Og hvað með réttindin? Eru þau verðlaus?

Það er magnað að sjá/heyra hvað "fréttamenn" virðast vera óhæfir í að spyrja spurninga. Í kvöld var einn opinber starfsmaður ("fréttamaður" fréttastofu RUV) að taka viðtal við formann stéttarfélags ríkisstarfsmanna og þar þusaði þessi blessaður formaður um hvað dregist hafi saman með ríkisstarfsmönnum og opinberum starfsmönnum. En það er ekki alls kostar rétt.

Fólk á almennum markaði býr ekki við nánda nærri sömu vernd gegn uppsögnum og opinberir starfsmenn gera. Ekki hafa þeir heldur sömu lífeyrisréttindi, enn langt í land þar. Þar fyrir utan eru mjög margir ellilífeyrisþegar í dag í A-flokki. Sem þýðir það að ef laun hækka hjá opinberum starfsmanni, hækka lífeyrir þeirra sem gegndu sama/sambærilegu starfi og eru í A-flokki, því lífeyrir er í beinu hlutfalli af kjarasamningum.

En þessu "gleyma" forsvarsmenn opinberra starfsmanna að nefna þegar dregur nær samningum og kjarabaráttan hefst. Og "fréttamenn" hjá hinu opinbera RUV passa að spyrja ekki nærgöngulla spurninga, þeir eru nebblega svo óhlutdrægir Grin.

Það má til gamans minnast á það að starfsöryggi opinberra starfsmanna er svo mikið að vita vonlaust er að segja upp vonlausum starfskrafti sem ekki helst í starfi á venjulegum atvinnumarkaði. Því grípa stjórnendur opinberra fyrirtækja/stofnanna til þess óyndisúrræðis að leggja þessa óhæfu starfsmenn í einelti, í von um að þeir hætti sjálfir, og hægt verði að ráða hæft fólk í staðinn. Þetta er því miður staðreynd og tölur af einelti á vinnustað hjá hinu opinbera sýna það. 


mbl.is Allt að 30% launamunur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Einstaklega "málefnaleg umræða" - sérstaklega þessi um eineltið! Hvaðan ætla þessir "opinberu" stjórnendur að ráða "hæft" fólk?

Valgerður Halldórsdóttir, 17.9.2007 kl. 23:20

2 Smámynd: Baldvin Z

Þú ert að rugla saman A-deild og B-deild LSR. Það eru b-deildingarnir sem eru á eftirmannareglu

Baldvin Z, 18.9.2007 kl. 07:12

3 identicon

Heyr heyr....

Sturla Þorvaldsson (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband