Grasekkill - dagur 13, lokadagur

Jibbí, Elsa kemur heim í dag. Búin að vera í Hollandi núna í nærri því tvær vikur. Við erum öll fegin því, við börnin, því lífið hið daglega líf án Elsu er eins og matur á salts, bragðlaust.

En það er með ólíkindum hvað talan 13 er stór í lífi okkar þessa dagana. Við fluttum í Æsuborgir 13 föstudaginn þann 13. apríl, í hús með stiga sem í eru 13 þrep.

13 er happatalan okkar. En nóg um það. Á eftir brunum við börnin til Kef og náum í mömmu. Það verður sko gaman þá. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það má með sanni segja að það verður gleðilegt að fá Elsu heim. En síðan er það hitt málið, þið eruð bara búin að ræna happatölunni okkar! Við áttum einkarétt á tölunni 13 enda bjuggum við langt á undan ykkur í húsi númer 13 og með símanúmer sem enda á 13!!! En það er svo sem í lagi, því ef við lítum jákvætt á þetta þá er núna happatalan ykkar 13 og þið eigið æðislega og frábæra vini sem búa líka í húsi númer 13! Eða þ.e. allavega enn sem komið er;) Bið að heilsa Elsu og hlakka til að hittast eitthvað sem fyrst með krakkalakkana.

Signý Björg (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband