Þetta er bara KOMMI!

Það er alveg stórmerkilegt hvað kommar á borð við Ögmund geta ekki drattast til að leyfa fólki að stunda sín viðskipti í friði. Ef skurðstofur eru ónýttar, má þá ekki skapa störf og nýta aðstöðuna til þess? Skiptir öllu að þetta sé "grunnþjónusta" og því eigi hún að vera í höndum ríkisstarfsmanna?

Eigum við að taka aðarar grunnþjónustur og spegúlera? Hvað með matarframleiðslu? Verslun með matvörur? Er það ekki grunnþjónusta? Af hverju er hún þá í höndum einkaaðila? Fjarskipti, er það ekki grunnþjónusta? Af hverju eru þá öll fjarskiptafyrirtæki fyrir almenning í höndum einkaaðila?

Eigum við að rifja aðeins upp þegar þessi þjónusta var í höndum ríkisins, þar sem "grunnþjónusta" á að vera skv. Ögmundi, þeim annars ágæta manni? Síminn átti að vera grár, með skífu og með tveggja metra snúru í vegg. Ef maður vildi lengri snúru þurfti maður helst að þekkja einhvern hjá símanum. Eða selja ömmu sína. Eða bæði. Annars var það bara eins og að draga tönn úr risa að fá svona snúru. Þetta var "grunnþjónustan" og hún er svona enn hjá ríkinu á vissum sviðum.

Nei, Ögmundur, gerðu það sem kommar gera best, haltu öllum jöfnum. Jöfnum í skítnum. Það er það sem kommar gera best. Dreifa hallæri og eymd jafnt yfir alla.


mbl.is Ögmundi stillt upp við vegg?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alltaf hættulegt þegar harðlínu kommúnistar eins og Ögmundur Jónasson komast til valda. Þetta er sagan búin að sýna okkur á Sovét tímanum. Það er undarlegt með þennan mann  ÖJ, það er bara eins og að hann verði að hafa hugmyndirnar sjálfur annars eru þær ekki full boðlegar. Það virðast allir þurfa að hafa það jafn skítt í kringum þennan mann og ekki hollt fyrir nokkurn að græða peninga. Hann sýnir þessa gín áráttu sína innan BSRB þar sem að hann hefur setið eins og hundur á roði og ekki til í hleypa neinum  í formannsstólinn þrátt fyrir að hann stundi fullt starf með formennskunni þar. Enn undarlegra að opinberir starfsmenn skulu sætta sig við svona vinnubrögð. Og í mínum huga skiptir þar ekki máli þó að hann hafi ekki þegið laun fyrir störf sín innan BSRB frá því að hann settist á þing. Ríkið er búið að ala þennan mann á sínum fóðrum síðan hann byrjaði á vinnumarkaði, svo ekki sé nú minnst á blessaðan Sigtúnshópinn fyrir þá sem muna eftir honum þar. Það er kannski kominn tími til að ÖJ látia af eigin hagsmunum og fari að vinna fyrir Íslenska þjóð svona á loka spretti sínum á vinnumarkaði.Gs.

Gs (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 09:54

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það sem stendur í Ögmundi er að hve miklu leyti verðir íslenskt heilbrigðiskerfi að baktryggja slíka starfsemi. Hver verður að borga fyrir mistök, fylgikvilla og ófyrirsjánlegar afleiðingar. Brennt barn forðast eldinn. Einsog með bankakerfið þá stendur ríksvaldið að baki langstærsum hluta kostnaðar við rekstur og ber mesta ábyrgð á framkvæmd ekki síst lagalega. Fyrir ráðamenn sem standa frammi fyrir óyfirstíganleg háum áföllnum skuldbindingum nú þegar er vantraustið á einkageiranum í hámarki. Það tekur tíma að ávinna sér traust aftur. Það eru ekki alltaf jólin.

Gísli Ingvarsson, 25.6.2009 kl. 10:28

3 Smámynd: Halldór Hilmir Helgason

Ætli Edinson hafi verið að hugsa um að ljósaperur gætu kveikt í eða valdið glýju þegar hann var að dunda við þær, nú eða Bell hugsað um allan þann skaða sem hægt er að valda með síma, nei ég held ekki. Þeir voru að vinna að framþróun.

 Þetta er einföld afturhalds hyggja sem stafar af þröngsýni og þröngsýni er eitt afsprengi heimsku 

Halldór Hilmir Helgason, 25.6.2009 kl. 12:46

4 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Gísli, vissulega valid punktur hjá þér fyrir utan þá augljósu staðreynd að þeir sem munu skera fyrir Salt, skera svo fyrir Landspítalann daginn eftir. Eða á eigin stofu í Læknamiðstöðinni Glæsibæ á reikning Tryggingastofnunar. Þetta er sama fólkið.

Þannig að ef að Ögmundur treystir ekki fólkinu til að standa sig, þá er Heilbrigðisráðherra að segja að hann treysti ekki fólkinu SÍNU.

Sigurjón Sveinsson, 25.6.2009 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband