Bjóðum þá velkomna með heimavarnarliðinu

Þetta er stórkostlegt. Sea Shepard á leiðinni. Já, það er undarlegt að horfa á þessa frétt. Nú þurfa stjórnvöld bara að tækla þá eins og mótmælendur voru tæklaðir á hálendinu og leikfimisáhugamenn frá Kína voru teknir hér við heimsókn Kínaforseta.

En umfram allt, ekki gefa þeim nokkurn séns á að fara hér um landið án eftirlits. 


mbl.is Skip Sea Shepherd leggur af stað áleiðis til Íslands í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Þetta finnst mér nú ekki alveg sambærilegt. Að vísu voru einhverjir mótmælendur á hálendinu að skemma vinnuvélar, og þá var rétt að handtaka þá, en það er ekki réttlætanlegt að lögreglan 'tækli' friðsamlega mótmælendur, eins og Falun Gong er sannarlega. Það var með öllu ótækt að halda þessu fólki læstu inni, bara vegna þess að það hefði getað valdið Kínaforseta óþægindum. Kína er kommúnistaríki þar sem ráðamenn stunda mannréttindabrot í stórum stíl, og því var ömurlegt af íslenskum stjórnvöldum að kóa með þessu drasli.

En ekkert að því að taka 'vel' á móti Sea Sheperd, þar sem það virðast vera lítið annað en hryðjuverkasamtök. 

Þarfagreinir, 15.5.2007 kl. 11:19

2 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Þetta átti að vera kaldhæðni, að því leiti að fyrst löggan vílaði ekki fyrir sér að taka á friðsamlegum mótmælendum eins og raun var, sem og að eltast við mótmælendur á Kárahnjúkum, ætti það ekki að flækast fyrir þeim að eltast við fólkið í Sea Shepard. Því sannarlega er þetta ekki sambærilegt, alveg rétt hjá þér ;) kæri Þarfagreinir.

Sigurjón Sveinsson, 15.5.2007 kl. 12:10

3 Smámynd: Þarfagreinir

Hehe - skil þetta núna. Er stundum aðeins of fljótur að fara í þrætuhaminn ...

Þarfagreinir, 15.5.2007 kl. 12:18

4 identicon

Finnst vægt að vísa þeim bara úr landi, þetta lið hefur framið hryðjuverk gegn þjóðinni og eru líklegir til þess að endurtaka leikinn. Finnst eins og við eigum að taka harkalega á þessu og bara sökkva þeim ef þeir fara inn á okkar lögsögu, getum tilkynnt þeim það áður til að vera aðeins mannúðlegri.

Geiri (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband