13.8.2007 | 15:12
Þetta minnir mig á Norðurvíking 2001...
Nema hvað, það voru herstöðvaandstæðingar sem mótmæltu þessu öllu saman og eltu þá hermenn sem tóku þátt í Norðurvíkingi og trufluðu æfingarnar. Ég veit þetta ágætlega því ég sá þetta gerast með eigin augum, rétt hjá þeim stað sem nú er Hellisheiðarvirkjun. Nema hvað, æfingunni var hætt fyrr en ætlað var vegna mótmælanna. Frábært, andstæðingarnir hröktu þessa æfingu í að hætta fyrr en áætlanir stóðu til um.
2-3 mánuðum síðar var fjórum farþegaflugvélum rænt í Bandaríkjunum, tveim flogið á Tvíburaturnana í Manhattan og einni á Pentagon. Við vitum öll hverjir voru að verki þar og hvað hefur gerst síðan. Hmmmm, getur verið að þessi Norðurvíkingur hafi ekki verið að ástæðulausu?
Stebbi, I love you baby, en getur verið að þessar æfingar séu nauðsynlegar? Og annað, ég vona að ekki sé fylgni í viðburðum og að við eigum því von á massífum hryðjuverkum eftir 2-3 mánuði. Bush má ekki fá aðra ástæðu til að gera heiminn enn verri en hann er í dag, no thanks to him.
Og þessi vísun Stefáns í það, að hermenn sem þjálfa hér, muni nota þá þjálfun í Írak, er bara hreint út sagt út í hött. Mér þótti þessi vísun lýsa fáfræði Stefáns, og við vitum öll að hann er allt annað en fáfróður. Þar af leiðandi mætti frekar halda að þarna sé verið að fabúlera einhver rök sem hreint út sagt halda ekki vatnsdropa, bara til að mála svarta mynd af þessum æfingum.
![]() |
Hernaðarandstæðingar mótmæla varnaræfingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2007 | 14:01
Það er ekki sama hvort er, Ferrari eða McLaren
Það er ekki sama hvort er kært og hver fær refsingu í F1, Ferrari eða ekki-Ferrari.
![]() |
McLaren heldur áfrýjun refsingar í Búdapest til streitu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt 14.8.2007 kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.8.2007 | 12:38
Elsti núlifandi Íslendingurinn er látinn
Bloggar | Breytt 14.8.2007 kl. 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2007 | 13:27
Verður hún málsvari allra eða bara kvenna?
Verður hún málsvari allra eða bara kvenna? Hún er vissulega hokin reynslu og vel að starfinu komin, glæsilegt val þarna hjá Jóhönnu Sigurðardóttir, en vá, hvað þetta er einlitt cv. Kvenna þetta, kvenna hitt.
Það er nefnilega misskilningur að karlmenn hafi allt og þurfi ekki að sækja neitt í jafnréttisbaráttunni. Fjölskyldumál er sá málaflokkur þar sem karlmenn hafa alltaf þurft að þola skertan hlut og þá sérstaklega í forræðismálum barna. Þar að auki er sú mýta í gangi núna að hægt sé að ræða fjálglega um hvað karlmenn nauðgi mikið án þess að það skapi fordóma gegn karlmönnum, sem svo hefur áhrif á aðgengi þeirra að "kvennastörfum" eins og t.d. í leikskólum, án fordóma.
Jafnrétti snýst ekki bara um störf og laun heldur einnig um jöfn réttindi til barna sinna og starfa með börnum.
![]() |
Kristín Ástgeirsdóttir skipuð framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.8.2007 | 18:01
Lygi, haugalygi, tölfræði hjá koppaþefandi forvitnispúkum
Hver er forsendan fyrir þessum útreikningum hjá þeim? Heildarútsvar skv álagningarseðlum. Og koppaþefandi forvitnispúkar falla í þá gryfju að draga þá ályktun að þetta sé þá það sem þetta fólk hefur í mánaðarlaun. Sem er ekki endilega rétt. Þetta er sú tala sem gefin var upp til skatts síðasta ár, ekki endilega mánaðarlaun, heldur summan af öllu heila klabbinu.
Ég þekki einn mann sem var í nokkur ár framkvæmdastjóri fyrirtækis sem hafði 300+ starfsmenn í framlínustörfum. Hann var vel liðinn og var á sæmilegum launum. En eitt árið fékk hann greiddan uppsafnaðan árangurstengdan bónus fyrir nokkur ár og skattatölur hans árið eftir, skv. álagningarseðli, sýndu fram á að hann væri 1,5 milljón á mánuði. Sem var fjarri hinu sanna. En þegar koppaþefandi forvitnispúkar voru búnir að þefa uppúr koppum skattmanns og fá sitt, þá héldu starfsmenn þessa framkvæmdastjóra að þau laun sem Frjáls Verslun gaf upp, væru mánaðarlaun hans.
Verði Frjálsri Verslun að góðu.
Annars er ég stoltur starfsmaður Kaupþings banka og er glaður yfir því að forstjórinn, sem hefur leitt bankann, ásamt Sigurði Einarssyni, upp í að vera 142. stærsti banki í heimi, og besti bankinn á norðurlöndum, skv. bankatímaritinu Euromoney, sé á svona góðum launum. Hann á þau svo sannarlega skilið.
![]() |
Hreiðar Már með hæstu tekjurnar samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.8.2007 | 11:30
Börnin byrja í nýjum leikskóla
Aðlögun byrjaði sem sagt og ég fór með Bríeti (þó ég sé enn lasinn) og Þengill var í fylgd mömmu sinnar. Dagurinn í leikskólanum var bara 40 mínútur en Bríeti tókst að sýna hvað hún er mikill snillingur eina ferðina enn. Hún var spurð af því hvenær hún ætti afmæli (2. júní) og hún fann ekki orðið sem passaði við framburðinn á 2. (annar) júní og kom því með orð sem passaði næstum því og svaraði: "Næsti júní".
1.8.2007 | 11:21
snýkjudýr kvarta þegar hýsillin vill vera laus við þau
Segir þetta ekki allt sem segja þarf?
![]() |
Ljósmyndari segir Britney hafa hent í sig pela |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 14.8.2007 kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2007 | 16:36
Ferrari beitir öllum brögðum til að vinna, eins og vanalega
Nú liggur það fyrir að ef McLaren fær refsingu mun það að öllum líkindum færa Ferrari heimsmeistaratitilinn á silfurfati, jafnvel næsta ár líka. Þetta vita þeir hjá Ferrari og því er hringt í vin Ferrari, Max Mosley, og hann beðinn um að sýna vinum sínum þann greiða að sjá til þess að enn eina ferðina fái Ferrari forgjöf í ákvörðunum dómara FIA.
Á sama tíma bendir ekkert til þess að þau gögn sem Mike Coughlan hafði undir höndum hafi á nokkurn hátt verið notuð við hönnun McLaren bílsins.
Ég var með smá taugar til Ferrari á þessu ári því Raikkonen fór þangað en held að þær taugar séu orðnar visnar.
![]() |
FIA áfrýjar njósnamálinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt 14.8.2007 kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.7.2007 | 10:25
Hvað er hneykslisfíkill?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.7.2007 | 09:51
Af hraðafíkn og vandamálavæðingu þjóðfélagsbessevissera
Nú er það svo að það eru fleiri en ég sem hafa gaman af hraðakstri, hvort sem er á bíl eða mótorhjóli. Og gefa í á götum landsins, hvort sem er innanbæjar eða utanbæjar. Ekki ætla ég að réttlæta þá sem keyra langt yfir hraðatakmörkunum en mikið afskaplega er ég orðinn leiður á þessum helvítis kór sem byrjar að spyrða fíkn við hraðakstur, svona til að gera þetta enn neikvæðara og til að gefa í skyn að þeir sem hafa gaman af hraðakstri eigi við einhver persónuleg vandamál að stríða.
Já, það er núna mjög vinsælt að tengja fíkn við allan andskotann. Meir að segja þegar menn og konur vilja gera eitthvað sem þau hafa gaman af, þá er farið að tala um fíkn. Má þá ekki segja sem svo að Michael Schumacher sé forfallinn fíkill? Valentino Rossi líka? Strákarnir í Top Gear einnig? Hvað með alla sem horfa á Formúlu 1?
Um daginn kom Niko Rossberg hingað til lands til að keyra Williams F1 bíl í Smáralind. Ég fór með dóttur minni að horfa á, og hún hafði mjög gaman af þessu. Er ég núna voða vont foreldri því ég er að gera dóttur mína að fíkli?
Í guðanna bænum, hættið að tala um hraðafíkn. Það er ekkert til sem heitir hraðafíkn, því ef svo er þá er fallhlífastökk fíkn, þá er golf fíkn, fótbolti, tölvuleikir og hvaðeina sem fólk hefur mikla ástríðu fyrir og stundar af ákefð. Reynið frekar að mæla fyrir því að stjórnvöld auðveldi fyrir og flýti fyrir opnun og smíði Iceland motopark. Þar sem ég og fleiri, sem hofum gaman af því að keyra öflug ökutæki, getum fengið aðstöðu til að stunda akstursíþróttir af alvöru.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)