Skattahækkanir: Það eina sem kommar kunna.

Þetta er merkileg. Alveg hreint stórmerkilegt. Ríkið hefur tútnað og tútnað og tútnað út sl. 10 ár, útgjöld ríkisins hafa aukist um hátt í 10% ár hvert. En þegar allt fer í fokk getur núverandi stjórn ekki tekið skref afturábak í útgjöldum. Bara aukið skatta. Á hverja? Jú, fólk sem nú þegar er í kröggum.

Þetta er það eina sem Jóhanna Sigurðardóttir kann að gera. Og hefur alltaf verið í hennar stjórnmálaferli. Þetta kom kristaltært fram eftir hrunið þegar hún harðneitaði að draga saman seglin í sínu ráðuneyti, þegar öll hin ráðuneytin skáru niður flatt 10%.

Ekki sakar að hafa fyrrverandi skattsugu, Indriða, sem ráðuneytisstjóra Steingríms. Indriði, það eru hans ær og kýr að seilast sem dýpst í vasa borgaranna og hirða það sem er þeirra.

Ég vona svo innilega að Jóhanna eigi eftir að sýna mér að hún kunni líka að skera niður, og kveði mig í kútinn þar með. Því svona útspil er ekkert annað en úrræðaleysi. Ekkert annað. Hún og Steingrímur eru andspænis vandamáli sem krefst erfiðra ákvarðanna og eins og er virðast þau ekki vera fólk til að taka slíkar ákvarðanir. Þ.e. að skera niður ríkisútgjöld.

Og nú ætla ég að setja á mig Nostradamus hattinn: Það eina sem mun skila nokkru eru aukin tryggingagjöld. Skattahækkarnirnar munu missa marks enda mun fólk einfaldlega fara framhjá þessu. Það er eðli leiksins, skattar og skattsvik.


mbl.is Skattahækkanir úr ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heimski Hans, er fólk með 700 þús á mánuði í kröggum?

grettir (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 12:55

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

einhverstaðar heyrði ég að það hafi verið af hans völdum að við þurftum að endurgreiða Impergilo ólögmæta skattheimtu á þá. veit ekki hvað er til í þessu en ef satt reynist...

Fannar frá Rifi, 16.6.2009 kl. 13:00

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

þ.e.a.s. Indriði.

Fannar frá Rifi, 16.6.2009 kl. 13:00

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Átti einhver von á skattalækkunum og launahækkunum. Það er árið 2009. Ekki króna með gati til í kassanum. Ef einhver er að væla yfir 700.000 króna launum á hann ekki mína samúð.

Finnur Bárðarson, 16.6.2009 kl. 13:06

5 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Heimski hans segir: Fólk með 700þ í laun hefur ráðstafað sínum tekjum eftir því, spennt bogann hærra. Það er að fá skell eins og allir aðrir. Það er verið að lemja það með skjaldborginni eins og alla aðra. Skjaldborginni er líka beitt á fyrirtækin, hækka tryggingagjöld. Þetta er skjaldborgin sem lofað var til varnar fyrirtækjum og íbúum landsins.

En að sjálfsögðu á að nýðast á þeim hæst launuðustu. Það er nefnilega "vonda fólkið" í hugum sumra. Indriða líklega mest af öllum.

Og grettir, kallaðu fólk nöfnum undir nafni, annað er heigulsháttur. Þetta "grettir" segir ekkert.

Sigurjón Sveinsson, 16.6.2009 kl. 13:10

6 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

btw, ég verð ekki skattlagður í þessum hækkunum, er ekki svona "stór".

Sigurjón Sveinsson, 16.6.2009 kl. 13:11

7 identicon

Átti ekki að fara einhverja blandaða leið?  Nú er það komið í ljós að blandaða leiðin var bara uppspuni, þetta var alltaf bara ein leið, ein aðferð, ein einföld hugsun í þeirra huga.  Einfeldni þessarar ríkisstjórnar er sláandi. 

Davíð Arnar (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 13:14

8 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Reykjavíkurborg sparar 3 milljarða á ári með hugmyndavinnu sem kemur bottom-up. Starfsfólk borgarinnar var beðið um að senda inn hugmyndir að sparnaði og út komu tillögur frá stofnunum borgarinnar (skólar, leikskólar etc,) um hvernig ætti að spara í rekstri. Ekki segja neinum upp, heldur einfaldlega SPARA Í REKSTRI!!!! 

Ekki hefur heyrst múkk í stjórninni að hún hafi lært nokkuð af þessu frumkvæði borgarstjórnar. Líklega vilja Steingrímur og Jóhanna ekki játa að Sjallar í borginni geti gert neitt gáfulegt.... Erum við í þeim sporum núna að geta staðið í slíkum pissukeppnum? Bara spyr... 

Sigurjón Sveinsson, 16.6.2009 kl. 13:18

9 identicon

Tja hvaðan eiga peningarnir að koma? Bill Gates?! 

Endilega, afnemum skatta og seljum landið hæstbjóðanda, þá þarf fólk ekkert að borga skatta þó þjóðarbúið sé í klessu.

Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 13:20

10 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Var að fatta hver "Grettir" er :)

Sigurjón Sveinsson, 16.6.2009 kl. 13:24

11 Smámynd: Þórarinn Sigurðsson

@Gísl: Ég held að fólk sé ekki síst fúlt vegna þess að því finnst hið opinbera hlífa sjálfu sér á kostnað almennings, það er: Að leggja stórauknar álögur á almenning án þess að almenningi finnist allar leiðir í niðurskurði og hagræðingu vera reyndar.

Fólk er tilbúið til að axla byrðar, en auðvitað gerir það kröfu um að hið opinbera skeri líka niður hjá sér. Annað er bara fáránlegt. Kíkið t.d. á þetta:

http://albertinio.blog.is/blog/albertinio/entry/897670/

Uppsagnir hjá hinu opinbera verða nauðsynlegar. Þó fólk fari á atvinnuleysisbætur verður samt nauðsynlegt að segja fólki upp, þó það sé blóðugt, því annars getum við bara gleymt því að borga upp þessar skuldir. Margir vinna störf fyrir hið opinbera - úr vösum skattgreiðenda - sem skila þjóðfélaginu litlum sem engum ávinningi til baka. Þetta fólk þarf að missa vinnuna, og skapa sér sín eigin tækifæri.

Þetta hljómar blóðugt, og það er blóðugt. Við þurfum auðvitað að hjálpa þessu fólki og lina höggið, en við vitum alveg að það er bara ein leið út úr þessu - meiri verðmætasköpun, og hún fæst ekki gegnum skattahækkanir einar.

Þórarinn Sigurðsson, 16.6.2009 kl. 14:03

12 Smámynd: Þórarinn Sigurðsson

Munum að allir peningarnir sem koma fram á listanum í bloggfærslunni sem ég vísaði á þarna koma úr vösum skattgreiðenda - fólks með skuldabyrði, rýrnandi tekjur og litla þolinmæði fyrir óráðsíu opinberra aðilum á tímum þegar það sjálft þarf að herða sultarólina.

Þórarinn Sigurðsson, 16.6.2009 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband