Jafnrétti til náms?

Skrítnar þessar kröfur um jafnrétti til náms. Hvað er það? Snýst það um að allir skuli vera jafn klárir? Eða hafa félagslega aðstöðu til náms? Að heimilisaðstæður skuli verða jafnar hjá öllum svo allir geti farið í skóla?

Það vill svo til að fjárhagslega hliðin er bara brot af þessari "jafnrétti til náms" klisju.  En nú virðist sem svo að allir standi í eigin lappir varðandi gáfur, félagslega getu, heimilisaðstæður og aðra þætti sem skera úr um getu til náms. Hvað er þá að því að nememdur pungi út fé fyrst þau eru að fjárfesta (mjög vel) í eigin framtíð? Þar að auki er allt nám lánshæft hjá [H]LÍN og þar með eru peningarnir tryggðir fyrir náminu. Hvað þarf þá meira? Fyrir utan það að skólinn hefur sett sér mjög metnaðarfull markmið um gæði, og það næst illa ef ekki má rukka fyrir námið. Þetta kostar allt pening, pening sem þessir blessuðu nemendur vilja greinilega ekki leggja út sjálfir.

En að sjálfsögðu er ekki réttlátt að taka svona illa í KRÖFUR Stúdentaráðs. Þrýstihóps sem vill að nám þeirra sé borgað af öðrum.


mbl.is Stúdentaráð HÍ krefur nýja ríkisstjórn um skýr svör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef verkamaður, sem alla sína tíð hefur greitt skatta m.a. til þess að fjármagna rekstur Háskóla Íslands, ákveður að styrkja stöðu sína á vinnumarkaði og verða sér úti um réttindi til að keyra vörubíl eða réttindi á jarðýtu, skurðgröfu... þá borgar hann það sjálfur. Hugsanlega fær hann styrk frá viðkomandi fræðslusjóði stéttarfélags og atvinnurekenda - enda þá búinn að greiða til stéttarfélagsins alla sína tíð líka - en hann getur ekki gert neina kröfu til ríkispeninga. Stúdentaráð HÍ kann varla annað en krefjast peninga frá ríkinu, nema hvað nú er það farið að þvælast líka inn á svona ruglbrautir eins og að álykta gegn samningsfrelsi á vinnumarkaði. Kannski væri bara betra að hafa þetta eins og í gamla daga, þegar þetta blessaða ráð logaði í illdeilum útaf menningarbyltingunni í Kína. Það gerir þá ekki usla á meðan í neinu sem máli skiptir hér.

Gústaf (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 11:48

2 Smámynd: Þarfagreinir

Ekki allt nám er 'fjárfesting' ... alla vega ekki góð fjárfesting. Má vera að við höfum báðir farið í nám (alla vega að einhverju leyti) til að fá feitari launatékka, en það er bara ekki allt nám sem býður upp á slíkt. Hversu marga einkaskóla sérðu til dæmis sem kenna kennslufræði, hjúkrunarfræði, sálfræði ... ? Ef námið er dýrt, þá verður bara nám í boði sem gefur vel af sér; enginn mun hafa áhuga á að borga háar upphæðir fyrir nám sem skilar litlu í budduna.

Námslánin eru niðurgreidd af hinu opinbera. Það er einfaldlega staðreynd. Ef tekin væru upp skólagjöld, þá þyrfti að hækka námslánin til að viðhalda sanngirni, er það ekki? Það eru alla vega þín rök, að námslánin eigi að dekka þetta. En með því að hækka námslánin er verið að auka útgjöld hins opinbera. Af hverju þá að hafa þessa tilfærslu, að láta nemendur borga skólagjöld þegar kostnaðurinn fer bara í námslánin hvort eð er? Hljómar ekki mjög rökrétt í mínum eyrum.

Og svona almennt séð; þá þykir mér þetta mjög hættuleg þróun, að fólk á Íslandi virðist upp til hópa vera farið að halda að allt nám eigi bara að vera til að öðlast praktíska þekkingu fyrir atvinnulífið. Nám er líka rannsóknir, pælingar ... hlutir sem gagnast samfélaginu í heild ... en því miður virðist sem að þetta sé ekki metið að verðleikum á Íslandi lengur. Hérna á bara að vera vinna, vinna, vinna, og fólk á ekkert að þurfa að gera neinar rannsóknir á neinu eða yfir höfuð velta neinu fyrir sér.

Ég sé ekkert að því að styrkja hluti sem gagnast samfélaginu með peningum samfélagsins (skattfé) ... en þannig er ég nú auðvitað bara gerður. 

Þarfagreinir, 30.5.2007 kl. 12:29

3 Smámynd: Guðmundur D. Haraldsson

Já, Þarfagreinir, það er ekki allt nám sem borgar meiri pening, eins og margir halda. Heildar samfélagslegur ágóði skiptir líka máli.

Auk þess eru grunnrannsóknir nauðsynlegar, rannsóknir sem fyrirtæki eru oft ekki tilbúin til að borga. 

Guðmundur D. Haraldsson, 30.5.2007 kl. 13:33

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

1. Góð menntun þegnanna er eitt það mikilvægasta sem landið hefur upp á að bjóða og er meðal annars ástæðan fyrir því að Ísland stendur svo vel fjárhagslega og menningarlega í dag. Menntun er því langt frá því að vera bara fyrir einstaklinginn og því ekkert að því að ríið fjármagni menntun.

2. Eins og Guðmundur bendir á hér að ofan þá fá ekki allir há laun þegar þeir koma út úr skóla. Fyrir  mörgum árum þegar ég fékk mitt masterspróf í íslensku þekkti ég stelpu sem útskrifaðist á sama tíma með masterspróf í hagfræði. Ég fór að vinna fyrir háskólann, hún fyrir ríkisbanka - sem sagt, sami vinnuveitandi (ríkið), sama menntunarstig. Ég fékk 100 þúsund í byrjunarlaun, hún fékk 200 þúsund. Hefði verið hægt að ætlast til þess að við greiddum sömu skólagjöld ef slík hefðu verið?

3. Í löndum þar sem skólagjöld eru í háskólum þurfa foreldrar oft að borga skólagöngu barnanna ef þau mögulega geta. Þetta gefur forerldrunum vald yfir því hvað börnin gera og ég veit um töluvert mörg dæmi í mismunandi löndum þar sem foreldrarnir þvinga börnin til að læra það sem foreldrarnir vilja að þau læri en ekki það sem börnin vilja læra. Það er auðvitað ekki normið en það er heldur ekki svo óalgengt.

Það eru enn fleiri rök á móti skólagjöldum en þetta er farið að verða meira eins og blogg fremur en athugasemd svo ég hætti núna.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 30.5.2007 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband