Fíkniefnalaust Ísland árið 2000 virkaði. Eða ekki.

Dæmalausar svona hugmyndir að boðum og bönnum endalaust. Það er margbúið að sýna fram á það að bann virkar EKKI. Hefur aldrei gert, alveg frá tímum Adams og Evu. Adam og Evu var bannað að éta af sannleikstrénu. Hversu margar persónur þurfti að hafa auga með? Tveim. Hver var að fylgjast með? Guð. Virkaði þetta? Nei!

Forvarnir í tóbaksvörnum hafa virkað rosalega vel undanfarna tvo áratugi. Höldum áfram á þeirri braut. Förum ekki á braut boða og banna gegn neyslu sem fólk velur og vill. Það hefur aldrei virkað. Ekki á epli, ekki á fíkniefni, ekki á áfengi, ekki á læknadóp, ekki á tóbak. Þetta bara virkar ekki og hefur aldrei gert.


mbl.is Hugmynd um að banna tóbakssölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þú lest greinina þá stendur skýrum stöfum

"Komið hefur í ljós að eftir að hætt var að reykja á veitingahúsum og skemmtistöðum á Íslandi hefur bráðum kransæðaþræðingum fækkað um 20% meðal karlmanna sem ekki reykja. Þetta sýnir hvaða árangurs má vænta af því að draga enn frekar úr reykingum."

Þú verður að setja þig fótspor þeirra sem reykja ekki og þurfa að umgangast fólk sem reykir og anda að sér þessum viðbjóði. Mér finnst að fólk sem reykir í kringum annað fólk sé virkilega eigingjarnt!

Joseph (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 12:32

2 Smámynd: Gísli Sigurður

Það er ekki til ein einasta rannsókn sem bendir til þess að óbeinar reykingar séu óhollar. Gúgglaðu það eins og þú vilt, en það eru ekki til nein læknisfræðilega staðfest gögn sem benda til þess.

Gísli Sigurður, 7.9.2009 kl. 12:45

3 identicon

Fann hérna 2 linka handa þér Gísli, með tveimur nýlegum rannsóknum sem sýna fram á að óbeinar reykingar geti leitt til dauða.

Þó er einnig til þónokkuð af rannsóknum sem útiloka aðeins nokkur af þeim skaðlegu efnum sem óbeinar reykingar bera ofan í lungun á mér.

Þú getur ekki hreint og beint útilokað strax að óbeinar reykingar séu skaðlegar, því í reyknum eru mörg skaðleg efni, það er margsannað.

Þú skalt samt athuga að ég er EKKI með svona boðum og bönnum, því ef banna á eitt þá hlýtur að þurfa að banna allt. Þá er ég að tala um neftóbak, áfengi og vafasaman lífsstíl.

http://www.medicalnewstoday.com/articles/67353.php

http://www.urmc.rochester.edu/encyclopedia/content.cfm?pageid=P09091

Who? (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 13:01

4 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Tek fram að ég reyki ekki, hætti 2001. Og mér finnst bann við reykingum á veitingastöðum bara vera að gera sig. Maður lyktar ekki eins og öskubakki eftir smá útivist.

En þessi grein ýir að því að hægt verði að koma í veg fyrir reykingar almennt með því að banna tóbakssölu. Það er sá hluti sem ég gagnrýni. Því sagan segir okkur að slíkt virkar ekki. Fyrst þarf að útiloka eftirspurnina. Og þeir vita sem reykja, eða hafa reykt, að sá djöfull fer ekki bara sí svona.

Sigurjón Sveinsson, 7.9.2009 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband