28.4.2010 | 00:23
Evran að sökkva? 19. maí verður vendipunktur.
19. maí þurfa Grikkir að standa skil af afborgunum af láni. Þessi afborgun er uppá 9 milljarða Evra. (Heimild)
Ef þeir geta ekki borgað, heitir það greiðslufall. Þegar greiðslufall verður hjá ríki, heitir það að ríkið er gjaldþrota.
Ef Evruríki verður gjaldþrota sekkur Evran fljótt, hratt og í langan tíma. Þetta ættum við Íslendingar að þekkja, hvað gerist þegar enginn vill snerta gjaldmiðilinn.
Ég spái því að Evruríkin munu skera Grikkland úr snörunni og lána þeim fyrir þessum gjalddaga. Annars sökkva Evruríkin öll sem eitt með Grikklandi.
Og svo er Írland, Spánn, Portúgal og fleiri með sín vandamál, next up.
![]() |
Skuldabréf Grikklands í ruslflokk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.4.2010 | 14:41
Sósíalískt réttlæti Hróa Hattar
Hvað er Lilja að segja? Á að fara endalaust í vasa þeirra sem eru með laun fyrir ofan þolmörk skattpíningar til að laga "réttlæti skuldara" ?
Ég er skuldari eins og allir aðrir. En ég er líka í þeim hópi fólks sem VG er núna að skattpína ofan í jörðina, ofan á stökkbreytt lán og greiðslubyrgði af þeim.
Nei takk, Lilja. Þú ert ágæt en í Guðanna bænum ekki grafa mig og mína fjölskyldu sex fet niður og moka yfir, í leit að sósíalíska réttlætinu hans Hróa Hattar. Nóg er búið að stela frá mér og öðrum í minni stöðu.
Ef ég er svo heppinn, aftur á móti, að lánadrottinn minn getur séð sér fært að lagfæra stökkbreytta lánið mitt, þá koma flokksbræður Lilju og taka tekjuskatt af mismuninum. Indriði Þorláks í broddi fylkingar. Fullt af fólki hefur farið í 110% pakka bankanna til að laga málin en eiga á hættu að vera kjöldregin fyrir það.
Réttlæti skuldara? Láttu skattgreiðendur í friði og talaðu við Indriða frekar og Steingrím J. !!!!!!!!! Líttu þér nær, kona, og hættu að hrópa út í bláinn!
![]() |
Skuldarar hrópa á réttlæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.4.2010 | 12:18
Af hverju er þetta frétt?
Þetta er "virtasta stétt landsins" að eigin mati: Blaðamenn.
Fyrir utan það hvað það er furðulegt að stjórnarfundur fagfélags skuli vera fréttamatur þá er bara frábært að sjá fólk, sem tekur sig jafn hátíðlega, haga sér eins og krakkar á Gulu deildinni. Af því að það á að fara að velja formann fyrir "virtustu stétt landsins".
Merkilegt hvað álit mitt á Þóru hefur minnkað undanfarið.
![]() |
Neita að skrifa undir ársreikninga BÍ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.5.2010 kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.4.2010 | 12:57
Má ég líka hunsa lög og reglur?
Þetta er merkilegt mál. Allir borgarar og íbúar Reykjavíkur, tja, allra sveitafélaga, þurfa leyfi og samþykktir til að reisa mannvirki og standa í meiri háttar aðgerðum, hvort sem er á sinni eigin lóð eða fyrir utan hana.
Nú lítur út fyrir að sá ágæti maður, Hrafn Gunnlaugsson, hafi reist alls kyns mannvirki án tilskilinna leyfa. Má ég þá gera það líka?
Mátti þá Kári Stefánsson reisa grindverkið sitt í Skerjafirði hér um árið? Mátti þá fólkið, sem þurfti að rífa bústaðinn sinn vegna þess að einhver hluti hans var byggður án tilskilinna leyfa, byggja þetta eftir allt saman?
Hvernig er það, gilda lög og reglur fyrir suma en ekki aðra?
Er þetta nýja Ísland? Þar sem öll dýrin eru jöfn, en sum eru jafnari en önnur?
Ég hef gaman af Hrafni og hans verkefnum og pælingum. Það væri samt óskandi að hann myndi gera það í sátt við borgaryfirvöld, eins og allir íbúar landsins þurfa að gera.
![]() |
Hrafn fær líklega frest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.4.2010 | 15:21
Ekkert nýtt á ferðinni skv. Matt Taibbi
Held að fólk ætti að kynna sér rannsóknarblaðamennsku Matt Taibbi hjá Rolling Stones.
![]() |
Gengi bréfa Goldman Sachs hrynur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.4.2010 | 13:09
Eftirsjá af Illuga
Það er gott að hann sjái það að það er nauðsynlegt að hann víki meðan hans mál eru í rannsókn. En það er samt eftirsjá af honum. Einn af skárri þingmönnum Sjálfstæðisflokksins.
Nú þurfa bara hin að fylgja. Bjarni, Þorgerður, Jóhanna og fleiri.
![]() |
Illugi fer í leyfi frá þingstörfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.4.2010 | 08:48
Samþykkjum þessa afsökunarbeiðni! Lærum af Mandela.
Þetta er skref í rétta átt. Allt byrjar á einu skrefi.
Upphafið að betrumbót eftir hrikaleg mistök er afsökunarbeiðni, iðrun og auðmýkt. Ef þeirri betrumbót er hafnað af viðtakendum umhugsunarlaust er hætta á að engin frekari afsökunarbeiðni, iðrun né auðmýkt sé væntanleg hjá öðrum í sömu sporum. Nú hefur Björgólfur beðist afsökunar nokkuð afdráttarlaust. Ef við höfnum því afdráttarlaust mun enginn annar sökudólgur biðjast afsökunar. Tilgangslaust. Og svo munum við spyrja okkur eftir 10 ár: Af hverju baðst enginn afsökunar, annar en Bjöggi?
Það þýðir lítið að krefjast afsökunarbeiðni, sem þjóðfélag, og svo hafna því þegar það kemur. Auðvitað á kallinn að reyna að gera yfirbót líka, sýna auðmýkt o.s.frv. Skila til baka í það minnsta einhverju af því til þjóðfélgsins sem hans gjörðir hafa kostað okkur.
Ef við getum lært eitthvað af Nelson Mandela, þá er það að fyrirgefa. Við verðum að læra að fyrirgefa ef við ætlum að halda áfram sem þjóðfélag.
Mín 5 cent.
![]() |
Björgólfur biðst afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.4.2010 | 11:46
Lambakjöt beint frá skattgreiðendum
Merkileg orð sem formaður Landssamtaka sauðfjárbænda segir.
- Honum finnst hræðilegt að lambið sé að tapa markaðshlutdeild gegn kjúklingi og svínakjöti.
- Það verði að stöðva þessa hræðilegu samkeppni um hylli neytenda.
- Hann nefnir EKKI að styrkir til sauðfjárbænda, teknir frá skattgreiðendum, eru mun hærri á Íslandi en í flestum öðrum löndum þar sem landbúnaður er styrktur af ríkinu.
Svo er fólk að bölva LÍÚ sem óvilgjörnum hagsmunasamtökum?
![]() |
Eggin og fleskið beint frá banka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)