Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
29.5.2009 | 18:51
Magnaðar fréttir og áhugaleysi fjölmiðla
Það var fjórða frétt á Stöð 2 áðan að félög tengd Bjöggafeðgum og JÁJ styrktu Samfylkinguna um 40 millur 2006.
30 millurnar frá FL Group gerðu allt vitlaust hérna fyrir kosningar en þessi frétt er fjórða frétt. Og á eftir að deyja fljótt. Enda "blaðamenn" á Íslandi með eindæmum vinstri sinnuð helvíti. Það er búið að vera opinberað margoft.
Já, hræsni, tvískinnungur og Samfylkingarsleikja "fréttamanna" er sorgleg. Hreint út sagt sorgleg. Það sem sjallar eru krossfestir fyrir (réttilega) er varla minnst á þegar Samfylkingin gerir sama eða verra.
En að sjálfsögðu var beðið með þessar fréttir fram yfir kosningar. Að sjálfsögðu. Munum þetta bara í næstu kosningum. Því ekki munu "blaðamenn" muna neitt, þessir aumingjar.
Fjölmiðlamenn landsins: Aumingjar!!!! og Samfósleikjur. Rétt og rangt er afgangs, sannleikurinn er bara eitthvað til að skeina sér á í augum "blaðamanna". Flokksdrættingar, þeir skipta öllu.
![]() |
Samfylkingin aflaði 67 milljóna styrkja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.5.2009 | 08:50
Mikill vill meira
Magnað helvíti, smábátasjómenn fá línuívilnun í gjöf fyrir nokkrum árum, 10% í viðbót af kvóta, og enn fá þeir viðbót.
Kvótakerfið ósanngjarnt? Tja, ekki virðist núverandi stjórn vita hvar sanngirnin liggur.
![]() |
Lengi barist fyrir frelsi til að veiða á handfæri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.5.2009 | 08:45
Erfiðar ákvarðanir, svona er þetta bara
Já, þau voru búin að segja okkur að þetta yrði erfitt. Og þetta er bara svona. Við þurfum að bíta á jaxlinn, taka slaginn í smá tíma og leggjast öll í það verkefni að koma skútunni af stað aftur.
Ekki er ég mikill stuðningsmaður þessarar ríkisstjórnar, en ég get engan veginn fengið mig til að bölva þessari hækkun. "A neccessary evil" eins og einhver sagði.
![]() |
Mjög óvinsælar aðgerðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.5.2009 | 14:37
Skjaldborgariddarar á ferð. Til hamingju Ísland!
Þetta er merkilegt. Ríkisstjórnarparið, Jóhanna og Steingrímur, hafa haft núna fimm mánuði til að forma hlutina, reisa þessa skjaldborg sína sem hún hefur hótað okkur með núna síðan hrunið varð. Hvað hafa þau gert? Jú, greiðslujöfnun. Váááá, lausnin er að taka þá sem gugna undan lánunum, sem hafa vaxið gífurlega undanfarin tvö ár (hvort sem íslenskt er erlent er), leiða skuldara sem gugnar fyrir gerðardóm með "tilsjónarmann", birta nafn viðkomandi í Lögbirtingarblaðinu ásamt þeim sem gjaldþrota eru, og niðurlægja á fleiri máta. Þetta eru lausnirnar sem komið hafa fram. Fyrirtækin eru núna yfirtekin af ríkisbönkunum eitt af öðru, og nú er það síðasta að berja með skjaldborginni á Exista, fyrirtæki sem er BÚIÐ að semja við sína stærstu lánadrottna, sem og lífeyrissjóðina.
Já, það er ekki verið að reisa neina skjaldborg til annars en til að lemja okkur með henni. Og ekki gleyma því að þýskir innlánseigendur Edge eru líka að finna fyrir þessum barsmíðum. Það var búið að ganga frá greiðslum til þeirra, en hei, snillingarnir á Austurvelli fundu ónotaða skjaldborg og börðu á Þjóðverjum með henni og komu í veg fyrir þessa greiðslu með nýjum lögum um fjármálafyrirtæki.
Ekki ætla þeir að láta heldur þar við sitja heldur ráðast á helstu atvinnugrein landsins, og taka jafnt og þétt úr ranni hennar auðlindirnar sem keyptur hafa verið nytjaréttur að með tilheyrandi skuldsettningu. Núna er einmitt tíminn til slíks. Og þessir Hróu Hettir, skjaldborgariddarar, ætla svo að "gera eitthvað réttlátt" með þessa þjóðnýtingu, þó lítið hafi farið fyrir útfærsluhugmyndum. Já, lemjum á "sægreifum" og öðrum "auðjöfrum" (trillukarlar eru s.s. núna "sægreifar") með skjaldborgunum. Já, skjaldborgarriddararnir þekkja ranglætið (kvótakerfið) en hafa þau nokkra hugmynd um í hverju réttlætið er fólgið? Hvaða kerfi kemur í staðinn svo að "sægreifarnir" hinir vondu (trillukarlar t.d.) komist ekki úr skuldaviðjum? Lítið hefur nú farið fyrir því hvernig því verður hagað. Skjaldborgariddarar vita nefnilega ekki hvernig á að tala í lausnum og útfærslum. Þeir tala pólitísku, og þar má ekki nefna sannleikann, staðreyndir. Bara fara fram hjá óþægilegum spurningum, tala út og suður og nógu almennt að skjaldborgaskildir ná engum vörnum gegn skjaldborgahöggum. Skjaldborgafórnarlömb fá heldur engin svör við ánauð sinni og eymd. Bara fleiri skjaldborgahögg og -barsmíðar.
Jóhanna, Steingrímur, Gylfi og aðrir stjórnarliðar eru hér með tilnefndir til reglu hinna dugmiklu skjaldborgariddara*.
*Skjaldborgariddari fer um í nafni réttlætis og jöfnuðar og lemur á veiku fólki og fyrirtækjum með skjaldborg, hertri í eitruðum og innantómum kosningaloforðum og annarri froðu.
![]() |
Ráðuneyti skipta um nöfn og hlutverk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2009 | 08:27
Skjaldborg á ferð
![]() |
Vilja reka forstjóra Exista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.5.2009 | 16:28
Mikið um ekkert enn eina ferðina.
Enn og aftur, enn eina ferðina, segir Jóhanna ekkert í nokkrum setningum. Ekkert. Engar lausnir, engar áherslur, ekkert. Samt var sérstaklega beðið um að hún myndi nú segja eitthvað.
Ah, jú, hún segir að búið sé að koma "okkur" í þessa stöðu. Bíðum við, var hún ekki ráðherra í stjórninni sem kom "okkur" í þessa stöðu?
Ætlar hún að komast hjá því að segja nokkuð með því að benda á eitthvað annað verra? Jóhanna hin hvíta?
Pólitík snýst um að segja ekkert, fullt af engu, en muna að ef eitthvað er sagt, þá kenna öðrum um.
Vá hvað við erum fucked!
Þessi stjórn ætlar að gera það sem síðasta stjórn gerði líka: Segja ekkert, ekki gefa neitt upp nema almennar skýringar. Engar lausnir, engar áherslur. Enginn almennilegur niðurskurður. Sást best þegar fyrsti fundur ríkisstjórnar var haldinn á Akureyri, flogið norður með allt liðið til þess eins að sýna sig og sjá aðra.
Barði maður potta niðri á Austurvelli fyrir þetta vonleysiskjaftæði? Eru þetta heimturnar?
![]() |
Róttækar og erfiðar ákvarðanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.5.2009 | 01:27
Fyrsta sæti - án kostnaðar
Þetta var frábær keppni. Nokkuð mikið af góðum lögum og sæmilega mikið af holdi sást. Og við unnum -án kostnaðar.
Nú þurfa Norðmenn að punga út fimm milljörðum eða svo næsta ár til að halda keppnina. Ekki við.
Jóhanna Guðrún stóð sig rosalega vel, allur hópurinn reyndar, og lagið er hörkugóð ballaða. Þetta er allt að koma, við erum aftur að verða best í heimi. Án kostnaðar.
![]() |
Ísland í 2. sæti í Moskvu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2009 | 10:48
Ah, held ekki. Fór sjálfur á einleikstónleika þegar ég var krakki
Einir fyrstu tónleikarnir sem ég fór á sem barn var með mömmu. Við fórum í Háskólabíó og ég, vanur að sitja aftast í bíó, krafðist þess að sitja aftast líka á þessum tónleikum. Big mistake. En samt, þetta voru einleikstónleikar þó ekki muni ég hver var að spila.
Ég á tvo miða á tónleikana hans Víkings Heiðars á sunnudaginn og ætla að taka þá manneskju sem hefur haft mest áhrif á mig í tónlistarnámi mínu í æsku, ömmu mína, með mér. Hún á það svo sannarlega skilið, sú heiðursfrú.
Já, maður missir ekki af svona tækifæri. Að heyra Víking spila sínar eigin útsetningar á íslenskum lögum (Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns er frábær hjá honum). Og ekki spillir að hann ætlar að spila fjögur verk eftir Chopin, m.a. Ballöðu nr. 4, frábært verk og eitt fallegasta píanóstykki sem ég hef heyrt.
Cziffra plays Chopin Ballade no.4 op.52
Btw, þá fór ég á tónleika Víkings Heiðars þegar hann kom hingað til lands og spilaði Rach 3. ALGER SNILLD!!! Skrifaði um það hér.
Maður fór á nokkra svona tónleika í þá daga. Fór á allavega tvo tónleika Martins Berkofsky, í Þjóðleikshúsinu minnir mig, og svo Evgeny Kissin líka.
Það er alger munaður að fara á svona tónleika. Og ég ætla dekra við eyrun mín á sunnudaginn. Og eyru ömmu.
![]() |
Víkingur Heiðar brýtur blað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.5.2009 | 17:49
"Byggja upp atvinnuvegi" stóð í stjórnarsáttmála
VG er þarna að sýna sitt rétta andlit. Á móti iðnaði, á móti orkuvirkjunum (hvers konar) á móti olíuvinnslu, á móti hvalveiðum, á móti.... og listinn heldur áfram og áfram og áfram. Nei, setjum frekar skatta og skatta og skatta. Neysluskatta t.d. til að stýra neyslu (tíkall á kóklítran).
Hvað sagði í stjórnarsáttmálanum? Búa til störf? Styrkja atvinnulífið? Með hverju? Lofti?
Til hamingju Ísland með vinstri stjórnina. Sem er föst í 2007 lúxusafstöðu.
Það er ágætt að hugsa ekki mikið um pólitík þessa dagana og gleyma sér í pólitískri fáfræði. Annars grípur mann bara ofsaótti, skelfing og vonleysi, því ekki virðist þessi ríkisstjórn hafa nokkur úrræði sem bíta á kreppuna þessa dagana. Nema ESB. Sem er ekki lausn heldur lyfleysa.
![]() |
Neitar að staðfesta breytingar á skipulagi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.5.2009 | 15:28
Gott að hafa forgangsatriðin á hreinu
Já, Ungir Vinstri Grænir vita hvað snýr upp og niður í samfélaginu í dag. Þvagfæri beigí. Þvagfæri. Ekki efnahagsmál, gjaldeyrismál, siðferði, heimilin, skuldir, atvinnuvegirnir. Nei,kyn þeirra sem eru ráðherrar. Ekki hæfni, hæfileikar, þekking þeirra né menntun. Ekki hvort möguleiki hvort þetta blessaða fólk hafi glóru um hvað þau eru að gera (svona eins og Björgvin og Geir höfðu ekki hugmynd í aðdraganda hrunsins). Nei, það sem skiptir máli eru hvort þetta fólk sé til jafns konur og karlar.
UVG. Magnað fólk.
![]() |
Ósátt við kynjaskiptingu í ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |