að brjóta landslög vegna brottreksturs opinbers starfsmanns.

Það var að mér fannst svo brandari að svo skyldi hún snúa sér við, nýbúin að vera dæmd fyrir lagabrot, og nýbúin að beygja, eða brjóta, gegn stjórnarskránni, og fara af stað í að setja fram, tja, eigum við að segja "illa orðaða" stjórarskrárbreytingu.

Það er alveg magnað að horfa uppá getuleysið í fólkinu sem kom í staðinn fyrir "vanhæfu ríkisstjórnina". Slær sér á brjóst í réttlætiskasti en getur lítið betur gert þegar á hólminn er komið.

Kröfuhafar hinna bankanna, Landsbankans, Glitnis og Kaupþings hafa ekki hafið mál gegn ríkinu vegna neyðarlaganna, sem stjórn Sjalla og Samfó setti. Miklu miklu miklu hærri upphæðir þar í gangi þó. En SPRON yfirtakan hjá FME virðist vera algert klúður, eða eins og ég segi oft, skitið upp á bak í beinni. Þau voru á góðri leið með að semja við lánadrottna og hvað gerir ríkisstjórn hinnar heilögu Jóhönnu? Rústar því!

Magnað að vera vitni að þessu rugli. Það er sama hvert litið er, við eigum bara ónýta stjórnmálamenn. Nema kannski Borgarahreyfinguna, en ekki byrjar þetta þó sannfærandi hjá Þránni Bertelssyni með sín heiðurslaun.


mbl.is Segja yfirvöld brjóta stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sköllóttum fjölgar á þingi - jafnréttismál

Vísir segir frá því að sköllóttum hafi fjölgað á þingi í síðustu kosningum, sem og konum. En ekki fjölgaði þó sköllóttum konum og þykir mér það miður. Nú er tækifæri fyrir fórnarlambafemínista og aðrar kvennrembur að krefjast sannarlegs jafnræðis og krefjast þess að jafnmargar konur séu sköllóttar á þingi og karlar.

Nú er lag! 


Maður leiðir með fordæmi

Þráinn. Þetta er ekki flókið.

Þú komst á þing á þeirri forsendu (ég kaus þig þ.a.m.) að taka á ruglinu á þingi. Lýðræði, spilling, sjálftaka.

Ef þú, Þráinn, ætlar að stíga á stokk og öskra fyrir okkur almúgann á sjálftökumenn, ofurstyrkþega, spillingamenn o.s.frv. þá þýðir það lítið að vera sjálfur með óhreint mjöl í pokahorninu. 

Mundu, Þráinn, að það skiptir engu hvort þetta sé eitthvað sem þú lítur á sem verðskuldað eða hvað. Þetta eru listamannalaun, laun sem þú færð  greidd fyrir að vera listamaður (ekki þingmaður), laun sem ríkissjóður borgar. Ef þú ert þingmaður þá er það þitt starf og þú getur verið listamaður on the side. Og þá á þínum forsendum. Það skiptir akkúrat engu neitt annað. Birtingamyndin er allt, sannleikurinn er fyrstur fórnalamba í pólitík. Þú verður að vera maður til að sjá það að það lítur illa út að vera á ríkisjötunni auk þess að vera þingmaður.

Maður leiðir með fordæmi. Sun Tzu sagði: ,,A leader leads by example not by force". Mundu það. Þú getur ekki krafist þess af öðrum því sem þú sjálfur neitar. Það bara gengur engan veginn upp.

 Og mundu, ef þú getur réttlætt listamannalaun ofan á þingfarakaup, þá geta Sjálfstæðismenn sem og Samfylkingafólk réttlætt þá háu styrki sem þau þáðu. Líka styrkina frá FL og Landsbankanum. Þetta var jú allt löglegt og hægt að afsaka, strangt til tekið. Vilt þú vera strangt til tekinn? Held ekki. 


mbl.is Þráinn taki ákvörðun um heiðurslaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirstaða í aðildarviðræðum þegar komin upp á borð

Olli Rehn, stækkunarstjóri ESB, vill meina að við ættum að komast fljótt inn í ESB, en segir að við fáum engar undantekningar, þar á meðal í sjávarútvegsmálum.

Á ruv.is segir "Rehn ræddi við fréttamann þýska viðskiptablaðsins Handelsblatt og lýsti þar skoðunum sínum á hugsanlegri aðild Íslands. Hann útilokaði hvers kyns frávik frá aðildarskilyrðum Evrópusambandsins, einkum í ljósi kreppunnar.
...
Evrópusambandið sé mjög opið fyrir aðildarumsókn Íslands, og Ísland eigi heima í Evrópusambandinu. En landið verði að uppfylla öll skilyrði aðildar og gangast undir reglur sambandsins um sjávarútveg. Frávik komi ekki til greina. "

Þá vitum við afstöðu þessa manns. En ég held samt sem áður að við eigum að sækja um. Fyrr en það er gert vitum við ekki hvað við fáum.

Börn læra það sem fyrir þeim er haft

Ég og Bríet 6 ára dóttir mín erum niðri að horfa á "Get Smart".
Bríet: "Ég er svöng."
Ég: "Farðu þá upp og náðu í eitthvað að borða."
Bríet: "Ég nenni því ekki."
Ég: "Svona, láttu ekki svona."
Bríet: "Sko, mamma fæddi mig. Og stundum er maður líkur mömmu sinni."

Ég: "Hahahahahahaaaaahahahaha. Hahaahahahahahahahahhaaaaa. Arrrhhhggahhhahahahaahahaha!"

Nokkrar góðar tilvitnanir í Douglas Adams og Woody Allen

I love deadlines. I like the whooshing sound they make as they fly by.

Douglas Adams

 

I may not have gone where I intended to go, but I think I have ended up where I needed to be.

Douglas Adams

 

There is a theory which states that if ever anybody discovers exactly what the Universe is for and why it is here, it will instantly disappear and be replaced by something even more bizarre and inexplicable. There is another theory which states that this has already happened.

Douglas Adams

 

He felt that his whole life was some kind of dream and he sometimes wondered whose it was and whether they were enjoying it.

Douglas Adams

 

Nothing travels faster than the speed of light with the possible exception of bad news, which obeys its own special laws.

Douglas Adams

 

Writing is easy. You only need to stare at a piece of blank paper until your forehead bleeds

Douglas Adams

 

To give real service you must add something which cannot be bought or measured with money, and that is sincerity and integrity.

Douglas Adams

 

The mere thought hadn't even begun to speculate about the merest possibility of crossing my mind.

Douglas Adams

 

“I refuse to answer that question on the grounds that I don't know the answer”

Douglas Adams

 `You'd better be prepared for the jump into hyperspace. It's unpleasently like being drunk.'`What's so unpleasent about being drunk?'

`You ask a glass of water.'

Douglas Adams

 

First we thought the PC was a calculator. Then we found out how to turn numbers into letters with ASCII — and we thought it was a typewriter. Then we discovered graphics, and we thought it was a television. With the World Wide Web, we've realized it's a brochure.

Douglas Adams

 

A learning experience is one of those things that says, 'You know that thing you just did? Don't do that.'

Douglas Adams

 

I can't listen to that much Wagner. I start getting the urge to conquer Poland.

Woody Allen

 

I don't want to achieve immortality through my work... I want to achieve it through not dying.

Woody Allen

 

I took a speed reading course and read 'War and Peace' in twenty minutes. It involves Russia.

Woody Allen

 

I'm astounded by people who want to 'know' the universe when it's hard enough to find your way around Chinatown.

Woody Allen

 

If it turns out that there is a God, I don't think that he's evil. But the worst that you can say about him is that basically he's an underachiever.

Woody Allen

 

Interestingly, according to modern astronomers, space is finite. This is a very comforting thought-- particularly for people who can never remember where they have left things.

Woody Allen

 

My education was dismal. I went to a series of schools for mentally disturbed teachers.

Woody Allen

 

Not only is there no God, but try getting a plumber on weekends.

Woody Allen

 

There are worse things in life than death. Have you ever spent an evening with an insurance salesman?

Woody Allen

 

You can live to be a hundred if you give up all the things that make you want to live to be a hundred.

Woody Allen

 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband