Hryllileg afsökun og getuleysi blaðamanna

"Jóhanna Sigurðardóttir sagði í gær að ríkisstjórnin myndi ekki taka hærra hlutfall af vergri landsframleiðslu til sín í gegnum skattkerfið en ríkisstjórn Geirs H. Haarde hefði gert í góðærinu."

Vá, og dettur fréttamönnum ekkert í hug að kafa betur ofan í svona rugl í hæstvirtum forsætisráðherra?

Þegar fé og hlutir ganga kaupum og sölum minni manna tekur skatturinn sitt. Þegar fólk ávaxtar fé sitt tekur skatturinn sitt af því. Þegar fólk flytur inn vörur tekur skatturinn sitt (tollar, vörugjöld o.fl.). Þegar fólk kaupir hús eða tekur lán vegna þess tekur ríkið sitt (stimpilgjöld o.fl.)

Í góðærinu var allt á fullu og hver snerting í kaupum og flutningum fés kostaði skattlagningu. Þetta háa hlutfall á tekjum ríkissjóðs af þjóðarframleiðslu var einmitt vegna brjálæðisins. Sá skattur sem fólk borgaði sjálft með matvörukaupum og í tekjuskatti var bara lítill hluti af þessu 50% af vergri þjóðarframleiðslu.

Núna er allt frosið. Neyslan hefur hrapað, innfluttir bílar eru nærri 0. Byggingavinna hefur nærri stöðvast. Fasteignamarkaður er steindauður nema þegar kemur að breytingum á eignahlutfalli eða húsaskiptum. Fjármagnstekjur (og skattur af þeim) eru brotabrot af því sem var.

Og Jóhanna slær þessu fram sí svona  að "ríkisstjórnin myndi ekki taka hærra hlutfall af vergri landsframleiðslu til sín í gegnum skattkerfið en ríkisstjórn Geirs H. Haarde hefði gert í góðærinu" og að sjálfsögðu fara "blaðamenn" þessa lands ekkert að fara að eltast við þessa fullyrðingu né heldur að kafa betur ofan í hvað þetta þýðir í því sem skiptir máli: Skattaprósentu sem almennir borgarar borga af launum sínum og matarkaupum!!!!!!!  Því þessar tölur voru sannarlega lækkaðar af Geir H. Haarde í góðærinu þó sveitarfélögin hafi sett útsvarið í botn.

Já, magnað hvað maður er ekki hissa á svona andskotans heilaprumpi (e. brainfart) úr ranni ríkisstjórnarinnar. Og auðvitað væri það til of mikils ætlast að "blaðamenn" færu að spyrja erfiðari spurninga og krefjast alvöru svara í stað froðu að hætti Dags B, varaformanns Samfylkingarinnar, sem er listamaður í því að hjúpa svar sitt með froðu, reyk og heitu lofti þannig að hvergi sést í staðreyndir né í raunverulegt svar við spurningu.


mbl.is Kynna skattahækkun eftir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er voðalega erfitt að Sjálfstæðisflokurinn er ekki við völd?

Valsól (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 12:59

2 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Valsól, ég kaus Borgarahreyfinguna í þessum kosningum. Vinsamlegast ekki gera mér upp eitt og annað. Ok?

Sigurjón Sveinsson, 12.5.2009 kl. 13:09

3 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Ekki er hægt að tala um vandaðan fréttaflutning þarna.

Er ekki raunverulega verið að tala um það að allir peningarnir sem komu inn á þessum tíma(skattur banka, öll velta þjóðfélagsins) eigi nú að koma frá almenningi ?
Mér þætti gott að fá að sjá fréttamenn tala við einhvern hlutlausan aðila og átta sig á hvað þetta gæti þýtt í raun. Því við erum að tala um fleiri tug-milljarða sem þjóðfélagið skilaði þá en ekki nú, mismunurinn á fólkið.

Það verður fróðlegt að sjá útfærðar tillögur þegar þær koma, þetta hljómar afar illa eins og lagt er upp með í byrjun.

Carl Jóhann Granz, 12.5.2009 kl. 13:27

4 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Hin vinstri sinnaða Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tekur viðtalið. Getur verið að þar liggi af hverju erfiðar spurningar eru ekki spurðar?

Sigurjón Sveinsson, 12.5.2009 kl. 14:43

5 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Er það ekki sú sama og var með fréttina um fyrsta ríkisstjórnarfundinn á Akureyri og aðaláherslan var á að ráðherrarnir skyldu hafa farið með almenningsflugi en ekki rætt kostnaðinn við að fara norður ásamt gistingu og þess háttar.

Ég sárlega kalla eftir hlutlausri fréttamiðlun, þetta er orðið frekar slappt hjá þeim flestum.

Carl Jóhann Granz, 12.5.2009 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband