Löggæsla er ein af grunnskildunum. BíBí, komdu aftur.

Mér finnst þessi tíðindi um hörmungarástandið í lögreglunni ekkert koma á óvart. Þetta er búið að vera svona í töluverðan tíma. MAÐUR SÉR EKKI LÖGREGLUNA LENGUR!!!!!

Einn kunningi minn fór á ökutæki sínu um daginn og sagði mér að hann hefði brotið fullt fullt fullt af umferðareglum. Hann var hvað mest hissa á því að hafa aldrei nokkurn tíma mætt lögreglunni í þessum atgangi sínum. Hann hefur áhyggjur af þessu, algerum ósýnileika lögreglunnar því hann veit vel að lögrelgan er að sinna fullt af þörfum verkefnum öðrum en að eltast við ökufanta sem sig.

Það er GRUNNSKILDA hins opinbera í öllum heiminum að gæta velferðar borgaranna. Grunnskilda! Löggæsla, dómstólar, Alþingi og heilbrigðismál eru hornsteinninn í þessu. Ekki ESB umsókn, ekki helmingsaukning í listamannalaunum, ekki fleiri háskólar, ekki LÍN, ekki listamannasnobbsýningar á Ítalíu (heitir það ekki Feneyingurinn?), alls ekki tónlistar- og ráðstefnuhús við höfnina, ekki aukin aðstoð við hælisleitendur, og margt margt fleira. Það eru lúxusvandamál, ekki grunnvandamál.

Ef  eitthvað er þá á að láta niðurskurð til lögreglunnar ganga til baka og bæta jafnvel við jafn miklu og átti að spara. Því vitið hvað?

Jú, í kreppu er það jafn víst að glæpir snaraukast og að nótt fylgir degi. Þetta er bara nærri því eðlisfræðileg staðreynd. Einnig fylgja aukin félagsleg vandamál sem lögreglan þarf að glíma við (heimilisofbeldi, óregla fólks etc).

Að skera niður hjá lögreglunni er jafn hálfvitaleg aðgerð og að skera niður grimmt í heilbrigðisgeiranum í miðri plágu. Þetta heitir á góðri íslensku að skíta upp á bak í beinni, að skera niður hjá lögreglunni.

Það liggur við að maður óski eftir því að Björn Bjarnason komi aftur í ríkisstjórn sem dómsmálaráðherra. Svona rugl og vitleysa hefði aldrei gerst á hans vakt, hvað svosem fólk hefur á móti honum út af öðrum málum. Því eitt er og verður alltaf kristaltært. BíBí hlúði vel að lögreglunni og gæslunni og gætti þeirra hagsmuna í hvívetna, vitandi vits að þarna væri á ferð alger grunnþjónusta við borgarana. 


mbl.is Lögregla komst ekki í útköll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband