31.5.2010 | 14:19
Þau vilja s.s. það kjósendur höfnuðu?
Þetta eru skrítin skilaboð. Kosningaþátttaka í Hafnarfirði var með eindæmum léleg. 65%. 1/6 af þeim sem mættu skiluðu auðu. Samt tapaði Samfylking fylgi og Sjallar unnu á. Lúðvík komst ekki inn. Nú á að halda áfram með vinstri bæjarstjórn og hafa Lúðvík sem bæjarstjóraefni?
Þetta er það sem fólk er að segja að fjórflokkurinn skilji ekki. Það er verið að senda skilaboð og þau eru hunsuð af valdhöfum, atvinnupólitíkusum.
![]() |
Stefnir í vinstristjórn í Hafnarfirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.5.2010 | 08:07
Ísraelar samkvæmir sjálfum sér
Mannréttindi, meðalhóf, sanngirni, réttlæti eru hugtök sem hafa ekki verið að þvælast mikið fyrir gyðingaríki Ísraela. Þarna höfum við bara eina birtingamynd þeirrar mannfyrirlitningu sem þetta ríki stendur fyrir. Og komast upp með, í boði Bandaríkjanna.
Maður getur ekki annað en dáðst að þeim er fóru út í þessa vegferð að færa þurfandi Palestínumönnum á Gaza hjálpargögn. Sorglegt að þetta hafi þurft að enda svona.
![]() |
Ísraelsher staðfestir mannfall |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.5.2010 | 23:26
Óþarfa ótti
Það vill nú svo til að þessi ótti við hækkun við einkavæðingu er óþarfur ef:
- Einkavæðingin nær bara yfir lítinn hluta markaðar
- Einokun/fákeppni verður ekki til.
Ég get ekki séð að það sé verið að einkavæða allan markaðinn. Þetta er eitt orkufyrirtæki af nokkrum. Stórt þó, reyndar.
Einokun/fákeppni verður ekki heldur. Ef einhver er með einokun á orkumarkaði í dag þá er það ríkið/sveitarfélög. En það kvartar víst enginn yfir því.
Ef fólk á Reykjanesi sér að rafmagnið er að hækka hjá HS Orku, þá bara svissar það yfir og kaupir rafmagn af OR eða Orkuveitu Vestfjarða eða eitthvað. Það er nebblega hægt að ráða því hvaðan maður kaupir rafmagn. Þökk sé ESB.
Og heita vatnið er ekki inni í HS Orku. Það er í HS Veitum og það er í eigu Reykjanessbæjar.
Því miður, Árni Þór, hræðsluáróðurinn stenst ekki skoðun í þetta skiptið.
![]() |
Óttast hærra orkuverð til almennings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.5.2010 | 15:12
samfélagslegan ágóða?
Á það núna að vera fjárfestingastefna lífeyrissjóðanna? Samfélagslegur ágóði? Svona eins og Byggðastofnun? Aldeilis gáfuleg fjárfestingastefna það. Hvað á þá að framfleyta okkur í ellinni? Samfélagslegur ágóði? Félagslegt réttlæti o.s.frv.?
Steingrímur er ágætur, hef lítið upp á hann að klaga, en þetta er bara út í hött samt.
![]() |
Arðsemiskrafan endurskoðuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2010 | 22:57
Afskipti Alþingis af dómsmálum
Það er algerlega magnað að lesa svona hugmyndir frá þingmanni í meirihlutastjón. Veit hann Björn Valur ekki af því að það er alveg kristaltært í okkar stjórnkerfi að Alþingi og ráðherrar eiga EKKI að hafa nokkur afskipti af dómsmálum sem eru fyrir dómi í hvert sinn. Það er frægt orðið þegar Ólafur Ragnar Grímsson fékk Gvend Jaka til að tilkynna veikindi svo Ólafur kæmist á þing til að ausa úr skálum reiði sinnar um Hafskipsmálið. Ein stærstu réttarfarsmistök síðustu aldar. Endilega Björn Valur, farðu í þessi fótspor. Skiptir það engu hver málstaðurinn er, þingmaður á EKKI að skipta sér beint á nokkurn hátt að dómsmáli.
![]() |
Vill að ákæra verði dregin til baka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |