Magnaðar fréttir og áhugaleysi fjölmiðla

Það var fjórða frétt á Stöð 2 áðan að félög tengd Bjöggafeðgum og JÁJ styrktu Samfylkinguna um 40 millur 2006.

30 millurnar frá FL Group gerðu allt vitlaust hérna fyrir kosningar en þessi frétt er fjórða frétt. Og á eftir að deyja fljótt. Enda "blaðamenn"  á Íslandi með eindæmum vinstri sinnuð helvíti. Það er búið að vera opinberað margoft.

Já, hræsni, tvískinnungur og Samfylkingarsleikja "fréttamanna" er sorgleg. Hreint út sagt sorgleg. Það sem sjallar eru krossfestir fyrir (réttilega) er varla minnst á þegar Samfylkingin gerir sama eða verra.

En að sjálfsögðu var beðið með þessar fréttir fram yfir kosningar. Að sjálfsögðu. Munum þetta bara í næstu kosningum. Því ekki munu "blaðamenn" muna neitt, þessir aumingjar.

Fjölmiðlamenn landsins: Aumingjar!!!! og Samfósleikjur.  Rétt og rangt er afgangs, sannleikurinn er bara eitthvað til að skeina sér á í augum "blaðamanna". Flokksdrættingar, þeir skipta öllu.


mbl.is Samfylkingin aflaði 67 milljóna styrkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

Það er áhugaverðari spurning hvort að Sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn ætli að birta sambærilegar upplýsingar úr sýnu bókhaldi. Þessir tveir flokkar hafa ekki birt söfnunarfé aðildarfélaga sinna fyrir árið 2006.Það er rétt að hafa það í huga í því samhengi að báðir þessara flokka töfðu það von úr viti að birta heildaryfirlit sitt fyrir árið 2007 þar sem að það tók svo mikinn tíma að ná í upplýsingar um fjárframlög til aðildarfélaganna. Er einhver ástæða til þess að ætla að það hafi verið eitthvað minna umfang fyrir árið 2006? Það yrði afar áhugavert að sjá fjárframlög fyrirtækja til íhaldsins í Reykjavík kosningaárið 2006.

Það hlýtur að vera krafa til annarra flokka að þeir birti sömu upplýsingar og samfylkingin er búinn að birta.

Þórir Hrafn Gunnarsson, 29.5.2009 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband