30.5.2007 | 15:45
Enn fær Ágúst Ólafur ekki neitt
Það er með ólíkindum hvað sjálfur varaformaður Samfylkingarinnar fær lítið að gera og litla ábyrgð í þessari ríkisstjórn. Ekki ráðherra, ekki þingflokksformaður, komi lítið sem ekkert að myndun ríkisstjórnarinnar, ólíkt Þorgerði Katrínu í Sjálfstæðisflokknum. Hvað er í gangi þarna? Er hann í skíthúsinu eða hvað? Er verið að ganga framhjá honum eins og gengið var framhjá pabba hans þegar Þórunni Sveinbjarnardóttur var skotið upp fyrir hann (og þar með á þing) hér um árið, 1999?
Ég veit ekki, ef ég væri í sporum Ágústs væri ég alls ekki hress með svona algert og blákalt diss. Hann er jú varaformaður, er það eitthvað valdalaust embætti?
Lúðvík kjörinn þingflokksformaður Samfylkingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.