Sósíalískt réttlæti Hróa Hattar

Hvað er Lilja að segja? Á að fara endalaust í vasa þeirra sem eru með laun fyrir ofan þolmörk skattpíningar til að laga "réttlæti skuldara" ? 

Ég er skuldari eins og allir aðrir. En ég er líka í þeim hópi fólks sem VG er núna að skattpína ofan í jörðina, ofan á stökkbreytt lán og greiðslubyrgði af þeim.

Nei takk, Lilja. Þú ert ágæt en í Guðanna bænum ekki grafa mig og mína fjölskyldu sex fet niður og moka yfir, í leit að sósíalíska réttlætinu hans Hróa Hattar. Nóg er búið að stela frá mér og öðrum í minni stöðu. 

Ef ég er svo heppinn, aftur á móti, að lánadrottinn minn getur séð sér fært að lagfæra stökkbreytta lánið mitt, þá koma flokksbræður Lilju og taka tekjuskatt af mismuninum. Indriði Þorláks í broddi fylkingar. Fullt af fólki hefur farið í 110% pakka bankanna til að laga málin en eiga á hættu að vera kjöldregin fyrir það.

Réttlæti skuldara? Láttu skattgreiðendur í friði og talaðu við Indriða frekar og Steingrím J. !!!!!!!!!  Líttu þér nær, kona, og hættu að hrópa út í bláinn!


mbl.is „Skuldarar hrópa á réttlæti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr, ég er líka skuldari, bæði húsnæðislán og námslán, ég borga mínar afborganir mánðarlega eða tvisvar á ári og aldrei í vanskilum en ég neita að borga skuldir þeirra sem steyptu sér fram af - voru með tvo bíla á lánum og stærri íbúðir en ég læt duga mér og mínum, þetta tal hjá Lilju er lýðskrum og punktur!

Gáfnaljós (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 14:51

2 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Það eru langflest heimili í dag annað hvort tæknilega gjaldþrota eða eru við það að fara undir, rétt ná með nefið upp yfirborðið.

Tillaga Lilju gengur út á það að beita sínu sósíalíska réttlæti þannig að það drukkni í raun allir. Jafnt.

Á sama tíma er fólk, sem kannski nær að véla út leiðréttingu á stökkbreittum höfðustól, undir ógnarvaldi skattmanns sett. Höfuðsstólslækkun verður skattlögð sem tekjuskattur. ÞESSI ÚRRÆÐI hefur Lilja þó eitthvað með að gera en mun ekki leggjast á skattgreiðendur heldur lánastofnanir, öllum til hagsbóta. Það er jú EKKI hagsmunir lánastofnana að fólk fari í gjaldþrot í massavís, þvert á móti, þeirra hagur að slíkt gerist ekki.

En nei, Indriði og Steingrímur J eru of bissí að passa að enginn komist upp úr skuldasúpunni þannig að viðkomandi geti farið að anda með munninum líka. Slíkt væri sósíalískt óréttlæti. Það eiga allir að vera jafnir. Í skítnum upp að nefi. 

Sigurjón Sveinsson, 27.4.2010 kl. 15:18

3 Smámynd: Árni Þór Björnsson

-Hvað, eru ekki allir skuldarar meiri eða minni. Skuldavandi heimilanna er ekki þeirra einkamál. Auðvitað vill fólk standa í skilum og veigrar sér við að leita til hjálparstofnana. En stundum hefur fólk ekkert val. Þetta tal um tvo bíla á lánum og stærri íbúð en námsmaðurinn Gáfnaljós er bara illa dulin öfund og meinfýsni. Það gat enginn reiknað með því að lán myndu hækka 120-150% og svo snögglega. Bankarnir lugu fram í rauðan dauðann að fólki og fram á síðasta dag um stöðuna.

Því fyndist mér eðlilegt að lagður yrði skattur á banka og fjármagnsstofnanir sem rynni til hjálpar nauðstöddum.

Skattpíning eða ekki. Það er ekki rétt leið að leggja auknar skattbyrðar á vinnandi einstaklinga. Það mætti t.d. taka 50% af olíugjaldinu, fresta byggingu nýs háskólasjúkrahúss, eyrnamerkja fé til ákveðinna verkefna og vinna þannig að velferð þjóðarinnar. Amk vil ég að skattpeningarnir fari í uppbyggingu ss heilsugæslu,löggæslu,samgöngur og félagsleg úrræði fyrir bágstadda. Eins vil ég að trúnaðarmenn þjóðarinnar axli sína ábyrgð, geri hreint fyrir sínum dyrum eða fari.Tími flokksleiðtoganna er liðinn. Hinn sterki maður,leiðtoginn !

-Nei. Samvinna og hugsjón þverpólítískt er það sem skortir nú. Ekki karp og skítkast.

Og Gáfnaljós ! Hvert er nafn þitt ?

Árni Þór Björnsson, 27.4.2010 kl. 15:27

4 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

ÉG og MIG frá MÉR til MÍN! ÉG ÉG ÉG segir "gáfnaljós" og aðrir álíka sem sjá ekkert annað en sjálfan sig. Við erum 0,3 milljónir á þessu skeri. Vill fólk að hér verði almennur fólksflótti? Þá er ég hræddur um að skattar á hina sem eftir verða hækki meira en í dag hvort sem "gáfnaljósum" líkar það betur eður ei. Þá drukkna allir jafnt Sigurjón. Mér finnst gott hjá Lilju að berjast hinni réttlátu baráttu.

Guðmundur St Ragnarsson, 27.4.2010 kl. 15:50

5 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Sæll Guðmundur.

Já, að vissu leyti erum við öll saman í báti með þetta mál, og vissulega höfum við mis breið bök til að axla birgðarnar. En það er sem mér misbíður hvað mest er þetta: VG er svo rígbundið í sósíalískt réttlæti að þau geta ekki fyrir nokkra muni leyft þeim sem kannski geta bjargað sér, að bjarga sér.

Hvað á ég við? Jú, ef skuldarar geta samið við bankann sinn um lausn sem inniheldur niðurfellingu hluta af stökkbreyttum höfuðstóli, þá skal skattleggja það sem tekjuskatt. Sem sagt, ef þú getur reddað þér á einhvern hátt frá þessu, þá ertu skotinn á færi af skattmann, sérstökum refsivönd hrunsins sem ekki þarf að fara dómsleiðina, með opið leyfi og frítt spil frá löggjafanum.

Þessi afstaða í "sósíalísku réttlæti" kristallaðist í upphafi hrunsins þegar fólk á borð við Tryggva Þór (hvað sem fólk annars heldur um hann), Hagsmunasamtök Heimilanna og Sigmundur Davíð Framsóknarformann, bentu á þá augljósu staðreynd að svigrúm var fyrir flata afskrift í föllnu bönkunum (það átti þá ekki við um lífeyrissjóðslán né íbúðalánasjóð né sparisjóði). Þetta hefði þýtt að einhverjir hefðu fengið flata afskrift en ekki allir. Þessu var kastað út í hafsauga af núverandi stjórn. Af hverju? Jú, það var ekki pláss fyrir alla í þessum björgunarbáti, bara suma, og því skildi enginn fara í björgunarbátinn. Allir sökkva.

Getur þú ímyndað þér hvernig hefði farið fyrir ÖLLUM farþegum Titanic ef skipstjóri þess hefði hugsað svona? Í stað þess að setja konur og börn fyrst?

Núna, 1 1/2 ári síðar, þegar slíkar dyr fyrir flata niðurfærslu höfðustóls hafa lokast, dettur þessum annars ágæta þingmanni VG að leggja þessar birgðar á herðar skattborgara, í stað t.d. kröfuhafa.

Takk, Lilja og co fyrir að sofa líka á verðinum. Bara öðruvísi en Geir og co. Sofa blundi sósíalísks réttlætis.

Sigurjón Sveinsson, 28.4.2010 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband