Jösssssss góður kosningasigur

Þetta er frábær árangur. Ekki einungis hélt stjórnin velli heldur bættum við okkur 3 þingmönnum. Frábær sigur þarna. Nú er bara vonandi að Geir átti sig á því að það er ekki vænlegt að halda áfram með Framsókn svona vængbrotinni og blikka Ingibjörgu Sólrúnu um stjórnarsamstarf. Eins manna meirihluti er allt of veikur til að fara í stjórn með hann. Reyndar er Kristinn H. Gunnarsson ekki lengur með og þannig ekki á staðnum til að beita neitunarvaldi. Spurning hvort að Frjálslyndir myndu vilja vera memm.

Vinstri grænir unnu einnig góðan sigur en vonandi halda bara áfram að vera í því að nöldra á hliðarlínunni. Stjórn með þeim væri skelfileg.


mbl.is Ríkisstjórnin hélt velli með minnsta mun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Já, Sjálfstæðisflokkurinn má vel við una og er vel að þessu kominn. Ég tek líka undir það að það væri glapræði fyrir flokkinn að halda áfram samstarfinu við Framsókn þegar kjósendur hafa mjög svo augljóslega hafnað þeim flokki. 

Hins vegar eru fleiri umhugsunarefni ... t.d. það að Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig einungis 2,9% á landsvísu, en 3 þingmönnum. Svipað má segja um Vinstri græn ... en nú sé ég ekki tölurnar lengur á mbl.is, þannig að ég er ekki með þær á hreinu. Ég man þó að Íslandshreyfingin fékk 2,9% á landsvísu, en skv. 5% reglunni fær hún engan mann inn. Mér finnst þetta umhugsunarefni; að flokkar sem hafa gott fylgi fyrir eiga auðvelt með að bæta við sig, en minni flokkarnir þurfa að stíga yfir þröskuld til að koma fólki að.

Þarfagreinir, 13.5.2007 kl. 15:15

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Æ þetta var hroðalegt ! Ég segi ekki meir !!!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.5.2007 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband