Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
14.8.2007 | 10:02
Píslavottavæðing Saving Iceland rústar gildi baráttunnar.
Steinunn: Í mínum huga þá er ég ekki sek vegna þess að þetta var.. þetta eru mótmæli gagnvart því sem við erum ósátt við og mótmæli, hingað til, hefðin að mótmæla er alltaf sú að breyta einhverju og það sem sagt að leyfa manni að hafa einhverja tilfinningu fyrir því að það sé eitthvað lýðræðislegt, sem sagt, hérna, vald sem maður hefur til þess að breyta einhverju, það er bara ekki til staðar og um leið og maður finnur að maður nýtir þetta... þennan sem sagt, kost, að þá er um leið gripið til aðgerða eins og þessa, að setja mann í fangelsi.
Spurt: en er þetta ekki ofureinföldun á flókinni heimsmynd, samfélagsgerð?
Anna Björk Einarsdóttir: "Kannski, en stundum þurfum við að einfalda hlutina til að sjá hvað skiptir máli".
ég meina ég get ekki stöðvað lögregluna, og þá valdhafa sem lögreglan starfar fyrir, að setja mig í fangelsi. Ég get ekki stöðvað þá. En ég get staðið við mitt, sem er það að standa algerlega við mitt, og taka þá þeim afleiðingum.
Spurt: Og er það þess virði?
Steinunn: Já mér finnst það. Algerlega.
Spurt: og fyrir hverju eruð þið að berjast?
Steinunn: Við erum að berjast fyrir breyttum heimi.
Lögreglan fyrst og fremst er að þjóna hagsmunum þeirra sem ráða, stjórnvalda, og gæta þeiurra hagsmuna. Og í þeim skilningi voru þeir bara að vinna vinnuna sína. Þetta er náttúrulega fyrst og fremst barátta gegn því valdi sem virðist bara troða öllu um tær.
Spurt: En er þetta ekki doldið einföld nálgun og útópísk?
Steinunn: Ég myndi náttúrulega ekki vera í þessari baráttu ef ég myndi halda að þetta væri útópískt og barnalegt. Ég held, ég trúi því að það sé hægt að breyta heiminum og við beitum þeim aðferðum sem okkur er völ á.
Ég hef ekkert út á það að hún skuli mótmæla. Ég hef ekkert á móti hennar skoðunum (þó ég sé henni ósammála) og eiginlega ber ákveðn virðingu fyrir þeim sem berjast fyrir sínum málstað af slíkri ástríðu. En það er eitt sem sker í mín augu og eyru og það er píslavottavæðingin sem skín hér í gegn. Hún eyðileggur allt, finnst mér.
Á ensku er máltæki: If you can't do the time, don't do the crime. Þessir einstaklingar sem hafa ákveðið að sitja inni í stað þess að borga sekt, ákváðu þetta sjálf. Þau höfðu val og fyrsta val fyrir þau var að borga sekt. En þau ákváðu að sitja inni í staðinn. Þar af leiðandi er út í hött að halda því fram að lögreglan eða yfirvaldið sé að setja þau í fangelsi. Þau áttu sjálf völina og eiga því líka sjálf kvölina. Fyrir utan þá staðreynd að þau vissu hverjar afleiðingarnar gætu orðið í upphafi. Í upphafi skyldi endirinn skoða, stendur einhvers staðar.
Annað: Steinunn segist líta á sig sem saklausa vegna hugsjóna sinna. Þetta þykir mér alger firra, svo vægt sé til orða tekið. Þau vita nákvæmlega hvað mun gerast þegar þau fara út í þessi mótmæli, þessar aðgerðir. Aðgerðirnar sem þau gripu til eru sumar ólöglegar og þau hljóta að gera sér grein fyrir því. Þau hljóta líka að átta sig á því að lögreglan mun mæta og handtaka þá er brjóta lög, sem svo mun kannski leiða til ákæru og dóms. Ef ekki, þá eru þau barnalegir kjánar (sem ég held að þau séu ekki). En af hverju halda þau að þau séu yfir lögin hafin? Mér t.d. misbíður ný refsiákvæði í umferðalögum sem heimila upptöku bíla. Það þýðir ekki að ég haldi það að ef ég fer og keyri á 200 km hraða og er tekinn, sektaður, sviptur og bíllinn tekinn af mér, að þá sé ég saklaus af hraðakstri, bara af því að mér mislíkar einhver lög. Ég fer ekki og væli í fjölmiðlum yfir örlögum mínum þegar ég veit fullvel að afleiðingin af gjörðum mínum er engum öðrum að kenna en mér sjálfum. Ég yrði leiður fyrir endalokunum en svona er bara lífið, maður verður að axla ábyrgð á gjörðum sínum keikur og knarreistur ef prinsipp rekur mann út í þetta. Taka þessu eins og maður.
Þessi afstaða hennar, og sennilega fleiri í þessum hóp, að láta eins og að yfirvaldið sé svona vont við þau, sýnist mér snúast um píslavottavæðingu þessa blessaða fólks. Ég veit ekki með þau en fyrir mitt leyti þá verður að vera 100% æra í þessu, heiður og prinsipp. Og maður selur ekki prinsipp sí svona. En það finnst mér þau vera að gera með því að forðast það að axla sína ábyrgð. Að taka afleiðingum gjörða sinna, sem þau gerðu sér grein fyrir í upphafi, keik og knarreist. Nei, það er ákveðið að væla í Kastljósinu. Þetta þykir mér setja svartan blett á þetta hjá þeim.
Maður hefði sagt við sig "Þetta er sko hugsjónarfólk sem ég ber mikla virðingu fyrir" ef þau hefðu sleppt því að gera sig svona að píslavottum, sem eru sendir, saklausir, af vonda ríkisvaldinu í tugthús.
Nei, þau gripu til aðgerða sem hafa afleiðingar skv. landslögum í lýðræðis- og réttarríki. Ef þau hefðu bara sagt "Þetta er okkar val, á okkar ábyrgð, allt gert fyrir málstaðinn" þá hefði maður verið stoltur fyrir þeirra hönd, og dáðst að hugrekkinu. En þessi píslavottavæðing og væl yfir grimma, vonda kallinum, hvað allir eru vondir og eru að senda þau, saklaus, í fangelsi? Nei, þetta margfaldar allt þeirra verk með -1. Sem er mikil synd, þetta byrjaði svo vel.
13.8.2007 | 15:12
Þetta minnir mig á Norðurvíking 2001...
Nema hvað, það voru herstöðvaandstæðingar sem mótmæltu þessu öllu saman og eltu þá hermenn sem tóku þátt í Norðurvíkingi og trufluðu æfingarnar. Ég veit þetta ágætlega því ég sá þetta gerast með eigin augum, rétt hjá þeim stað sem nú er Hellisheiðarvirkjun. Nema hvað, æfingunni var hætt fyrr en ætlað var vegna mótmælanna. Frábært, andstæðingarnir hröktu þessa æfingu í að hætta fyrr en áætlanir stóðu til um.
2-3 mánuðum síðar var fjórum farþegaflugvélum rænt í Bandaríkjunum, tveim flogið á Tvíburaturnana í Manhattan og einni á Pentagon. Við vitum öll hverjir voru að verki þar og hvað hefur gerst síðan. Hmmmm, getur verið að þessi Norðurvíkingur hafi ekki verið að ástæðulausu?
Stebbi, I love you baby, en getur verið að þessar æfingar séu nauðsynlegar? Og annað, ég vona að ekki sé fylgni í viðburðum og að við eigum því von á massífum hryðjuverkum eftir 2-3 mánuði. Bush má ekki fá aðra ástæðu til að gera heiminn enn verri en hann er í dag, no thanks to him.
Og þessi vísun Stefáns í það, að hermenn sem þjálfa hér, muni nota þá þjálfun í Írak, er bara hreint út sagt út í hött. Mér þótti þessi vísun lýsa fáfræði Stefáns, og við vitum öll að hann er allt annað en fáfróður. Þar af leiðandi mætti frekar halda að þarna sé verið að fabúlera einhver rök sem hreint út sagt halda ekki vatnsdropa, bara til að mála svarta mynd af þessum æfingum.
![]() |
Hernaðarandstæðingar mótmæla varnaræfingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2007 | 13:27
Verður hún málsvari allra eða bara kvenna?
Verður hún málsvari allra eða bara kvenna? Hún er vissulega hokin reynslu og vel að starfinu komin, glæsilegt val þarna hjá Jóhönnu Sigurðardóttir, en vá, hvað þetta er einlitt cv. Kvenna þetta, kvenna hitt.
Það er nefnilega misskilningur að karlmenn hafi allt og þurfi ekki að sækja neitt í jafnréttisbaráttunni. Fjölskyldumál er sá málaflokkur þar sem karlmenn hafa alltaf þurft að þola skertan hlut og þá sérstaklega í forræðismálum barna. Þar að auki er sú mýta í gangi núna að hægt sé að ræða fjálglega um hvað karlmenn nauðgi mikið án þess að það skapi fordóma gegn karlmönnum, sem svo hefur áhrif á aðgengi þeirra að "kvennastörfum" eins og t.d. í leikskólum, án fordóma.
Jafnrétti snýst ekki bara um störf og laun heldur einnig um jöfn réttindi til barna sinna og starfa með börnum.
![]() |
Kristín Ástgeirsdóttir skipuð framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.8.2007 | 18:01
Lygi, haugalygi, tölfræði hjá koppaþefandi forvitnispúkum
Hver er forsendan fyrir þessum útreikningum hjá þeim? Heildarútsvar skv álagningarseðlum. Og koppaþefandi forvitnispúkar falla í þá gryfju að draga þá ályktun að þetta sé þá það sem þetta fólk hefur í mánaðarlaun. Sem er ekki endilega rétt. Þetta er sú tala sem gefin var upp til skatts síðasta ár, ekki endilega mánaðarlaun, heldur summan af öllu heila klabbinu.
Ég þekki einn mann sem var í nokkur ár framkvæmdastjóri fyrirtækis sem hafði 300+ starfsmenn í framlínustörfum. Hann var vel liðinn og var á sæmilegum launum. En eitt árið fékk hann greiddan uppsafnaðan árangurstengdan bónus fyrir nokkur ár og skattatölur hans árið eftir, skv. álagningarseðli, sýndu fram á að hann væri 1,5 milljón á mánuði. Sem var fjarri hinu sanna. En þegar koppaþefandi forvitnispúkar voru búnir að þefa uppúr koppum skattmanns og fá sitt, þá héldu starfsmenn þessa framkvæmdastjóra að þau laun sem Frjáls Verslun gaf upp, væru mánaðarlaun hans.
Verði Frjálsri Verslun að góðu.
Annars er ég stoltur starfsmaður Kaupþings banka og er glaður yfir því að forstjórinn, sem hefur leitt bankann, ásamt Sigurði Einarssyni, upp í að vera 142. stærsti banki í heimi, og besti bankinn á norðurlöndum, skv. bankatímaritinu Euromoney, sé á svona góðum launum. Hann á þau svo sannarlega skilið.
![]() |
Hreiðar Már með hæstu tekjurnar samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.8.2007 | 11:30
Börnin byrja í nýjum leikskóla
Aðlögun byrjaði sem sagt og ég fór með Bríeti (þó ég sé enn lasinn) og Þengill var í fylgd mömmu sinnar. Dagurinn í leikskólanum var bara 40 mínútur en Bríeti tókst að sýna hvað hún er mikill snillingur eina ferðina enn. Hún var spurð af því hvenær hún ætti afmæli (2. júní) og hún fann ekki orðið sem passaði við framburðinn á 2. (annar) júní og kom því með orð sem passaði næstum því og svaraði: "Næsti júní".
26.7.2007 | 10:25
Hvað er hneykslisfíkill?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.7.2007 | 09:51
Af hraðafíkn og vandamálavæðingu þjóðfélagsbessevissera
Nú er það svo að það eru fleiri en ég sem hafa gaman af hraðakstri, hvort sem er á bíl eða mótorhjóli. Og gefa í á götum landsins, hvort sem er innanbæjar eða utanbæjar. Ekki ætla ég að réttlæta þá sem keyra langt yfir hraðatakmörkunum en mikið afskaplega er ég orðinn leiður á þessum helvítis kór sem byrjar að spyrða fíkn við hraðakstur, svona til að gera þetta enn neikvæðara og til að gefa í skyn að þeir sem hafa gaman af hraðakstri eigi við einhver persónuleg vandamál að stríða.
Já, það er núna mjög vinsælt að tengja fíkn við allan andskotann. Meir að segja þegar menn og konur vilja gera eitthvað sem þau hafa gaman af, þá er farið að tala um fíkn. Má þá ekki segja sem svo að Michael Schumacher sé forfallinn fíkill? Valentino Rossi líka? Strákarnir í Top Gear einnig? Hvað með alla sem horfa á Formúlu 1?
Um daginn kom Niko Rossberg hingað til lands til að keyra Williams F1 bíl í Smáralind. Ég fór með dóttur minni að horfa á, og hún hafði mjög gaman af þessu. Er ég núna voða vont foreldri því ég er að gera dóttur mína að fíkli?
Í guðanna bænum, hættið að tala um hraðafíkn. Það er ekkert til sem heitir hraðafíkn, því ef svo er þá er fallhlífastökk fíkn, þá er golf fíkn, fótbolti, tölvuleikir og hvaðeina sem fólk hefur mikla ástríðu fyrir og stundar af ákefð. Reynið frekar að mæla fyrir því að stjórnvöld auðveldi fyrir og flýti fyrir opnun og smíði Iceland motopark. Þar sem ég og fleiri, sem hofum gaman af því að keyra öflug ökutæki, getum fengið aðstöðu til að stunda akstursíþróttir af alvöru.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2007 | 22:09
Nú, er Englandsdrotting "drottning"?
Ég var ekki viss um að Englandsdrottning væri "drottning" í þeim skilningi orðsins. Reyndar hefur mér þótt Beta doldið karlmannleg sem kona, eða ljót, en nú er komið í ljós að grunur minn um að Beta væri "drottning" var á rökum reistur. Og svo kemur í ljós einnig þessa dagana að hún er að "stappa stálinu" í þegna sína. Ja hérna hér, úrkynjunin getur varla orðið meiri....
![]() |
Englandsdrottning stappar stálinu í þjóðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2007 | 14:35
Ákaflega mikilvæg frétt af Lúkas
Þetta er álíka merkilegt og fréttir af París Hilton. Akkúrat ekki-merkilegt.
![]() |
Lúkas kominn heim |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.7.2007 | 10:02
Congrats (Saving) Iceland, allt í lukknar velstandi - tékkið heimildir
Þessi frétt er ekki um könnun heldur niðurstöðu á útreikningum samtakanna New Economics Foundation and Friends of the Earth. Þessi samtök búa saman til svokallaðan Happy Planet Index sem er reiknaður út frá hagtölum landanna. Forsendur reikninga virka samt á mig eins og að þessi frétt sé svolítið misvísandi því að hamingja Íslendinga er ekki útkoman úr útreikningum heldur hversu plánetan og menn lindir vel saman hér á Íslandi. Það sem er forsenda fyrir þessum stuðli eru þrjú atriði: Lífsánægja, lífslíkur og umhverfismál.
Stuðullinn er því niðurstaða úr útreikningi:
Lífsánægja * lífslíkur
umhverfismál
Því má segja að Saving Iceland hafi nú enn eitt tilefnið til að dansa, syngja og skemmta sér á götum Reykjavíkur. Fagna lífinu og hvað það er æðislegt að búa á Íslandi, í lífshamingulegum og umhverfislegum skilningi Kannski löggurnar geti núna líka glaðst með þeim.
Make love, not war.
Fyrir fréttamenn. Í framtíðinni, skoðið aðeins betur heimildir. Því á heimasíðu Happy Planet Index stendur berum orðum:
The Index doesnt reveal the happiest country in the world. It shows the relative efficiency with which nations convert the planets natural resources into long and happy lives for their citizens. The nations that top the Index arent the happiest places in the world, but the nations that score well show that achieving, long, happy lives without over-stretching the planets resources is possible. The HPI shows that around the world, high levels of resource consumption do not reliably produce high levels of well-being (life-satisfaction), and that it is possible to produce high levels of well-being without excessive consumption of the Earths resources. It also reveals that there are different routes to achieving comparable levels of well-being. The model followed by the West can provide widespread longevity and variable life satisfaction, but it does so only at a vast and ultimately counter-productive cost in terms of resource consumption.
Það er hálf sorglegt ef tölvunjörðurinn ég, með próf í slíku (tölvunarfræðingur), stendur sig betur en fréttamaður í að lesa sig til um fréttir og kanna heimildir. Það þarf ekki mikið til, bara smá pungapróf í gúgglun.
![]() |
Íslendingar hamingjusamastir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)