Óþarfa ótti

Það vill nú svo til að þessi ótti við hækkun við einkavæðingu er óþarfur ef:

  1. Einkavæðingin nær bara yfir lítinn hluta markaðar
  2. Einokun/fákeppni verður ekki til.

Ég get ekki séð að það sé verið að einkavæða allan markaðinn. Þetta er eitt orkufyrirtæki af nokkrum. Stórt þó, reyndar.

Einokun/fákeppni verður ekki heldur. Ef einhver er með einokun á orkumarkaði í dag þá er það ríkið/sveitarfélög. En það kvartar víst enginn yfir því.

Ef fólk á Reykjanesi sér að rafmagnið er að hækka hjá HS Orku, þá bara svissar það yfir og kaupir rafmagn af OR eða Orkuveitu Vestfjarða eða eitthvað. Það er nebblega hægt að ráða því hvaðan maður kaupir rafmagn. Þökk sé ESB.

Og heita vatnið  er ekki inni í HS Orku. Það er í HS Veitum og það er í eigu Reykjanessbæjar.

Því miður, Árni Þór, hræðsluáróðurinn stenst ekki skoðun í þetta skiptið.


mbl.is Óttast hærra orkuverð til almennings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Reputo

Þökk sé ESB að þá hækkaði rafmagnið í verði því nú þurfa fleiri milliliðir að græða.

Reputo, 20.5.2010 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband