Enn fær Ágúst Ólafur ekki neitt

Það er með ólíkindum hvað sjálfur varaformaður Samfylkingarinnar fær lítið að gera og litla ábyrgð í þessari ríkisstjórn. Ekki ráðherra, ekki þingflokksformaður, komi lítið sem ekkert að myndun ríkisstjórnarinnar, ólíkt Þorgerði Katrínu í Sjálfstæðisflokknum. Hvað er í gangi þarna? Er hann í skíthúsinu eða hvað? Er verið að ganga framhjá honum eins og gengið var framhjá pabba hans þegar Þórunni Sveinbjarnardóttur var skotið upp fyrir hann (og þar með á þing) hér um árið, 1999?

Ég veit ekki, ef ég væri í sporum Ágústs væri ég alls ekki hress með svona algert og blákalt diss. Hann er jú varaformaður, er það eitthvað valdalaust embætti? 


mbl.is Lúðvík kjörinn þingflokksformaður Samfylkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband