Ætla kommar að drepa gullgæsina með sköttum?

Það er hreint út sagt hryllilegt að horfa á þessa stjórn afhjúpa vangetu sína og snauða hugsun. Það eina sem þau geta gert til að afla meira fjár er að hækka skatta gífurlega. Þetta er eins og sá sem er kalt og hefur ekki aðra hugsun en að míga í skóinn sinn. Þeim dettur ekki í hug, Steingrími og Indriða fyrrum ríkisböðli, neitt annað. Eins og t.d. að stækka kökuna í stað þess að stækka sneiðina af litlu kökunni.

Ef VG gætu drullast til að hugsa með hausnum í stað hjartans aðeins eitt augnarblik þá myndi t.d. hún Svandís Svavars skilja það að þær stóru hindranir sem hún og VG félagar hafa lagt á iðnaðaruppbyggingu eru til að minnka kökuna, í það minnsta stöðva stækkun hennar. Stærri kaka = stærri sneið til ríkisins í formi skatta og fjölgun starfa. Stórauknir skattar = stórfyrirtæki fara. Hafa menn EKKERT lært á því af hvaða eðli skattaskjól eru? Staður þar sem skattar eru lágir og því leitar fjármagnið þangað. Ekki þangað sem skattar eru háir.

Ég er ekki á móti aukinni skattheimtu á orkunni, ég er bara á móti svo þrúgandi sköttum að ekki sé hægt að lifa vegna þeirra.

Græðgin í Skattmann getur auðveldlega drepið gullgæsina. Og líklega er illur bifur hans á stóriðju ekkert að hvetja hann til að gæta meðalhófs. Skattagirnd okkar fældi frá alla sem komu til greina við olíuleit á Drekasvæðinu. Ætlum við ekkert að læra af því? Græðgi er ekkert eitthvað einskorðað við útrásavíkinga. Það blundar líka í Skattmann.

Það eru nokkur verkefni í pípunum eins og er, er varða mikla orkunotkun. Gagnaver, álver, kísilflöguverksmiðja og nokkur önnur. Öll þessi verkefni skapa mörg störf (skattstofn fyrir skattmann + minnkandi þörf á atvinnuleysisbótum)  og eru mjög góð fyrir okkar þjóð. Nú er mikilvægt að Kommahelvítunum takist ekki að hrekja þetta allt út á hafsauga. Það yrði bara til að staðfesta mýtuna um Sósíalisma, höfð eftir Winston Churchill. Að synd Kapítalismans sé ójöfn skipti gæða en synd Sósíalismans sé jöfn skipting ömurleika. 

"The main vice of capitalism is the uneven distribution of prosperity. The main vice of socialism is the even distribution of misery."
"Socialism is a philosophy of failure, the creed of ignorance, and the gospel of envy, its inherent virtue is the equal sharing of misery."

Winston Churchill 


mbl.is Stórtækir auðlindaskattar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband