3.10.2009 | 11:12
Þetta var ekkert jeppi!
Þar sem ég og fjölskyldan var að borða skonsur í morgunmat horfðum við á aðgerðir lögreglu og slökkviliðs niðri í fjöru, 300 metra frá okkur. Og þessi bifreið var af gerð á borð við Daewoo eða Hyundai, venjuleg bifreið. Ekki jeppi. Enda hefði jeppi ekki fest sig þarna en framhjóladrifin bifreið á sumardekkjum festir sig auðveldlega (það hef ég prófað sjálfur) í sandinum í fjörunni.
Krókur kom með bifreið sem tók þennan bíl og fór með hann. Ég tók að sjálfsögðu myndir af þessu með EOS 400 myndavélinni minni og 200mm aðdráttarlinsu.
![]() |
Bifreið dregin upp úr sjónum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er nú með ólíkindum hvað hæfileikaríkir menn geta fest jeppa á ótrúlegum stöðum.
En hvar eru myndirnar?
Landfari, 3.10.2009 kl. 17:18
sammála að þetta var ekki jeppi, en var þetta ekki mmc lancer? fylgdist einmitt líka með aðgerðum með morgunkaffinu.
Mary (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 10:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.