10.9.2007 | 15:20
Ítalir samir við sig...
Þegar þeir eru ekki uppteknir við að fiska aukaspyrnur og/eða vítaspyrnur með leikrænum föllum í knattspyrnunni þá eru þeir að ljúga uppá McLaren "sönnunargögnum" svo að líklegra verði að liðið, sem virðist vera að sigra í Formúlunni þetta árið, verði dæmt úr keppni (og þá verður Ferrari meistari í staðinn). Tilgangurinn helgar meðalið, sama hversu óheiðarlegt og rotið meðalið er.
Málið var hið vandræðalegasta fyrir McLaren meðan að málið var í rannsókn. Svo snéri FIA öllu við hjá McLaren (með fullu leyfi McLaren) til að komast að öllu í þessu máli. Og hver var niðurstaðan? Jú, McLaren var dæmt sekt vegna þess að það ber ábyrgð á starfsmanni sínum, en fékk enga refsingu vegna þess að ekkert, EKKERT, fannst sem benti til annars en þess sem McLaren menn höfðu haldið fram: Að liðið hefði ekki vitað um þessi gögn (fyrir utan þennan eina starfsmann) og hefði ekki notað þau gögn á nokkurn hátt sér til framdráttar.
Þetta var vandræðalegt fyrir McLaren.
En svo kemur eftirleikurinn og hann er hreint út sagt ömurlegur fyrir Ferrari. Ferrarimenn væla í Max Ferrari Mosley, sem ákveður að halda áfram með málið, enda stekkur hann af stað þegar Ferrari bara minnist á eitthvað.
Svo kemur skítaskömmin þessa helgi. Upplognar fréttir um að Alonso og de la Rosa hafi notað gögnin frá Ferrari, sem og þáttur saksóknara í Ítalíu til að trufla McLaren keppnishelgina í Monza. Sem McLaren menn svara með því að vinna tvöfalt.
Annars minnir þetta mig á brandara sem ég heyrði fyrir mörgum árum síðan:
HEAVEN is when
The police is English
The cook is French
The mechanics is German
The lover is Italian
Everything is organized by Swiss
And there are absolutely NO Belgium drivers
HELL is when
The police is German
The cook is English
The mechanics is French
The lover Swiss
The driver Belgium
and everything is organized by Italians
Þetta er ástæðan fyrir því að ég hef aldrei haft mikið álit á Ferrari. Þeir framleiða góða sportbíla en sem keppnismenn eru þeir einum of rotnir fyrir minn smekk. Og á sérsamningi hjá FIA.
![]() |
Ítalskur blaðamaður falsaði fréttina um tölvupóst ökuþóra McLaren |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.9.2007 | 11:54
Skyldi vera reiði í Ísrael yfir palestínsku börnunum...
Ah, auðvitað ekki, fyrir Ísraelsmönnum eru Palestínumenn óæðri og þar af leiðandi óþarfi að gráta óæðri börn, drepin af Guðs útvöldu þjóð.
Af einhverjum ástæðum hef ég akkúrat enga samúð með Ísraelsmönnum þegar ógæfan dynur á þeim.
![]() |
Reiði vegna flugskeytaárásar á leikskóla í Ísrael |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
...og mótmæla kröftuglega ráðningu Steingríms, halda mótmælafundi á kaffistofunni, leggja nýja fréttastjórann í einelti dag og nótt, fara í alls kyns umræðuþætti og níða Steingrím í beinni. Elta hann á röndum þegar hann mætir í vinnuna með myndavél og senda það út í fréttum, taka Steingrím í viðtal þar sem hann er spurður hreint út sagt fáránlegum spurningum svo hann segi eitthvað vitlaust kannski (eins og t.d. hittir þú Jón Ásgeir á kaffihúsi í gær) og þá er fréttastofa Stöðvar 2 komin á stall með "virðulegustu fréttastofu landsins".
Fréttastofa Stöðvar 2 getur líka gert betur, bara hreinlega tjargað Steingrím og fiðrað, það eina sem RUV gerði ekki til að niðurlægja Auðunn algerlega. Steingrímur vann jú fyrir Halldór Ásgrímsson, það er auðveldara að fullyrða að hann sé Framsóknarmaður (og þar með rétttjarganlegur) en Auðunn á sínum tíma.
![]() |
Steingrímur: Ekki pólitísk ástæða fyrir uppsögn Þóru Kristínar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2007 | 10:34
Dagur B. Eggertsson veldur mér reglulega vonbrigðum
Dagur B. Eggertsson er gáfaður maður. Samt fer hann stundum með slíkt bull í fjölmiðla að maður stendur bara gapandi og veltir fyrir sér hvort hann sé svona vitlaus eða hvort hann sé að ljúga.
Í Kastljósi í gær átti sér stað eitt svona brainfart frá Degi B. Eggertssyni. Málefnið var breyting á rekstrarformi OR í ehf og Dagur og co eru með læti yfir því.
Dagur er í stjórn OR. Því mætti ætla að hann vissi margt og mikið um rekstrarumhverfi OR og orkufyrirtækja. Samt segir Dagur eftirfarandi:
Þetta er sannkallað upphlaup í þeim skilningi að við erum að gæta hagsmuna almennings, allra þeirra heimila sem hafa ekki raunverulegt val um það hvort að þeir skipti við Orkuveituna eða önnur veitufyrirtæki og er ástæða þess að orkufyrirtæki eru mjög illa fallin til til einkavæðingar.
Sko, jafnvel ég veit það að hver sem er getur skipt við hvaða fyrirtæki sem er í kaupum á raforku. Skiptir ekki máli hvað það er, hvar það er eða hver greiðslumátinn er. Það er meir að segja til fyrirtæki, Orkumiðlun, sem hjálpar fólki og fyrirtækjum að finna ódýrasta rafmagnsverðið á landinu. Þannig að annað hvort veit Dagur ekki af þessu (og er þar með óhæfur í stjórn OR) eða hann er að slá sig til pólitísks riddara algerlega óverðskuldað, og þar með að ljúga í beinni frá Akureyri. Og að sjálfsögðu var Dagur ekki krafinn frekari svara við þessu af Helga. Ef viðmælandinn er ekki framsóknarráðherra þá er Helgi allt í einu tannlaus.
Annars var þetta magnað viðtal. Dagur greyið var sambandslaus við Reykjavík og heyrði ekki neitt í Helga Seljan. Hélt því áfram og lét móðan mása út í eitt. Það var kostulegt að sjá Helga að reyna að grípa inn í "..en Dagur" í sífellu og Dagur hélt algerlega ótrauður áfram, eins og skriðdreki.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.8.2007 | 11:35
Þegar maður klúðrar í vinnuni....

Við forritarar Netbanka Kaupþings gerum ekki mikið af vitleysum. En það gerist að maður klúðrar í fljótfærni eða hugsunarleysi. Þá fær maður að setja upp skammarhjálminn (the helmet of shame).
Á myndinni hér til vinstri er ég með skammarhjálminn sem ég setti upp í morgun, verðskuldað. Enginn skaði varð þó því við erum svo æðislegir að við föttuðum klúðrið mitt strax, enda varð það í þróunarumhverfinu.
27.8.2007 | 23:14
Hómer Simpson um lygar
En allavega sitja eftir tvær tilvitnanir í Hómer:
"Ég er ekki að ljúga, ég er að semja skáldsögu með munninum".
"Best að njóta stundarinnar núna. Hún er stundin milli lygarinnar og skuldadaganna".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2007 | 13:50
Af hverju er maður ekki hissa á svona þegar sýsli á Selfossi á í hlut?
Mér finnst þetta ágætis framtak, að takmarka umburðarlyndi gagnvart ungum ökumönnum sem ítrekað verða uppvísir að umferðalagabrotum. En að það sé Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, sem er þarna á ferð, virkar á mig sem að þarna sé framkvæmdaglaður sýslumaður. T.d. búinn að gera, fyrstur allra sýslumanna, tilkall í ökutæki sem var notað í að stinga lögguna af (það endaði þó með sviplegum hætti), og hefur á eftir sér slóð umsagna sem bera vott af offorsi í starfi. Bæði á Ísafirði sem og nú fyrir sunnan. Ég heyrði nú bara fyrir tveim vikum síðan frásögn ökumanns þar sem offors Ólafs Helga kom við sögu.
Vegna þessa held ég að menn ættu kannski að hugsa sig um tvisvar áður en þeir fagna sýsla á Selfossi. Þar sem er reykur, þar er eldur. Ef maður heyrir ítrekað, frá ótrúlegasta fólki, sögur af offorsi sýsla í starfi og alltaf kemur upp sama nafnið, Ólafur Helgi Kjartansson, þá fer maður að verða doldið skeptískur á forsendur verkgleðinnar.
![]() |
Ellefu ungir ökumenn settir í akstursbann á Selfossi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.8.2007 | 10:19
Fífa er dáin
Sorgartíðindi voru að berast mér í símann rétt áðan. Fífa, kötturinn okkar, er dáin. Hún lést á dýralæknamiðstöðinni í Grafarholti í nótt af áverkum sem hún hlaut fyrir tveim dögum. Við vitum ekki hvað kom fyrir, sennilega hefur bíll keyrt á hana.
Börnin koma til með að sakna hennar, sem og við Elsa. Fífa var 14 ára þegar hún dó.
Update: Jarðaför Fífu fór fram í kyrrþey, og mun hún hvíla í garðinum okkar í Æsuborgum. Við Elsa kvöddum hana þarna og börnin fá tækifæri til að gera slíkt hið sama þegar þau koma úr leikskólanum. Ég á eftir að sakna Fífu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.8.2007 | 20:28
Utanríkisráðuneytið auglýsir eftir fjölmiðlafulltrúa (helst vinkonu ISG)
Fyrri ráðningar á vinkonum ISG síðan hún varð ráðherra hafa verið:
- Kristín Ástgeirsdóttir fyrrverandi alþingismaður Kvennalistans, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu.
- Margrét Björnsdóttir, stjórnarformaður Vinnueftirlits ríkisins.
- Kristín Árnadóttir, fyrrverandi aðstoðarkona Ingibjargar stýrir nú framboði Íslendinga til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.
En að sjálfsögðu er ekkert sagt um þessar ráðningar í fjölmiðlum, sem væri þó öðruvísi farið ef Sjálfstæðisflokkurinn eða Framsóknarflokkurinn ætti í hlut. Það er alltaf þannig.
14.8.2007 | 10:02
Píslavottavæðing Saving Iceland rústar gildi baráttunnar.
Steinunn: Í mínum huga þá er ég ekki sek vegna þess að þetta var.. þetta eru mótmæli gagnvart því sem við erum ósátt við og mótmæli, hingað til, hefðin að mótmæla er alltaf sú að breyta einhverju og það sem sagt að leyfa manni að hafa einhverja tilfinningu fyrir því að það sé eitthvað lýðræðislegt, sem sagt, hérna, vald sem maður hefur til þess að breyta einhverju, það er bara ekki til staðar og um leið og maður finnur að maður nýtir þetta... þennan sem sagt, kost, að þá er um leið gripið til aðgerða eins og þessa, að setja mann í fangelsi.
Spurt: en er þetta ekki ofureinföldun á flókinni heimsmynd, samfélagsgerð?
Anna Björk Einarsdóttir: "Kannski, en stundum þurfum við að einfalda hlutina til að sjá hvað skiptir máli".
ég meina ég get ekki stöðvað lögregluna, og þá valdhafa sem lögreglan starfar fyrir, að setja mig í fangelsi. Ég get ekki stöðvað þá. En ég get staðið við mitt, sem er það að standa algerlega við mitt, og taka þá þeim afleiðingum.
Spurt: Og er það þess virði?
Steinunn: Já mér finnst það. Algerlega.
Spurt: og fyrir hverju eruð þið að berjast?
Steinunn: Við erum að berjast fyrir breyttum heimi.
Lögreglan fyrst og fremst er að þjóna hagsmunum þeirra sem ráða, stjórnvalda, og gæta þeiurra hagsmuna. Og í þeim skilningi voru þeir bara að vinna vinnuna sína. Þetta er náttúrulega fyrst og fremst barátta gegn því valdi sem virðist bara troða öllu um tær.
Spurt: En er þetta ekki doldið einföld nálgun og útópísk?
Steinunn: Ég myndi náttúrulega ekki vera í þessari baráttu ef ég myndi halda að þetta væri útópískt og barnalegt. Ég held, ég trúi því að það sé hægt að breyta heiminum og við beitum þeim aðferðum sem okkur er völ á.
Ég hef ekkert út á það að hún skuli mótmæla. Ég hef ekkert á móti hennar skoðunum (þó ég sé henni ósammála) og eiginlega ber ákveðn virðingu fyrir þeim sem berjast fyrir sínum málstað af slíkri ástríðu. En það er eitt sem sker í mín augu og eyru og það er píslavottavæðingin sem skín hér í gegn. Hún eyðileggur allt, finnst mér.
Á ensku er máltæki: If you can't do the time, don't do the crime. Þessir einstaklingar sem hafa ákveðið að sitja inni í stað þess að borga sekt, ákváðu þetta sjálf. Þau höfðu val og fyrsta val fyrir þau var að borga sekt. En þau ákváðu að sitja inni í staðinn. Þar af leiðandi er út í hött að halda því fram að lögreglan eða yfirvaldið sé að setja þau í fangelsi. Þau áttu sjálf völina og eiga því líka sjálf kvölina. Fyrir utan þá staðreynd að þau vissu hverjar afleiðingarnar gætu orðið í upphafi. Í upphafi skyldi endirinn skoða, stendur einhvers staðar.
Annað: Steinunn segist líta á sig sem saklausa vegna hugsjóna sinna. Þetta þykir mér alger firra, svo vægt sé til orða tekið. Þau vita nákvæmlega hvað mun gerast þegar þau fara út í þessi mótmæli, þessar aðgerðir. Aðgerðirnar sem þau gripu til eru sumar ólöglegar og þau hljóta að gera sér grein fyrir því. Þau hljóta líka að átta sig á því að lögreglan mun mæta og handtaka þá er brjóta lög, sem svo mun kannski leiða til ákæru og dóms. Ef ekki, þá eru þau barnalegir kjánar (sem ég held að þau séu ekki). En af hverju halda þau að þau séu yfir lögin hafin? Mér t.d. misbíður ný refsiákvæði í umferðalögum sem heimila upptöku bíla. Það þýðir ekki að ég haldi það að ef ég fer og keyri á 200 km hraða og er tekinn, sektaður, sviptur og bíllinn tekinn af mér, að þá sé ég saklaus af hraðakstri, bara af því að mér mislíkar einhver lög. Ég fer ekki og væli í fjölmiðlum yfir örlögum mínum þegar ég veit fullvel að afleiðingin af gjörðum mínum er engum öðrum að kenna en mér sjálfum. Ég yrði leiður fyrir endalokunum en svona er bara lífið, maður verður að axla ábyrgð á gjörðum sínum keikur og knarreistur ef prinsipp rekur mann út í þetta. Taka þessu eins og maður.
Þessi afstaða hennar, og sennilega fleiri í þessum hóp, að láta eins og að yfirvaldið sé svona vont við þau, sýnist mér snúast um píslavottavæðingu þessa blessaða fólks. Ég veit ekki með þau en fyrir mitt leyti þá verður að vera 100% æra í þessu, heiður og prinsipp. Og maður selur ekki prinsipp sí svona. En það finnst mér þau vera að gera með því að forðast það að axla sína ábyrgð. Að taka afleiðingum gjörða sinna, sem þau gerðu sér grein fyrir í upphafi, keik og knarreist. Nei, það er ákveðið að væla í Kastljósinu. Þetta þykir mér setja svartan blett á þetta hjá þeim.
Maður hefði sagt við sig "Þetta er sko hugsjónarfólk sem ég ber mikla virðingu fyrir" ef þau hefðu sleppt því að gera sig svona að píslavottum, sem eru sendir, saklausir, af vonda ríkisvaldinu í tugthús.
Nei, þau gripu til aðgerða sem hafa afleiðingar skv. landslögum í lýðræðis- og réttarríki. Ef þau hefðu bara sagt "Þetta er okkar val, á okkar ábyrgð, allt gert fyrir málstaðinn" þá hefði maður verið stoltur fyrir þeirra hönd, og dáðst að hugrekkinu. En þessi píslavottavæðing og væl yfir grimma, vonda kallinum, hvað allir eru vondir og eru að senda þau, saklaus, í fangelsi? Nei, þetta margfaldar allt þeirra verk með -1. Sem er mikil synd, þetta byrjaði svo vel.