Lambakjöt beint frá skattgreiðendum

Merkileg orð sem formaður Landssamtaka sauðfjárbænda segir.

  • Honum finnst hræðilegt að lambið sé að tapa markaðshlutdeild gegn kjúklingi og svínakjöti.
  • Það verði að stöðva þessa hræðilegu samkeppni um hylli neytenda.
  • Hann nefnir EKKI að styrkir til sauðfjárbænda, teknir frá skattgreiðendum, eru mun hærri á Íslandi en í flestum öðrum löndum þar sem landbúnaður er styrktur af ríkinu.

 

Svo er fólk að bölva LÍÚ sem óvilgjörnum hagsmunasamtökum? 


mbl.is Eggin og fleskið beint frá banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komdu með tölur góurinn....þetta er vísast vitlaust hjá þér.

Það er reyndar ástæða fyrir þeim styrk, - lambakjöt (og reyndar ekki nautakjöt heldur) þolir ekki verðsamkeppni við svín og kjúklinga. Að baki liggur einfaldlega náttúrulögmál sem ekki er hægt að snúa á. Og ástæðan er nú aðallega e-k byggðarstefna, svo og að halda í ákv. menningararf.

Það er útilokað að keppa við verð á svíni sem ekki er bara svín, heldur niðurgreitt með vaxtafé...eða skattfé.

Reyndar njóta svínabændur styrkja, og geta fengið enn meira ef þeir kjósa, en þeir eru í formi sem hagfræðingum og öðrum spekúlöntum reynist torvelt að skilja. Það er nú önnur saga

JónLogi (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 11:59

2 identicon

Jón Logi, ástæðan er sú að bændur eru tregir til þess að sameinast örðum búum og allir vilja halda sínum búskapi gangandi.   En sú stærð sem hvert bú er hreinlega getur ekki gengið og haldið uppi samkeppni.

Þér þykir kannski eðlilegt að ofan á það að skattgreiðendur nánast greiði laun bænda að við borgum síðan fjárfallt verð á kjötið miðað við hvað gengur og gerist í öðrum löndum ?

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 12:07

3 Smámynd: Ráðsi

Segjum sem svo að beingreiðslur til bænda féllu niður, það myndi verulega hækka verð á kjöti til neytandans, upphaflega hétu þessar greiðslur jöfnunargreiðslur og voru settar á svo að fólkið á mölinni gæti keypt kjötið.

Svo er annað, það er ekki hægt að miða sig við verð í öðrum löndum, við verðum að taka mið af launagreiðslugetu í hverju landi fyrir sig. Við getum að vísu miðað okkur við Sviss og Noreg og þar er verðið svipað og hér.

Svo ef við förum í ESB þá þurfum við skattgreiðendur fyrst að fara borga, Eftirlitsgjöld í ESB eru talsvert hærri en sú upphæð sem fer í beingreiðslur.

Kynnum okkur málin fyrst.

Ráðsi, 8.4.2010 kl. 12:27

4 identicon

Ráðsi, aldrei nokkruntíman hef ég talað fyrir því að við förum í ESB.

Fólkið á mölinni getur ekki leyft sér að kaupa lambakjöt og er þá ekki forsenda þessara greiðslna fallin ?  Eða hefur ekki verið skilningur á því að þessar greisðlur séu þarfar til annara hluta ?

Ef þú berð síðan saman landbúnað í örðum löndum þá myndirðu sjá það að bændur væru miklu færri á hvern íbúa heldur en hér á landi.  Stæðsta vandamálið er að hér eru alltof margir bændur í sömu greininni, þannig að enginn þeirra getur með nokkru móti haft tekjur eða hagnað af sinni vinnu.

Sauðfjárbændur þurfa hreinlega að fara að opna stórbú og hætta þessu bulli með 2-300 rollur.   Á nýja sjálandi þá vita bændur ekki einu sinni hvað þeir eiga margar kindur þeir eiga eitthvað á bilinu 2-4 milljónir og nenna ekki að telja þær einu sinni.

Ég er nú samt sem áður ekki að leggja til að bændur fari að ræka sauðfé í milljónatali en sauðfjárbændur þurfa samt sem áður að fara að hugsa í stærðinni 3-5 þúsund stykki.  Einn bóndabær með svo mikið að sauðfé myndi auðveldlega skila hagnaði og fyrir þessa 10 bændur sem myndu þurfa að leggja niður sinn búskap myndu örugglega 3-4 af þeim hafa góða vinnu við búskap þess stóra.   Og hinir gætu snúið sér að öðrum búskap,  svo sem korni, grænmeti eða jafnvel einhverju allt öðru.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 12:36

5 identicon

Sæll kallinn

 Ég vildi bara benda á að Sindri minnist á beingreiðslur í spjalli sínu og að í öðru lagi þá eru beingreiðslur á Íslandi sambærilegar og styrkir í Evrópusambandslöndum. Munur er bara á eðli styrkjanna, hér eru styrkirnir beint á hverja framleidda einingu en í ESB eru svo kallaðir "grænir" styrkir sem í formi byggðastyrkja, styrkja til skiptiræktunar og aðrir styrkir sem erfitt er að útskýra sem landbúnaðarstyrki svo erfitt er að bera þá saman við framleiðslustyrkina á Íslandi.

 Líka spurning um þjóðhagslega hagkvæmni þegar mest allt fóður í svín og kjúkling er innflutt.

Góðar stundir

Jón Guðlaugur (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 13:02

6 identicon

Það þarf nú engann starffræðing til að finna út að rollur eru ekki framleiðsla framtíðar.

Rollan ber einu sinni á ári að meðaltali rétt um 2 lömbum sem tekur 6 mánuði að ala í fallþunga um og innan við 25 kg meðan að gylta gýtur að meðaltali 11,5 grísum amt 2,3 skipti á ári og á 6 mánuðum ná grísirnir 125 kg fallþunga amk...

2x25 kg eða 25x115... Döööh!

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 13:03

7 identicon

Sælir aftur

Einhverja hluta vegna hed ég að Arnar hafi aldrei komið nálægt búskap. Ég er á búi með 450 rollum og 10 kúm við búskapinn vinnum við 3 og á sumum tímum þarf fleirri til. Auk þess höfum við skólaakstur, áþessu lifum við allveg ásættanlegu lífi. Held reindar líka að enginn Nýsjálenskur bóndi eigi yfir milljón kindur, í mest um 30þús sem ég hef heirt um.

Ef farið yrði í eins umfangsmikinn búskap og Arnar leggur til þirftit að fara í anski kostnaðarsamar framkvæmdir bæði við mannvirki og aukinni túnræktu. Bara meðað við að verð á jörðum hér er farið yfir 200.millur gerir möguleikan á sterri búum með meiri landi ómögulegt. Enginn bújörð á Íslandi stendur undir beitarálagi af svo fjölmennum stofni, rofagjarni íslenski eldfjallajarðvegurinn með okkar veðurfari mindi aldrei þola það. Annsi held ég hallist á einnig á allan aðbúnaða greyi skeppnana. Ég vann í Ástralíu á búi með 15.þús kindum á þrem stöðum með um 25 starfsmenn. Þó þetta sé mögulegt þar eru aðsætður enganveginn sambærilega og á Íslandi.

Þó er ég sammála um að búinn mættu stækka en hér mindi ég ekki fara hærra en í 700 kindur og 50 kýr. Held að fáir íslenskir bændur séu í greininni til að græða mikið og þeir sem héldu að það væri hægt eru allir að fara á hausinn eftir skuldafilliríð 2007. Sem bóndi geri ég bara þá kröfu eins og aðrir vinnandi menn að ég gerir lifað á vinnuni. Þeir eru víst fáir sem ekki vilja fá laun fyrir sína vinnu !! Hvort sem það verður með beingreiðslum eða öðrum hætti.

Og vil benda Óskari á að meðan lömbinn ganga á fjöllum og fittna þarf svínabóndinn að kaupa fóðrið í grísina inn frá Danmörk. Auk þess sem lambakjöt er lúfeng munaðarvara meðað við svínakjötsprummpið :o)

En jæja ég þarf víst að fara út að sprauta blessaðar kindurnar með fyrirbyggjandi bóluefni við blóðsótt og garnapest.

Góðar stundir

Jón Guðlaugur (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 13:34

8 identicon

Ráðsi: Góður punktur hjá þér. Greiðslan er í raun NIÐURgreiðsla á verði svo að neytandinn fái vöruna ódýrari, þar sem framleiðslan myndi ekki ganga á markaðsverðinu

Arnar Geir: Það er ekki margfalt verð á lambakjöti miðað við sambærileg lönd. Og varðandi meðallaun sauðfjárbænda, þá eru þó undir því sem kallast fátæktarmörk.

Og varðandi bústærðina, þá ítreka ég það, að hluti styrkjarins er hreinlega til að halda úti byggð. Það er nefnilega líka ákveðin fórn að missa hana. Væri reyndar gaman að reikna hvað atvinnuleysisstyrkir væru fyrir alla þá sem vinna við sauðfjárframleiðslu frá a-ö (og það eru ekki bara bændurnir, oneinei) og svohve mikið varan myndi kosta unnin innflutt.

Óskar Guðmundsson: Þú átt kollgátuna. Það eru hin náttúrulegu framleiðslumörk sauðkindarinnar sem gera það útilokað að keppa við svín í hagkvæmni.  1 gylta getur framleitt á við 40 ær eða svo. Vinnuframlag á hvert kíló af lambi er margfalt, og verður alltaf.

Jón Guðlaugur: Þú minnir á ESB styrkina. Þetta er hárrétt hjá þér, þeir eru minna gegnsæir en hér, og erfiðara að meta þá. Það er t.d. styrkt á land, styrkt eftir beitarþunga (meira við minni beit) og fleira í þeim dúr. Gripagreiðslurnar sem komu hérna í nautgripaframleiðslunni eru t.d. byggðar á ESB. Síðast þegar ég gáði, var betur borgað í ESB en hérna, en markaðsverðið lægra. M.ö.o. þá var hlutur ríkisins hærri í % af heildar vöruverði.

Svo er það með stækkunarmöguleikann. Ísland náði fáránlegum hæðum í landverði í "góðærinu", og það hangir enn hátt. Með vextina svona háa er engin leið að kaupa land til að láta nokkurn landbúnað reka sig, og verst lítur það út þar sem besta landið er. Á móti þessu þekki ég dæmi hvar ég vann í Þýskalandi. Bóndi leigði jörð, og dugði styrkurinn sem hann fékk á flatarmálið fyrir leigunni og vel það. Hann keypti seinna landið, og hektarinn rak sig á minna en helming á við það sem hann gerir á sæmilega frjósömu landi í Rangárvallasýslu. En aðstæður eru ekki sambærilegar, - þarna er hægt að rækta epli, perur og vínvið, og uppskera er almennt 2x - 3x meiri en hér. Svo er veturinn stuttur. Staðan er því sú, að  um stækkanir búa á efnahagslegum grunni ræðir einfaldlega ekki.

Annað er með svínabúin. Hérlendis byggja þau á innfluttu fóðri (öll nema 3 eða svo), sem fyrir það fyrsta er niðurgreitt af sínum heimalöndum. Að auki eru einhver að losa haug beint í sjó svo best ég veit, þannig að ekki er um eiginlegan landbúnað að ræða, - heldur verksmiðjuframleiðslu. Og ef SUM þeirra eru borin uppi í taprekstri af bönkum þar að auki, þá er það ekki bara högg á lambakjötsframleiðslu, heldur ALLA kjötframleiðslu, þ.m.t. "hina" sem eru í svínakjötinu.

Jón Logi (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 15:57

9 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Óskar veltir fyrir sér hagkvæmni þess að rækta gríslinga eða lömb. Það vill nú svo til að fóðurkostnaður bænda af lömbunum  er yfirleitt enginn.

Þakka góða umræðu  hér. 

Sigurjón Sveinsson, 9.4.2010 kl. 00:35

10 identicon

Þetta er nú aðeins villandi hjá þér. Lambið verður til og vex á fóðrunartíma móðurinnar. Og það er ein fullorðin skepna, mun stærri en sláturlamb (ca 2x) sem þarf að vetrarfóðra til þess að lambið yfirleitt komist á legg.

Ég skal gefa ykkur tölur á þetta. Á hverja á (+ smá part af hrúti) þarf um 400 kg af heyi.  Gefum okkur að það liggi 24 kg af kjöti eftir ána (sem er ekki slæmt), - þá eru það um 16 kg af gróffóðri á bak við hver kg í lambi. 

Í svínarækt þótti talan 5.5 vera eðlileg fyrir svona 20 árum, - áður en nýr og mun betri stofn kom til landsins.

Það jafnast á við svona ca 8 kg af góðu heyi.

Svínafóðrið fer niðurgreitt inn á heimsmarkað, og er það ódýrt að það er knapplega hægt að rækta handa þeim fóðurkorn fyrir það verð hérlendis, enda lítið af því gert.

Lambakjöt framleiðir maður hins vegar ekki með þeim hætti.

p.s. Kaupi sjálfur kjötið á ca 700 kr/kg.

Jón Logi (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 08:40

11 identicon

Þú mátt alveg kaupa handa mér nokkur kíló og ég myndi glaður borga fyrir það 1000 kall á kílóið

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband