Ah, held ekki. Fór sjálfur á einleikstónleika þegar ég var krakki

Einir fyrstu tónleikarnir sem ég fór á sem barn var með mömmu. Við fórum í Háskólabíó og ég, vanur að sitja aftast í bíó, krafðist þess að sitja aftast líka á þessum tónleikum. Big mistake. En samt, þetta voru einleikstónleikar þó ekki muni ég hver var að spila.

Ég á tvo miða á tónleikana hans Víkings Heiðars á sunnudaginn og ætla að taka þá manneskju sem hefur haft mest áhrif á mig í tónlistarnámi mínu í æsku, ömmu mína, með mér. Hún á það svo sannarlega skilið, sú heiðursfrú.

Já, maður missir ekki af svona tækifæri. Að heyra Víking spila sínar eigin útsetningar á íslenskum lögum (Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns  er frábær hjá honum). Og ekki spillir að hann ætlar að spila fjögur verk eftir Chopin, m.a. Ballöðu nr. 4, frábært verk og eitt fallegasta píanóstykki sem ég hef heyrt.

 Cziffra plays Chopin Ballade no.4 op.52

Btw, þá fór ég á tónleika Víkings Heiðars þegar hann kom hingað til lands og spilaði Rach 3. ALGER SNILLD!!! Skrifaði um það hér.

Maður fór á nokkra svona tónleika í þá daga. Fór á allavega tvo tónleika Martins Berkofsky, í Þjóðleikshúsinu minnir mig, og svo Evgeny Kissin líka.

Það er alger munaður að fara á svona tónleika. Og ég ætla dekra við eyrun mín á sunnudaginn. Og eyru ömmu.


mbl.is Víkingur Heiðar brýtur blað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var það Íslendingur sem hélt þá einleikstónleika? Um það snýst málið.

Sigurjón (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 11:17

2 identicon

Ætlar hann að spila Chopin? Algjört svindl, nema Chopin hafi átt ættir að rekja til Íslands (-:

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 11:33

3 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Ah, Íslendingur! Skil núna húbbumhæið.

Ísland, best í heimi.

Sigurjón Sveinsson, 15.5.2009 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband