27.4.2007 | 10:46
Að taka tjakkinn á einhvern
Maður einn úr Reykjavík var á ferð á austfjörðum, rétt norðan við Bakkafjörð. Byggð er ekki mikil þarna og kauði lendir í því að sprengja dekk og hafði engann tjakk til að skipta um dekk með. En hann hafði nýverið keyrt framhjá bóndabæ og ákvað því að ganga á bæinn og biðja þar um tjakk.
Þar sem hann gengur í átt að bænum fór hann að hugleiða hvað hann ætti að gera þegar hann kæmi að bænum. "Bóndinn lánar mér örugglega tjakkinn sinn" hugsaði hann. "Bændur eiga svo mikið af tjökkum. En þeir eru svo nískir því þeir eru svo blankir, hann á eftir að neita mér um tjakkinn. Svo vill hann örugglega ekki hjálpa fólki úr Reykjavík. Hatar mölbúa eins og mig. Örugglega. Svo heldur hann að ég kunni ekkert á tjakkinn, enda borgarbarn. Já, þoli ekki bændur, þeir vilja ekki lána neinum neitt. Svo eru þetta allt saman Framsóknarmenn."
Og svona heldur karl áfram að fantasera um bændastéttina og tjakka bænda og er orðinn ansi reiður þegar hann kemur að bænum loksins, búinn að komast að þeirri niðurstöðu bóndinn, í illsku sinni, muni ekki lána manninum tjakkinn sinn.
Karl bankar á hurðina á bænum, og þegar hurðin opnast, steytir maðurinn hnefanum framan í bóndann og segir hárri, reiðri röddu: "Þú getur bara tekið þennan tjakk þinn og troðið honum upp í rassgatið á þér!!!!".
Þetta heitri að taka tjakkinn á einhvern. Að fabúlera um aðstæður einhvers og skoðanir án þess að hafa nokkra einustu hugmynd um staðreyndir, og mynda sér skoðun byggða á þeim fabúleringum.
27.4.2007 | 10:28
Grasekkill - dagur 13, lokadagur
Jibbí, Elsa kemur heim í dag. Búin að vera í Hollandi núna í nærri því tvær vikur. Við erum öll fegin því, við börnin, því lífið hið daglega líf án Elsu er eins og matur á salts, bragðlaust.
En það er með ólíkindum hvað talan 13 er stór í lífi okkar þessa dagana. Við fluttum í Æsuborgir 13 föstudaginn þann 13. apríl, í hús með stiga sem í eru 13 þrep.
13 er happatalan okkar. En nóg um það. Á eftir brunum við börnin til Kef og náum í mömmu. Það verður sko gaman þá.
26.4.2007 | 17:27
Fautinn í fangelsið
![]() |
Dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir líkamsárásir á fyrrum sambýliskonur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.4.2007 | 15:06
Gerum Ísland að fjármálamiðstöð
Getur maður ekki sagt að það sé nú fullsannað að fjármálageirinn hafi sannað sig sem aðal gullegg þjóðarinnar? Eigum við ekki að stíga það skref að gera þetta gullegg stærra? Gera Ísland að alþjóðlegri fjármálamiðstöð?
Lof sé Drottni í Upphæðum.
![]() |
Yfir þúsund störf urðu til í fjármálastarfsemi á síðasta ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.4.2007 | 13:48
Grasekkill - dagur 12
Fyndi hvernig minnið leikur mann, or the lack thereof. Þar sem ég undirbjó okkur (vakna, klæða sig, borða morgunmat, fara í útifötin) til að fara í leikskólann í gær til að setja upp leikrit og syngja, var ég með í lúppu í hausnum á mér "muna eftir video vélinni, muna eftir video vélinni" því ég ætlaði að taka þetta upp fyrir Elsu. Hverju gleymdi ég heima? Video vélinni. Að sjálfsögðu.
Góðar fréttir komu núna áðan. Spúsa mín hringdi og ætlar að koma til landsins á morgun kl 15 í stað kl 21. Ástæðan? Jú, starfsmenn SAS eru í (ólöglegu?) verkfalli og það mun verða einnig á morgun. Sem myndi þýða að Elsa yrði föst einhvers staðar á leiðinni heim og kæmist ekki fyrr en á (kannski) laugardaginn. En mín sá fyrir þessu og hefur massað til einhverja nýja flugleið heim til að komast í faðm fjölskyldunnar. Mikið afskaplega var gott að fá þessa hringingu.
Þannig að við Bríet og Þengill förum á morgun og náum í mömmu. Ég veit um tvær litlar manneskjur og tvær fullorðnar sem verða himinlifandi þá.
26.4.2007 | 12:46
Dýrð sé Guði í upphæðum
Já, sem hluthafi og starfsmaður Kaupþings þá finnst mér þessar fréttir stórkostlegar. Og Exista er með 57 milljarða í hagnað á sama tíma.
Dýrð sé Guði í Upphæðum.
![]() |
Hagnaður Kaupþings 20,3 milljarðar fyrstu 3 mánuði ársins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2007 | 17:14
Ætli ljósmyndarinn sé núna í hálskraga, með gifs og hækjur?
Ekki ætla ég nú að afsaka orð Hugh, ef rétt er haft eftir honum, en eftir að hafa séð upptökur af framgangi þessara "ljósmyndara" sem papparazzi geta kannski kallað sig, vorkenni ég honum ekki neitt fyrir baunaganginn.
En hvernig ætli þessi pappi verði í dómssal? Með hálskraga, gifs upp að öxl á báðum og á hækjum? Með lögfreyju sem segir "Your honor, he even has nightmares now of beans coming to get him".
Þetta er annars ótvírætt frétt vikunnar. Up there með fréttinni um að Viktoría Beckham sé í raun kvennkyns hundur.
![]() |
Hugh Grant óskaði börnum ljósmyndara dauða úr krabbameini |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.4.2007 | 17:03
Grasekkill - dagur 11
Í gær ákvað ég að gera eitthvað sniðugt og fékk kast heima. Tók bókahilluna, tvær kommóður og aðra-mublu-sem-ég-man-ekki-hvað-heitir fram. Nú þarf ég bara að fara að raða í þetta úr kössunum sem eru í gestaherberginu.
Dagurinn byrjaði snemma í morgun, eða í það minnsta fyrr en vanalega, með ræs kl. 7. Börnin voru nokkuð dugleg að vakna, sérstaklega eftir að ég ákvað að beita nýrri tækni á Þengil. Bara bera drenginn fram í sófa í stað þess að vera með einhverja biðlund.
Síðan klæddum við okkur og fengum okkur morgunmat. Og eftir það haldið í leikskólann. Þar beið dagskrá. Bríet átti að vera í leikriti og Þengill átti að syngja fyrir okkur foreldrana ásamt hinum börnunum á deildinni hans. Mamma var þarna líka til að fylgjast með. Nema hvað, Bríet kom og flutti leikritið "Karíus og Baktus" eftir Thorbjörn Egner í styttri útgáfunni sem og með nýjum vinkli því Bríet var ein af prinsessunum þrem. Hollywoold hefði ekki getar endurskrifað handritið betur og Bríet fékk Óskarinn med det samme.
Þengill var aftur á móti ekki alveg eins sprækur og systir hans og engin Grammy verðlaun á leiðinni til hans fyrir framistöðuna. Hópurinn kom fram og raðaði sér upp. Svo sá þessi elska mig og ömmu sína og strax byrjaði að myndast skeifa, skeifa eins og hann einn getur sett upp. Og hún hélst allann tímann. Eitthvað hefur hann ekki verið sáttur við þetta að komast ekki í skeggið hans pabba síns.
Já, ég er orðinn fúlskeggjaður skallapoppari. Skeggið er orðið 23ja daga gamalt og ég er farinn að venjast því. Kannski maður haldi því bara í allt sumar. Sjáum til.
Ég er að spá í að fara að kíkja á þetta á eftir með Bríeti og Þengil með mér. Sjáum þó til hvort tími gefist í svoleiðis.
24.4.2007 | 14:56
Grasekkill - dagur 10
Gærdagurinn var ósköp viðburðalítill. Þengill er búinn að harðneita að fara í "litla" bílstólinn sinn undanfarið og ég brá á það ráð í gær að skipta stólnum hans fyrir stólinn sem Bríet var með í Golfinum. Þau eru þá núna s.s. með svipaðan stól. Enda eru þau svipað stór þó tvö ár rúmlega séu milli þeirra. Þengill var hæstánægur með þessa (fram?)þróun mála. Síðan kom ég við á kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Grafarvogi og sníkti nælu þar til að setja í jakkakragann. Reyndar er þetta næla númer tvö sem ég sníki þar en sú fyrri endaði í kraga vinnufélaga míns sem þolir ekki Sjálfstæðisflokkin. Smá grín milli okkar.
Þetta grín gæti þó hafa dregið dilk á eftir sér. Í hádeginu mynduðust heitar pólitískar umræður yfir matnum og ég hafði lúmskt gaman af því. Næluþeginn fyrrnefndi varð mjög heitur og svo fórum við og fengum okkur kaffi saman, brosandi í bróðerni, eftir göngutúrinn úr mötuneytinu inn á vinnustaðinn. Þetta var skemmtilegur hópur, ég (XD) og svo einn XV, einn XS, einn (sennilega) XI og einn óþekkt stærð.
Á morgun verður foreldrasýning í Fífuborg og byrjar kl. 8 þannig að á morgun verður morgunstund með gull í mund og blóm í haga hjá okkur börnunum. Ræs rétt fyrir 7.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2007 | 16:24
Grasekkill - dagur 9
Jæja þá er helgin liðin og ég er orðinn 36 ára. Afmælisdagurinn fór hjá frekar meinlaus. Veðrið setti smá strik í reikninginn, ég ætlaði í Húsdýra- og Fjölskyldugarðinn með börnin í boði Samfylkingarinnar. En það byrjaði að rigna all hressilega í hádeginu og á sama tíma komu gestir til mín í brunch. Þegar því lauk var Þengill sofnaður en veðrið var orðið ágætt. Þegar Þengill svo vaknaði var orðið heldur seint í rassinn gripið að fara í garðinn. En ég bauð þá bara framleiðendum mínum og bróður í mat og gerði gott úr því. Eldaði nautalundir ásamt bökuðum kartöflum og salati, borið fram með [Yellow tail] rauðvíni, ís í eftirmat, kaffi og koníak. Næs kvöldstund með þeim nánustu, synd var þó að Elsa var ekki á staðnum. Ég saknaði hennar mikið þarna. Buuuhuuuuuu.
[Sniff] Daginn eftir vöknuðum við seint aftur, við börnin. Um hádegið borðuðum við hádegismat en fórum svo niður að horfa eitthvað á imbann. Nema hvað, Þengill meiddi sig eitthvað og kom til mín grátandi. Ég lá í sófanum og tók hann til mín, lagði hann á bringuna á mér og þannig sofnaði hann með smá grátbólgin augu. Og ég sofnaði svo líka í kjölfarið. Þetta höfum við feðgar ekki gert í langann tíma og mikið var þetta yndislegt. Síðan vöknuðum við um 14:30 og skutluðumst niður á ströndina við Geldinganes og skottuðumst um þar. Elsa var reyndar á ströndinni líka, bara í Hollandi í aðeins meiri hita en við.
Við skiptum liði í kjölfarið. Bríet fór til vinkonu sinnar Salnýjar Kaju í Kópavoginum, dóttur Sigurgeirs og Signýar. Við Þengill boðuðum komu okkar til Þorfinns og Söru, höfðingjahjónum í Brúnastöðum, og fengum þar vöfflur, sultu og rjóma. Þengill borðaði þar tvær vöfflur. Við dokuðum við og ákváðum að slá saman kvöldverði einnig. Ég fór heim og náði í hamborgara fyrir börnin sem ég átti þar. Við fullorðna fólkið snæddum Lasagna að hætti Söru. Dásamlegt alveg.
Síðan var haldið heim með viðkomu í Kópavogi (ná í Bríeti) og farið að sofa fljótlega eftir það. Það kom smá baklás í Bríeti þegar hún var að fara í náttfötin, hún fékk yfir sig skyndilegt "ég sakna mömmu svo rosalega" kast og brynnti músum yfir því. Við sættumst þá á það að við myndum öll fara að ná í mömmu á föstudagskvöldið út á flugvöll. Það er gott að eiga svoleiðis spil upp í erminni þegar grátköst koma.
Í morgun var Þengill þungur á fætur. Ég hef tekið eftir því að undanfarið er hann að vera sprækur sem lækur á morgnanna. Hann var vanur að spretta upp sem fjöður um leið og hann vaknaði og heimta að fara fram úr. Núna morrar hann út í eitt, og tekur 5 mínútur í það að vakna. Rólega. Góð þróun þar á ferð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)