23.10.2007 | 12:10
Bríet kemur að vörmu spori
Elsa: "Bríet, ertu að fara fram"?
Bríet: "Já, en ég kem að vörmu spori".
- smá stund líður
Ég: "Bríet, ætlar þú ekki að fara aftur til mömmu"?
Bríet: "Nei, ég ætla að vera hér".
Ég: "En þú sagðir að þú ætlaðir að fara aftur til hennar að vörmu spori".
Bríet: "Ég veit, en ég veit ekki hvað það þýðir".
Við Elsa hlóum dátt en földum það vel. Síðan útskýði ég hvað það þýðir að koma aftur að vörmu spori fyrir fimm ára dóttur minni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2007 | 09:22
Þegar fólk skýtur sig í fótinn, viljandi
Og getur einhver sagt mér hvaða náttúrulögmál veldur því að þar sem fólk kemur saman í félagi, þá þurfa konur alltaf að koma sér afsíðis og búa til sér "kvennafélag"? Hvað varð um að vera bara saman? Þetta er hreint út sagt ótrúleg tilhneiging.
![]() |
Vantrausti lýst á Margréti Sverrisdóttur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.10.2007 | 08:43
Snjallir strengjabrúðumeistarar
Eftir sitja Reykvíkingar með sárt ennið sem og öll önnur fyrirtæki sem hafa haft hugá / munu hafa hug á til að fara í orkuútrás. Einokun einkaaðila er að verða staðreynd hvað varðar þekkingu á jarðvarma og nýtingu hans í okruútrás.
Bravó Framsóknarmenn, Bravó, við Sjálfstæðismenn, að eiga svona afætur sem SpillInga og Villa. Og svo standa Framsóknarmenn og klappa þessum manni lof í lófa. Segir ýmislegt um þetta fólk í Framsókn.
![]() |
Víðtækar skyldur Orkuveitunnar við REI í 20 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.10.2007 | 16:35
Bríet missti tönn í gær
Hún Bríet mín, fimm ára dóttir mín, missti sína fyrstu tönn í gær. Við vorum að fara heim frá Sigurgeiri og Signýju þar sem þau buðu okkur í mat. Tönnin var laus og við bara biðum eftir að hún félli. En svo kom það, hún féll. Bríet setti báðar hendur upp í loft í sigri og hrópaði "Ég missti tönnina". Ég stoppaði bílinn og kíkti á. Mikill fögnuður.
Hún er svakalega stór orðin, hún Bríet mín.
9.10.2007 | 14:10
Endalaust kommakvabb er þetta í Degi.
Dagur er nú kannski ekki kommi í þeirri merkingu orðsins en það er skemmtilegt hvað hann gleymir að nefna hér eitt grundvallaratriði þegar hann segir bankana hafa margfaldast í verði.
Bankarnir voru seldir til einkaaðila. Fóru úr pólitískum höndum bitlingastjórnmálamanna yfir í hendur manna sem voru að huga að hag bankanna og fé hluthafa. Þar liggur hundurinn grafinn. Ef Dagur vill sjá orkufyrirtæki gera slíkt hið sama þá þarf að selja hlut opinberra aðila í slíkum fyrirtækjum. Því hið opinbera er á sama tíma í því hlutverki að fara varlega í fjárfestingum vegna eðli þessa hlutverks, að skaffa ódýra orku til almúgans. Það er ekkert í hendi þessi ávinningur sem GETUR hlotist af því að fara á erlenda markaði.
Mér finnst alveg merkilegt hvað pólitík er ömurlegur starfsvettvangur. Dammned if you do, dammned if you don't. Það er stokkið í þetta sameiningarrugl með hverju axarskaftinu á fætur öðru af hálfu Villa og Binga, og um leið og aðrir fulltrúar segja "heyrðu nú mig, ekkert svona hér karl minn" og stoppa þetta, er það fordæmt líka. Dagur formælti þessum aðgerðum og þegar bakkað er úr þeim (í samræmi við einmitt fyrri orð XD, hið opinbera á ekki að vera í áhættufjárfestingum) þá er það líka vonlaust.
Áhættufjárfestingar segi ég, já. Það er eitt að stefna í að nýta þekkingu og mannauð í útrás á því sviði sem OR hefur haslað sér völl á einokunnarmarkaði, í formi REI. Annað að fara að fjárfesta í orkufyrirtækjum í t.d. ófriðarlöndum á borð við Filipseyjar, þar sem vopnuð átök hafa staðið yfir í áratugi.
Og það er gaman að sjá hvað Dagur og fleiri halda að borgarbúar séu að gefa tugi milljarða til Glitnis og annarra. Þetta er ekki í hendi enn og það má ekki gleyma því að þetta er ekki bara OR sem kom að þessu máli, Geysir Green Energy var löngu lagt af stað í þessa átt með sína milljarða fjárfestingar og á þar af leiðandi risastóra sneið af þessari útrás íslenskra orkufyrirtækja.
![]() |
Segir borgarbúa geta orðið af allt að 50 milljörðum króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dagurinn í dag var rússibani tilfinninga. Þengill sonum minn átti þriggja ára afmæli, vonbrigði í litlu bisness tækifæri sem ég er að taka þátt í, erfileikar í vinnuni, og svo bomban: Það leit út fyrir að ég myndi missa af píanókonsert Rachmaninoffs nr. 3 í fluttningi Víkings Heiðars Ólafssonar. En hver kemur og reddar manni þegar það lítur út fyrir að maður missi af tónlistaratburði ársins? Nú, Víkingur Heiðar, öðlingurinn og snillingurinn sjálfur.
Málið er það að ég hef lengi beðið eftir því, eða kannski öllu heldur vonað, að Víkingur Heiðar Ólafsson, hinn íslenski 23ja ára píanósnillingur, myndi taka Rach 3. með sinfóníunni. Ég meir að segja tjáði Víkingi þessa von mína einu sinni. Þannig að þegar dagskrá sinfóníunnar 2007-08 kom inn um lúguna hjá mér í ágúst fletti ég henni og leitaði að þessu, með von í hjarta. En ekkert sá. Blindi ég.
Því hvað heyrði ég svo í hádegisfréttum? Jú, frétt af því að Víkingur Heiðar myndi spila Rach 3 með sinfó í kvöld. Og að það væri löngu uppselt á tónleikana! Enda auglýst á bls.22 í tónleikaskrá vetrarins. Ég var þá að díla við fyrrnefnd vonbrigði í bissnesstækifæri (fer ekki frekar út í það) og þessar fréttir bara ullu mér flagandi hjartasári. Aaarrrhhh! Það tónverk sem ég dýrka og dái, á í fluttngi Argerich, Horowitz og Helfgott, var að fara fram hjá mér, og allt mér sjálfum að kenna að missa af þessum gullmola.
Ég hringdi í ofboði og setti mig á biðlista hjá sinfóníunni eftir miðum sem kannski myndu losna, vitandi vits að það var vonlaus leið. Hrindi í Sindra mág minn og píanóstillara (með mikil sambönd í tónlistabransanum) og spurði hvort hann gæti gert eitthvað. Ekki var hann svo viss um það, og þekkjandi hann, þá var hann að segja mér mjúkum orðum að þetta myndi ekki ganga.
Hvað gerir maður þá? Þá grípa örvingla menn til örþrifaráða. Ég fór á ja.is og fletti upp Víkingi Heiðari. Og hringdi. Ég var, satt best að segja, ekki alveg í ró með þetta, fannst þetta heldur frekt að vera að biðja næstum því bláókunnugan mann um að redda mér miða á tónleikana hans. En viti menn, Víkingur var hinn þægilegasti, tók vel í þetta og þótti þetta bara hinn sjálfsagðasti hlutur. Þetta var klukkan 14.
Klukkan tikkaði áfram, ef stafræn úr geta tikkað, og brátt var klukkan orðin 16. Ég fór að ná í börnin í leikskólann, fór með Bríeti í ballett. Þengill heimsótti ömmu og afa á meðan. Og þegar heim kom hringdi gemmsinn minn. Víkingur hér, ég á einn miða handa þér.
Vá, þetta er bara næstum of gott til að vera satt hugsaði ég. Heyrðu, það væri gott ef þú gætir sótt þá fyrir 18:45 í kvöld því þá kemur Sjónvarpið að taka viðtal við mig sagði Víkingur. Ekkert mál, ég næ þessu. Og ég náði þessu eftir smá kappakstur um bæinn til að koma börnunum til Elsu (sem var að vinna frameftir) og ná í miðann.
Það var merkilegt að koma þarna til Víkings. Ég hef reyndar hitt hann einu sinni áður, án þess þó að Víkingur viti nokkuð af því. Hann settist fyrir aftan mig eftir píanókonsert Beethovens í vetur. En hvað um það. Ég hrindi bjöllunni, var hleypt inn með hinu kunnuglega suði í útihurðinni, og móðir Víkings, Svana, stóð efst í stiganum þegar ég kom inn, með stórt, innilegt og hlýtt bros handa mér. Víkingur kom rétt á eftir og hitti mig í stiganum, einnig með bros á vör, rétti mér miðann og óskaði mér góðrar skemmtunar. Ég tjáði honum að ég myndi fúslega endurgjalda greiðann, ef einhvern tíma hann þyrfti aðstoð með tölvur (það er minn heimavöllur), eða eitthvað álíka. Síðan þurfti Víkingur að sinna gestunum því Sjónvarpið var komið vegna viðtalsins.
Tónleikarnir sjálfir voru vægast sagt stórkostlegir. Byrjaði á Jóni Leifs, Forleik að Galdra-Lofti. Stórkostlegt verk, margslugnið, þungt, fjörugt og kröftugt. Síðan kom tilbrigði fyrir hljómsveit eftir Edward Elgar, virkilega skemmtilegt verk, fallegt og fjörugt.
Hlé.
Rach 3. Þetta verk er fyrir konsert píanista það sem Everest er fyrir háfjallaklifrara. Nokkurs konar milestone. Ef þú hefur tekið Rach 3 með stæl þá er það ákveðinn gæðastimpill. Víkingur kom og spilaði verkið, með hreint út sagt frábærri sinfóníuhljómsveit, með ekki síðri glæsibrag en þau verk sem ég á með Horowitz, Helfgott og Argerich. Ég var hreint út sagt agndofa og endurlifði þarna aftur á 40 mínútum þann tilfinningalega rússíbana sem dagurinn hafði verið. Og þekkjandi verkið vel, vissi ég alltaf hvað kæmi næst, hvernig þetta hljómaði þegar vel væri spilað, og Víkingur og sinfó voru ekkert að gera neitt síðra en fremstu sinfóníuhljómsveitir og píanóvirtuosar heimsins. Þetta var hreint út frábær fluttningur og ég veit/sá að Víkingur var sjálfur að fíla sig í botn þarna að spila þetta stórkostlega verk. Klífa Everest með stæl, án súrefnis.
Og þegar síðasta nótan var þögnuð réð ég ekkert við mig, spratt á fætur, klappandi eins og brjálaður og hrópaði bravó, bravó, með brostna rödd sem unglingsdrengur í mútum.
En punkturinn yfir i-ið var eftir. Eftir mestu fagnaðarlæti sem ég hef orðið vitni að á svona tónleikum spilaði Víkingur encore lag. Og það var sko á persónulegum nótum og vel til fundið.
Hann útsetti Ave Maria eftir Sigvalda S. Kaldalóns og spilaði í minningu um afa sinn, Víking, í Salnum síðasta vetur. Það var falleg stund. Þá sem nú. Mjög innileg, persónuleg, og mikið afskaplega var útsetning Víkings Heiðars falleg í kvöld, fyrir fullum Háskólabíósal af fólki sem ekki gaf upp múkk á meðan lágstemdur leikur Víkings ómaði um salinn með þessu fallega lagi. Bara hélt í sér andanum og hlustaði á snilldina.
Ef Víkingur einhvern tíma les þetta þá má hann vita að hann gladdi mitt hjarta óskaplega í kvöld. Ég skulda þér, Víkingur. Bigtime. Og hann afi þinn hefði örugglega rifnað af stolti eftir framistöðu þína í kvöld.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.9.2007 | 20:27
Ekki efnavopn, ekki Saddam heldur olía
Mannhelvítið og hans púkar höfðu bara eitt í huga allan tímann. Olía! Hann fór í árásarstríð gegn öðru ríki vegna græðgi, einskis annars.
![]() |
Bush vissi af vilja Saddams til að fara í útlegð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.9.2007 | 20:36
Og hvað með réttindin? Eru þau verðlaus?
Það er magnað að sjá/heyra hvað "fréttamenn" virðast vera óhæfir í að spyrja spurninga. Í kvöld var einn opinber starfsmaður ("fréttamaður" fréttastofu RUV) að taka viðtal við formann stéttarfélags ríkisstarfsmanna og þar þusaði þessi blessaður formaður um hvað dregist hafi saman með ríkisstarfsmönnum og opinberum starfsmönnum. En það er ekki alls kostar rétt.
Fólk á almennum markaði býr ekki við nánda nærri sömu vernd gegn uppsögnum og opinberir starfsmenn gera. Ekki hafa þeir heldur sömu lífeyrisréttindi, enn langt í land þar. Þar fyrir utan eru mjög margir ellilífeyrisþegar í dag í A-flokki. Sem þýðir það að ef laun hækka hjá opinberum starfsmanni, hækka lífeyrir þeirra sem gegndu sama/sambærilegu starfi og eru í A-flokki, því lífeyrir er í beinu hlutfalli af kjarasamningum.
En þessu "gleyma" forsvarsmenn opinberra starfsmanna að nefna þegar dregur nær samningum og kjarabaráttan hefst. Og "fréttamenn" hjá hinu opinbera RUV passa að spyrja ekki nærgöngulla spurninga, þeir eru nebblega svo óhlutdrægir .
Það má til gamans minnast á það að starfsöryggi opinberra starfsmanna er svo mikið að vita vonlaust er að segja upp vonlausum starfskrafti sem ekki helst í starfi á venjulegum atvinnumarkaði. Því grípa stjórnendur opinberra fyrirtækja/stofnanna til þess óyndisúrræðis að leggja þessa óhæfu starfsmenn í einelti, í von um að þeir hætti sjálfir, og hægt verði að ráða hæft fólk í staðinn. Þetta er því miður staðreynd og tölur af einelti á vinnustað hjá hinu opinbera sýna það.
![]() |
Allt að 30% launamunur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.9.2007 | 20:38
Ef þetta er nóg til að sakfella McLaren...
Það vita allir sem hafa stundað hópíþróttir í úrvalshópum að liðsstjórar og þjálfarar fylgjast með hinum liðunum. Hvernig þau spila, hvernig þau raða inná leikmönnum, hvernig þau haga leikskipulagi sínu.
Nú kemur ekkert fram í úrskurði FIA sem bendir til að McLaren hafi nýtt sér gögnin. FIA skoðaði bílinn í ræmur, verksmiðjur McLaren, talaði við tæknimenn og fékk aðgang að öllum gögnum sem þau vildu. Ekkert. Nákvæmlega ekkert sem bendir til að McLaren hafi nýtt sér þessi gögn. Hvað þá að aðrir en Coughlan hafi vitað af þessum gögnum. Auðvitað vissi hann sitt hvað um Ferrari, hann var að vinna þar. Ef FIA dregur þá ályktun að Coughlan hafi notað gögnin, bara vegna þess að hann vissi sitt hvað um starfssemi Ferrari, þá eru FIA ekki gáfulegir.
En úrskurðurinn er byggður á tölvupóstum milli liðsmanna McLaren sem benda til þess að þeir viti sitthvað um Ferrari liðið. Þetta er einhver lélegasta röksemdafærsla sem maður hefur heyrt, í það minnsta er hún alls ekki grundvöllur fyrir þá refsingu sem McLaren fékk.
Öll liðin vita hluti um hin liðin. Það er nú bara þannig. Ferrari veit örugglega ýmislegt um McLaren. Annað væri óeðlilegt. En þetta mál snýst um það hvort að McLaren hafi stundað iðnaðarnjósnir og nýtt sér þessi gögn. Og það er ekkert sem bendir til þess að það sé búið að sanna eitt eða neitt. FIA bara dró ályktun (e. assumption). Og eins og einhver sagði þá eru "assumption the mother of all fuckups".
FIA er með drullu uppá bak í þessu máli sem og Ferrari. En McLaren er refsað.
Og hvaðan komu svo gögnin? Úr smiðju Ferrari, ekki satt? Er þetta allt bara kannski setup?
![]() |
Íþróttaráð FIA viðurkennir að hafa engar sannanir fyrir gagnanotkun af hálfu McLaren |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2007 | 01:00
Eins gott að þetta verði rökstutt með skotheldum gögnum...
...því annars er ég hræddur um að ég verði að finna aðra akstursíþrótt til að hafa ólgandi ástríðu yfir, eins og ég hef haft fyrir F1 núna í 13 ár.
FIA (Ferrari International Assistance) mun birta rökstuðninginn fyrir þessari ákvörðun á morgun. Það er eins gott að sá rökstuðningur sé skotheldur.
Ekki einungis er verið að stela sigrinum í keppni bílasmiða og afhelda drullusokkunum frá Ítalíu heldur er verið að taka $100.000.000 af McLaren af því fé sem annars færi í að þróa bílinn og betrumbæta. Þetta þýðir að Ferrari verður með þeim mun meiri séns á að hafa yfirhöndina næsta ár.
Svo þarf að niðurlægja McLaren með því að liðið þarf að sanna næsta ár að bíllinn 2008 sé ekki byggður á stolnum gögnum. Það hefur ekkert, EKKERT, sýnt fram á McLaren hafi haft nein not af þessum gögnum sem einn fyrrum starfsmaður McLaren hafði í fórum sínum. TF1, frönsk sjónvarpsstöð, tók þetta fyrir, bar saman Fiat drusluna í ár og McLaren formúlubílinn og sýndi fram á að ekkert væri sameiginlegt með bílunum.
Enn eina ferðina setur Ferrari liðið svartan blett á þessa frábæru íþrótt með drullusokkaframkomu og hlutdrægni FIA, sem sleikir rassgatið á Ítalafjöndunum með áfergju. Max Mosley og co hafa enn eina ferðina sýnt að í Formúlu 1 eru óheiðalegu Ítalarnir, sem geta ekki gert neitt vel nema með því að svindla, jafnari en allir hinir.
Ef einhverjum finnst ég orðljótur þá má hin/n sami/a vita eitt: Þegar það, sem mér er kært, er saurgað eins og gerðist í dag, þá er ég ekkert að skafa utan af hlutunum. Og get rökstutt þétt mína óbeit á Ferrari!!!!!! Þeir geta ekki keppt heiðarlega! Hafa ekki gert það síðustu ár.
P.S. Nú er bara eitt fyrir McLaren að gera. Vinna allt sem eftir er með stæl. En ekki staldra við það heldur kæra allt sem Ferrari gerir. Allt. Taka hanskana af og þrykkja í punginn á þeim án afláts. Þeir vilja keppa svona, og þá á að gjalda þessum ógeðum líku líkt. Láta þá finna fyrir eigin meðölum.
![]() |
McLaren úr leik í ár og sektað um 100 milljónir dollara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)