Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
2.10.2009 | 08:30
Ætla kommar að drepa gullgæsina með sköttum?
Það er hreint út sagt hryllilegt að horfa á þessa stjórn afhjúpa vangetu sína og snauða hugsun. Það eina sem þau geta gert til að afla meira fjár er að hækka skatta gífurlega. Þetta er eins og sá sem er kalt og hefur ekki aðra hugsun en að míga í skóinn sinn. Þeim dettur ekki í hug, Steingrími og Indriða fyrrum ríkisböðli, neitt annað. Eins og t.d. að stækka kökuna í stað þess að stækka sneiðina af litlu kökunni.
Ef VG gætu drullast til að hugsa með hausnum í stað hjartans aðeins eitt augnarblik þá myndi t.d. hún Svandís Svavars skilja það að þær stóru hindranir sem hún og VG félagar hafa lagt á iðnaðaruppbyggingu eru til að minnka kökuna, í það minnsta stöðva stækkun hennar. Stærri kaka = stærri sneið til ríkisins í formi skatta og fjölgun starfa. Stórauknir skattar = stórfyrirtæki fara. Hafa menn EKKERT lært á því af hvaða eðli skattaskjól eru? Staður þar sem skattar eru lágir og því leitar fjármagnið þangað. Ekki þangað sem skattar eru háir.
Ég er ekki á móti aukinni skattheimtu á orkunni, ég er bara á móti svo þrúgandi sköttum að ekki sé hægt að lifa vegna þeirra.
Græðgin í Skattmann getur auðveldlega drepið gullgæsina. Og líklega er illur bifur hans á stóriðju ekkert að hvetja hann til að gæta meðalhófs. Skattagirnd okkar fældi frá alla sem komu til greina við olíuleit á Drekasvæðinu. Ætlum við ekkert að læra af því? Græðgi er ekkert eitthvað einskorðað við útrásavíkinga. Það blundar líka í Skattmann.
Það eru nokkur verkefni í pípunum eins og er, er varða mikla orkunotkun. Gagnaver, álver, kísilflöguverksmiðja og nokkur önnur. Öll þessi verkefni skapa mörg störf (skattstofn fyrir skattmann + minnkandi þörf á atvinnuleysisbótum) og eru mjög góð fyrir okkar þjóð. Nú er mikilvægt að Kommahelvítunum takist ekki að hrekja þetta allt út á hafsauga. Það yrði bara til að staðfesta mýtuna um Sósíalisma, höfð eftir Winston Churchill. Að synd Kapítalismans sé ójöfn skipti gæða en synd Sósíalismans sé jöfn skipting ömurleika.
"The main vice of capitalism is the uneven distribution of prosperity. The main vice of socialism is the even distribution of misery."
"Socialism is a philosophy of failure, the creed of ignorance, and the gospel of envy, its inherent virtue is the equal sharing of misery."
Winston Churchill
![]() |
Stórtækir auðlindaskattar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2009 | 11:30
Þannig að lóðaskorturinn var bara fínn?
Hann kemur ekki á óvart hann Dagur B. R-listinn dró lappirnar gersamlega í lóðaúthlutunum (ISG skrifaði meir að segja undir samning við Rauðhóla sem tók þetta fram) allan sinn tíma á meðan Kópavogur, Mosfellsbær og Hafnarfjörður tútnuðu út af fjölskyldufólki. Það var svo slæmt um tíma að barnafólki FÆKKAÐI í Reykjavík. Á mannamáli, barnafólk flúði Reykjavík vegna skorts á húsnæði. Á sama tíma, undir stjórn R-listans, stórjukust skuldir Orkuveitunnar, um marga tugi prósenta%, mikið til í erlendri mynt.
En nú kemur Dagur og segir að þetta hafi allt verið í himnalagi hjá R-listanum út af hruninu. S.s. Það sem gerist 2008 afsakar aumingjahátt í 12 ár, 1994-2006. Einmitt. Gáfuleg rök. Og þessi maður er læknir. Það þarf greinilega ekki mikla rökhugsun til að verða læknir. Þarna er ég reyndar að taka mér bessaleyfi og tala með rassgatinu, held að frekar hafi mikilli rökhugsun verið kastað fyrir róða þegar hann fór í pólitíkina.
![]() |
100 milljarða ónotuð fjárfesting |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.10.2009 | 08:02
Sú sem hvatti mótmælendur áfram gegn lögreglu?
Þegar hópur fólks ruddist inn á lögreglustöðina á Hverfisgötu stóð Álfheiður fyrir utan og hvatti fólk áfram. Þegar mótmælendur voru fyrir utan Alþingi og m.a. veittust harkalega gegn lögreglu var Álfheiður þar og sýndi þeim stuðning.
Nú á Álfheiður að verða ráðherra heilbrigðismála. Tja, þarna var mjög öflugum og heilum stjórnmálamanni skipt út fyrir lélegan seðil. Mér líst akkúrat ekkert á þetta.
En ég spái því að þetta verði stutt seta hjá henni. Þessi stjórn er feig.
![]() |
Álfheiður verður ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.9.2009 | 13:30
Hver var lögmaður þeirra?
Þessi frétt ber það með sér að lögmenn þessara banka hafi ekki verið að vanda sig. Þetta er nú þannig mál að maður vinnur heimavinnuna sína. Sérstaklega þegar sú vinna er eflaust seld dýrum dómum.
Vá hvað þetta lyktar af klaufaskap og kæruleysi af hálfu lögmanna kröfuhafa.
![]() |
Kröfum á hendur Seðlabanka vísað frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.9.2009 | 13:09
Heill maður er hann Ögmundur
Já, þessi tíðindi eru merkileg. Þarna er ráðherra að segja af sér, ekki vegna þess að hann hafi gert eitthvað af sér heldur vegna þess að hann sér fram á að ganga þvert á eigin sannfæringu í starfi eða fella stjórnina ellega. Og hann víkur þá.
Hann veit vel að enginn er ómissandi og víkur því. Mér finnst þetta stórmerkileg tíðindi og miðað við þann karakter sem Ögmundur er að sýna af sér, karakter sem ber einkenni heilinda og heiðarleika, þá er mikil eftirsjá í honum úr ríkisstjórn og ráðuneytinu.
Maður er hálf orðlaus af hrifningu, samt pínu sorgmæddur. I feel conflicted over this. :S
Svo mælir gallharður Sjalli. Nú þarf Jóhanna bara að finna einhvern lægsta samnefnara úr Samfó eða VG sem spilar með í Icesave. Veðja krónu að arftaki Ögmundar verði leiðitamur Samfó þingmaður.
Já, og Katrín Jakobs réð Tinnu sem Þjóðleikhússtjóra. Gott hjá henni, allir aðrir leikir í stöðunni hefðu lyktað af pólitískum elítustælum sem Sjallar, Samfó og Frammarar hafa stundað svo grimmt í gegnum tíðina. Gott hjá henni að falla ekki í þá gryfju.
![]() |
Ögmundur segir af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.9.2009 | 22:55
Eitthvað annað?
Þessi frétt ber með sér að "eitthvað annað" sé í bígerð. Ég er forvitinn.
Þessi snúningur er að undirlagi VG, það er á hreinu. Samfó var með "fagra Ísland" en það var vitað að þar var ekki einhugur um stefnuna þá. VG hefur lengi verið á móti álverum og sagst vilja "eitthvað annað" þó þetta "annað" hafi hingað til ekki verið nefnt svo raunhæft sé.
Nú verður áhugavert að sjá hvað "þetta annað" er. Því ef það er ekkert annað sem á að rísa fyrir norðan og nýta orkuna þar, þá lýsi ég endanlega frati á VG sem ábyrgðarlausum tuðurum sem gera það eitt að vera á móti. Tek þó enn fram að ég held að nú búi eitthvað undir. Það er "eitthvað annað" í bígerð.
![]() |
Viljayfirlýsing ekki framlengd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.9.2009 | 10:50
Þetta er bara fyndið
Eru þetta ekki sömu stjórnvöld sem hafa verið með lausnir "á leiðinni" allt árið? Lausnir á vandamálum sem eru vel greind og haugur af fólki hefur lagt til hugmyndir? Og lítið sem ekkert er komið á borðið ennþá? Frekar "gagnleikir" eins og að slá af borðinu borðleggjandi atvinnuskapandi liði eins og virkjanir og stóriðju?
Er þetta ekki sama fólkið og er búið að vera að lofa "skjaldborg til varnar heimilunum" síðan í október í fyrra? Skjaldborg sem hefur einungis komið fram sem vopn til að berja á heimilum og fyrirtækjum landsins?
Er þetta ekki sama fólkið og er svo hugmyndasnautt að eina leiðin til að auka tekjur ríkisins sem það getur komið með er skattahækkanir á skattahækkanir ofan? Þegar það er vitað mál, borðleggjandi, að besta lausnin til að auka tekjur ríkisins er að skapa störf í massavís? Laða að atvinnuskapandi stóriðju?
Þessi framtíðarsýn "20/20" er ekki í höndum trúverðugra aðila. Boðberarnir eru búnir að sýna það hingað til að hugmyndir þeirra eru ekki frumlegar né framsýnar. Bara þvaður og blaður.
Kannski er það þess vegna sem Dagur B. leiðir þetta. Íslandsmeistarinn í flokki stjórnmálamanna í að tala og tala og tala (strýkur liðað hárið inn á milli) án þess að segja nokkuð í raun.
![]() |
Ísland verði eitt af samkeppnishæfustu ríkjum heims |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.9.2009 | 09:47
Greiningadeild lögreglunnar
Þessi staða var mér fyrir löngu ljós. Vissi af þessu fyrir löngu síðan. Og þess vegna fannst mér sú harkalega gagnrýni sem Björn Bjarnason fékk þegar hann stofnaði greiningadeild, mjög ómakleg. Þeir sem hann gagnrýndu töldu um einhverja "njósnastarfssemi" vera á ferðinni. En svo er ekki, greiningardeildin var stofnuð einmitt til að berjast gegn glæpahópum og skipulagðri glæpastarfssemi.
Nú er ljósara en nokkru sinni áður hversu mikilvæg sú vinna er, að greina þessa hópa, tengsl milli þeirra og annarra erlendis, og stöðva þessa hópa.
Nota bene, við erum ekki að tala um pólska hópa. Nei, hópar af Rússum og Litháum hafa komið hingað til lands fyrir löngu síðan, í boði íslenskra "samstarfsaðila".
![]() |
Margir glæpahópar hér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.9.2009 | 17:13
Tortola segir ekkert
Það að hafa setið í stjórn einhvers félags segir ekkert. Þetta er farið að verða eins og rasismi, ef Tortola er minnst á nafn fara allir á afturlappirnar og öskra blótsyrði, algerlega án þess að skoða hvað var á bak við.
Kúlulán er annað. "Kúlulán" er bara lán með eina massíva afborgun á enda lánstíma, og stundum líka með mjög hagstæða vexti? Kúlulán eru/voru/verða mjög algeng í vissum tilfellum. En nú er þetta orðið að blótsyrði, aðallega hjá fólki sem hefur bara verið með venjuleg lán hingað til.
Nú fer mikið fyrir pólskum gengjum í afbrotum á Íslandi. Eigum við að tala um Pólverja eins og sumir tala um eyju í karabíska hafinu eða ákveðna lánategund? Hmmmmm? Nei, það er rasismi, rasismi er sprottinn af fordómum og fáfræði. Skoðum málin betur, kíkjum undir húddið.
Gylfi Arnbjörnsson hefur staðið sig mjög vel í starfi sínu hingað til. Þetta Tortola dæmi segir ekkert. Aftur á móti ef félagið hefur verið að makka sig við eitthvað vafasamt, þá skulum við tala saman. En þangað til ætla ég að leyfa Gylfa að njóta vafans, enda hefur hann unnið af heilindum hingað til.
![]() |
Trúverðugleiki og heilindi að leiðarljósi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.9.2009 | 17:05
Ég er orðinn Sjalli á ný
Ég hef alltaf kosið Sjalla. Er í flokknum og er frjálslyndur frjálshyggjumaður (ekki ný-). Eftir hrunið í fyrrahaust og eftir að hafa horft á Sjalla/Samfó sitja sem fastast án afsagna né afsakanna, hætti ég að styðja Sjalla. "Right or wrong, my country" er ekki að finna á mínum mottóalista. Kom þá ekki Borgarahreyfingin fram á sjónarsviðið og ég studdi hana frá degi 1. Þekki pínu til frv. formanns og allt þetta fólk ljómaði af heilindum og hugsjón, talaði í lausnum og var réttsýnt og traustvekjandi. Kaus það svo í kosningunum, að sjálfsögðu. Setti m.a. x við Þráinn Bertels.
Fúlegg kom í ljós fljótlega eftir að þau byrjuðu að starfa. Ósátt, sundurlyndi og ósamræmi fór að vera skítkast og rifrildi í fjölmiðlum, yfir í klofning frá þingflokknum, yfir í að fólk flúði úr stjórn, yfir í að lög Borgarahreyfingunnar voru sett á aðalfundi sem gerðu hreyfinguna að raunverulega miðstýrðum flokki með flokksræði (ekki það sem að þetta gekk út á í byrjun), og allt þetta hefur nú gert það að BorgaraFLOKKURINN er orðinn þingmannalaus.
Fyrirgefið, þetta fólk er ekki hæft til að reka sjoppu, hvað þá starfa á þingi og sinna landsmálum.
"Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér". Þessi orð eru sönn og sígild. Og greinilega gleymd í röðum BorgaraFLOKKSINS. Og ég er löngu búinn að missa trúnna um að þetta verði nokkuð gáfulegt.
Er því orðinn Sjalli aftur. Með fyrirvara um að þeir starfi af heilindum. Allt hitt er eflaust fínt fólk, en ég á bara ekki hugmyndafræðilega samleið með. Þannig er nú bara það.
![]() |
Vilja Þráin aftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |