Kolbrún fær þetta, spái ég.

Það er mín spá að Kolbrún Halldórsdóttir, sú kona hverra kjósendur höfnuðu í forvali VG og var mest strikuð út af VG fólki í kosningunum (heitir að skíttapa og vera hafnað harkalega) verði valin Þjóðleikhússtjóri. Það mun gera hennar vinkona, flokkssystir og samfemínisti, Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra og samráðherra í skamma stund.

Annars er listinn þessi:

Ari Matthíasson, leikari,
Hilmar Jónsson, leikstjóri,
Hlín Agnarsdóttir, leikstjóri og rithöfundur,
Kolbrún Halldórsdóttir, leikstjóri,
Magnús Ragnarsson, framleiðandi,
Páll Baldvin Baldvinsson, fulltrúi ritstjóra,
Sigurður Kaiser, framkvæmdastjóri og leikhúshönnuður,
Tinna Gunnlaugsdóttir, þjóðleikhússtjóri og
Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri.

Annars er annar kandídat þarna ansi sterkur, Þórhildur Þorleifsdóttir. Ef einhver á þessum lista á séns í að vera meiri femínisti og kommi en Kolbrún þá er það Þórhildur blessunin.

Ef svo ólíklega vildi til að Tinna verður ráðin áfram (leikstjóri, MBA gráða, búin að vera Þjóðleikhússtjóri í fimm ár), s.s. hæfasti aðilinn á listanum ráðinn, burtséð frá pólitík, þá skal ég skála í kaffi yfir því. En þangað til ætla ég að reikna með að frú Harkaleg-Höfnun fái brauðmola frá vinkonu sinni.


mbl.is Tíu sóttu um starf Þjóðleikhússtjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þ.Jónsson

Það er vitað að Kolbrún H. fái þetta!

Þetta er nýja Ísland, þarsem allt er uppi á borði og algerlega gegnsætt. Eiginlega alveg ósýnilegt eða þannig.

Og VG hugsar vel um sína, svona eins og allir hinir sjá um sína. Eða er einhver annar rass undir þeim heldur en hinum?

Þ.Jónsson, 30.6.2009 kl. 12:59

2 Smámynd: Liberal

hahahahaha, auðvitað fær Kolla klám þetta. Hún datt af þingi því almenningur er búinn að fá upp í kok af ruglinu í henni. Hún er vonlaus til vinnu og því upp á samtryggingarkerfi ríkisins komin. Auðvitað fær hún þennan bitling.

Liberal, 30.6.2009 kl. 13:11

3 identicon

Þetta er fyrsta prófið á menntamálaráðherra. Sjáum til hvort hún fellur á því áður en skammirnar koma.

Karma (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 13:16

4 Smámynd: Björn Birgisson

Tinna verður ráðin.

Björn Birgisson, 30.6.2009 kl. 13:35

5 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Þess má geta að frv. aðstoðarmaður Össurar Skarp, Einar Karl Haraldsson, er núna að feika það hjá Landspítalanum, að "stýra almannatengslum Landspítalans" eins og það heitir víst. Guttinn var atvinnulaus og var reddað vinnu, búin til staða fyrir hann í á meðan fólkið á gólfinu er látið fara. Þetta er ekki flókið og ólyginn sagði mér að mikil óánægja sé með þetta á Landsanum (svo ég komist nú vægt að orði).

Svo voru þessir aðilar, sem þau skipa, að bölva Sjöllum og Framsókn fyrir klíkuskap????? WTF  

Sigurjón Sveinsson, 30.6.2009 kl. 13:45

6 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Karma, hvert var fyrsta verk menntamálaráðherra? Jú, reka Gunnar Birgisson. Fínt verk og þarft. Og gekk hún óhrædd til þeirra verka enda var hún að reka alræmdann Sjallasukkara. En mun hún setja VG sukkara í staðinn? Það verður fróðlegt að sjá, ég bíð spenntur eftir fordæminu sem hún setur í Þjóðleikhúsinu.

Við skulum ekki gleyma því að Svavar Gestsson, frændi minn góðvinur Steingríms J. var sendur til að semja um Icesave. Svavar er yndislegur maður en hvort hann sé réttur maður til að semja um Icesave veit ég ekki. En út fór hann, enda vel tengdur, úr innri valdaklíku VG.

Sigurjón Sveinsson, 30.6.2009 kl. 13:49

7 identicon

Icesave-samninganefndin var auðvitað í umboði ríkisstjórnar og því alveg eðlilegt að hún sendi "sinn" mann í það verk enda starfið trúnaðarstarf. Samningurinn er síðan á ábyrgð ríkisstjórnar þangað til og ef Alþingi samþykkir hann.

Fyrsta verk menntamálaráðherra var að reka Gunnar Birgisson en það var varla prófsteinn heldur einfaldlega nauðsynlegt verk sem allir aðrir hefðu gert. En það er heldur ekki sambærilegt þar sem það var ekki trúnaðarstarf heldur embætti líkt og staða Þjóðleikhússtjóra.

Ef Kolbrún verður skipuð Þjóðleikhússtjóri hefur menntamálaráðherra kolfallið á sínu fyrsta alvöru prófi.

Karma (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband