6.8.2009 | 23:36
Japanir voru gífurlega grimmir og blóðþyrstir í styrjöldinni.
Það er merkilegt hvað heimurinn hefur vorkennt Japönum eftir útreið þeirra í seinni heimstyrjöldinni. Það vita allir sem vita vilja, og eru til í að lesa sig aðeins til um mannkynssögu, að Japanir voru gífurlega grimmir og viðbjóðslegir við þegna þeirra þjóða sem þeir hertóku í seinni heimstyrjöldinni. Reyndar var sú grimmd byrjuð löngu áður en látum það vera í bili.
Grimmd þeirra við þessar þjóðir er ógeðsleg. Þeir sem vilja fræðast aðeins um smá brot af því geta horft á heimildamyndina um framkomu Japana í Najing í Kína á Youtube.
Rape of Nanking Part I Atrocities in Asia Nanjing Massacre
Rape of Nanking 2: Japanese Torture Beheading Rape Burning
Vill einhver skoða Dr. Mengele Japana, í massavís? Unit 731. Meir að segja brennsluofn á staðnum Auswitch style. Þar voru þróuð efna og sýklavopn, vopn sem eru í sama klassa og kjarnorkusprengjur, weapons of mass destruction.
Unit 731 Japanese Torture & Human Medical Experiments
Horfið á þessar myndir og munið: Svona var framferði Japana út um alla Asíu á þeirra hernumdu svæðum og þetta hefðu þeir gert við hverja sem þeir hefðu hertekið, hefðu þeir orðið sigursælir í stríðinu. Nanking er bara þekktasta dæmið og vel documentað. Skrítið, lítið er kennt um þetta í japönskum skólum og nýlega kom út kennslubók í Japan þar sem þessu var öllu hálf afneitað. Sé alveg fyrir mér Þjóðverja að reyna að afneita Helförinni. Not!
Það versta við þetta er að þessi viðbjóður viðgekkst með vitund almennings að nokkru leyti og japönskum stjórnvöldum að fullu leyti. Venjulegir Þjóðverjar vissu ekki af ódæðisverkum sinna manna.
Ég vorkenni Japönum ekki neitt fyrir að hafa fengið á sig tvær kjarnorkusprengur. Þeir fyrirlitu útlendinga þá og gera enn upp til hópa. Aftur á móti er sorglegt að með þeim viðburðum hófst kjarnorkuuppbygging í heiminum.
Hiroshima minnst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.8.2009 kl. 00:44 | Facebook
Athugasemdir
Heyr, heyr.... Hef þó mínar efasemdir um fullyrðingu þína um vitund óbreyttra þjóðverja um óhæfuverð sinna manna... Og reyndar hefur borið á tendensum hjá þýskum til að reyna að sópa yfir sporin, um það eru mýmörg dæmi...
Baldur (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 00:01
Er ekki í lagi heima hjá ykkur?
nokkrir íslendingar frömdu fjármálahriðjuverk og stjórnvöld sama sem meðsek. Er þá þara í lagi að nuuka Reykjavík til að hefna?...
USA hatar líka útlendinga og hafa myrt þúsundir en þær bækur sem þið lesið og myndið ykkar skoðanir af eru skrifaðar að einmitt þeim og þeirra bandamönnum..... auðvita eru þeir hetjur og aðrir skúrkar
Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 05:56
Sigurjón, þú ættir að skammast þín.
Hvað sem ríkisstjórn Japana ákvað og herinn framkvæmdi á þessum myrko dögum seinni heimsstyrjaldarinnar er ekkert, nákvæmlega ekkert sem getur nokkurn tímann réttlætt það að nota kjarnorkuvopn, og hvað þá á óbreytta borgara.
Ég heimsótti Hiroshima fyrir nokkrum árum, skoðaði þar safnið sem hýsir minjar og frásagnir frá þessum dimmasta degi mannkynssögunnar og er ég nokkuð viss um að skoðun þín væri önnur ef þú gætir séð þetta sjálfur.
Voðaverk voru framin af öllum aðilum á þessum árum og það er satt að Japanir voru hvað verstir, en það sem gerðist í Nanjing (Nanking er gömul og úrelt stafsetning) er vel þekkt í Japan, en þó vissulega umdeilt og ekki allir á einu máli, en hinn almenni, vel upplýsit Japani veit hvað gerðist og skammast sín fyrir það.
Að segja að einhver eigi skilið að láta varpa á sig kjarnorkusprengju veit greinilega ekkert um hvað hann er að tala eða er þá einfaldlega illa innrættur.
Arnar Steinn , 7.8.2009 kl. 09:13
Sæll Gunnar.
Ef þú ert að bera saman að jöfnu að klúðra bankakerfi (enginn dó) og að murka lífið úr milljónum manna á svo hryllilegan og gimmilegan máta að orð fá varla lýst, þá þú um það.
Arnar Steinn, ég skil vel hvert þú ert að fara með þessu en ég verð bara að vera ósammála. Japanir og Þjóðverjar hófu stríð sem í dóu tugir milljóna manna. Japanir voru byrjaðir á grimmdarverkum á borð við Nanjing (rétt hjá þér um skammstöfunina) löngu fyrir styrjöldina, enda búnir að hernema Kóreu og Kína í langan tíma. Þeirra grimmdarverk, að murka lífið úr fólki frá þessum löndum á hryllilegan máta svo orð fá varla lýst er bara hjóm miðað við 100.000 sem fórust í Hiroshima og Nakasaki. Bara í tilraunabúðum Japana með sýklavopn og efnavopn (+alls kyns tilraunir a la Dr. Mengele) og svo fólkið krufið lifandi án deyfilyfja drap um 580.000 manns (wikipedia). Kjarnorkusprengja eða ekki, bíttar ekki blautan skít. Fólk deyr á hryllilegan máta.
Japanir hófu þetta, voru viðbjóðslegir í stríðinu, og ég vorkenni þeim ekki neitt út af þessum kjarnorkusprengjum. Það er bottom line. Af hverju er engum kertum fleytt fyrir fólkið í Kína, milljónirnar sem Japanir pyntuðu til dauða, hlæjandi og höfðu gaman af? Er það út af því formsatriði HVERNIG það dó? Sorrí, ég kaupi það ekki. Viðbjóður Japana cancelar út alla meðaumkvun hjá mér í þeirra garð. Þannig er nú bara það.
Sigurjón Sveinsson, 7.8.2009 kl. 14:49
Verð að leiðrétta þig aðeins en ég veit um tilfelli þar sem maður svifti sig lífi og bendir allt til þess að léleg fjárhagsstaða hafi drifið hann til voðaverksins.... en auðvita er líkingin ekki sambærileg en hér á landi er verið að hneppa fólk í þrældóm, þræla skuldana og tekur ástandið töluvert á sálarlíf fjölda fólks og ásstandið mun versna til muna.
En þann óþroskaða hugsunarhátt sem að þú hefur er óafsakanlegur....þó að fólk sé fífl þarft þú að vera það líka? heftu þeir ekki átt að ráðast inn með landhernaði og gefa saklausu fólki, jafnvel ungabörnum, kost á að flýja heldur enn að ráðast óverjandi árásum. líkt og sportveiðimenn á þyrlum að veiða td gírafa?
Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 23:07
Sæll Gunnar.
Tja, hvað þeir hefðu átt að gera og hvað ekki má fabúlera um heillengi. Það hefur verið talað um að hefðbundinn landhernaður til að sigra Japani hefði kostað rúmlega tvær milljónir manna lífið. Er það betra? En kannski er það ekki rétt, kannski hefði það bara verið milljón. Þetta er bara tölfræði, ekki rétt? (kaldhæðni).
En annars stend ég við mín fyrri orð. Ef þér finnst það óþroskað að vorkenna ekki þjóð sem hafði sig frammi með þeim viðbjóði og Japanir gerðu, tja, þá get ég lítið sagt um það. Mér finnst það ekki. Mér finnst það bara raunsæi. Af hverju að fleyta kertum til að minnast 100.000 manns, hverra þjóð fór fram með slíkri grimmd að annað eins hefur varla þekkst. Þeir sýndu lífi milljóna manna algera lítilsvirðingu. Af hverju að sýna þeim virðingu?
Annars var ég á sama bandi og þú þar til fyrir tveim árum. Þá fór ég að lesa mig til um grimmdarverk Japana, vissi lítið um þau fyrir, greinilega. Og lesturinn svifti mig allri samúð með Japönum. Allri. Þvílíkur viðbjóður sem þeir létu fólk þola. Hence mín afstaða.
Ef menn og þjóðir fara fram með stríði, grimmd, siðblindu og algerri fyrirlitningu fyrir mannslífinu, af hverju á þá að sýna þeim einhverja tillitssemi?
Sigurjón Sveinsson, 8.8.2009 kl. 00:22
Mér blöskrar að þú sem fjölskyldufaðir skulir blákalt réttlæta morð á saklausu fólki og (börnum sem hafa ekki einu sinni myndað skoðanir á þáverandi ástandi) og eins ódrengilega árás sem kjarnavopn eru.
Ættlar þú að kenna þínum börnum að ef hrotti veitist að þeim að þá sé allt í lagi að svara fyrir sig í sömu mynt nema með óverjandi árás. Jafnvel lúberja alla fjölskyldu hrottans sem áttu engann þátt í máli.
Ef berjast skal þá skal það vera auglitis til auglitis en ekki eitthverjir menn stjórnandi gereyðingavopnum í örugri fjarlæð. annað er forskammarlegur bleyðuháttur og eru bandaríkjamenn ekkert skárri en japanir. Hvurn anskotans eru þeir að gera í afganistan og írak? Ef USA eiga að vera hetjur þá ættu þeir einmitt að beita sömu hörku gegn ríkjum sem refsa konum með c.a. 50 svipuhöggum bara fyrir það eitt að vera nauðgað, börn eru gift öldruðum mönnum fyrir tíu ára aldur, og konur steinaðar til dauða fyrir að finna hamingju með öðrum en þær giftust á barnsaldri eða konur brendar lifandi því eitthverjum fannst hún vera norn......
Um leið og USA gerir jafn rótækar aðgerðir gegn öllum hrillingnum ekki bara hluta af honum þá gæti ég verið liðsherji þeirra. En augljósir hagsmunir gjörða þeirra fær mig til að flokka þá sem eingu skárri en Japanir eða aðra ódæðismenn.
Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 02:34
Sæll Gunnar.
Ég er ekki að réttlæta þetta, bara segja að ég hef enga meðaukvun með Japönum sem þjóð fyrir þetta. Það er munur þarna á. Stór. Og hvernig banvæn árás er, skiptir ekki nokkru máli. Fólk deyr á hryllilegan máta hvort sem er. Einnig finnst mér það rugl að fleyta kertum í minningu stríðsóðrar rasistaþjóðar en örlög milljóna fórnalamba þeirrar þjóðar er þagað um á sama tíma. Þetta er bara hræsni og rugl. Finnst mér.
Sigurjón Sveinsson, 8.8.2009 kl. 08:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.