3.6.2008 | 15:11
Skitið upp á bak án atrennu
Ég á ekki orð til að lýsa vanþóknun minni á þessu klúðri. Fyrir það fyrsta, að löggan skuli ekki getað komið í veg fyrir aðkomu forvitinna borgara, t.d. með aðstoð björgunarsveita, girða svæðið af. Reka björninn í ákveðna átt með þyrlu. Það eru til ótal leiðir. Nýta þannig tímann til að leita af sér allan grun hvort að lyf/byssa séu til til að svæfa hann og koma í burtu.
En nei. Fólki er hleypt inn á svæðið, tekinn lítill tími í að leita að leiðum til úrlausna.
Það kemur í ljós þegar á reynir, hef ég margoft sagt, úr hverju menn eru gerðir. Það er því nokkuð ljóst hvaða meðferð jaðartilvik náttúrulífsins fá fyrir norðan. Skitið upp á bak án atrennu. Og í beinni.
Ég er svo fúll yfir þessum endalokum að ég á bara ekki orð. Lýsi frati á þá sem stýrðu þessu.
Og umhverfisráðherra, var það ekki hún sem tók endanlegu ákvörðunina? Hver stýrði þessu klúðri eiginlega? Löggan? Magnaður andskoti.
En nei. Fólki er hleypt inn á svæðið, tekinn lítill tími í að leita að leiðum til úrlausna.
Það kemur í ljós þegar á reynir, hef ég margoft sagt, úr hverju menn eru gerðir. Það er því nokkuð ljóst hvaða meðferð jaðartilvik náttúrulífsins fá fyrir norðan. Skitið upp á bak án atrennu. Og í beinni.
Ég er svo fúll yfir þessum endalokum að ég á bara ekki orð. Lýsi frati á þá sem stýrðu þessu.
Og umhverfisráðherra, var það ekki hún sem tók endanlegu ákvörðunina? Hver stýrði þessu klúðri eiginlega? Löggan? Magnaður andskoti.
Hefði átt að loka veginum" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jújú, það hefði alltaf verið hægt að gera hitt og þetta en hefði bjössi náð sér í bita á einhverju barnaheimilinu, hefði þá ekki verið betra að skjóta hann bara strax?
Hins vegar, ef einhver er með raunsæja hugmynd um hvernig við hefðum getað gert hlutina betur (eins og e.t.v. er í þessu tilfelli), þá er tækifæri núna til þess að ræða hana og búa til litla viðbragðsáætlun sem allir sem þurfa að þekkja þekkja og verður notuð næst. T.d. gætu öll lögregluembættin fengið símann hjá Agli Steingrímssyni, héraðsdýralækni á Blönduósi, og ef rándýr sést þá væri planið fyrir þá að hringja í Egil og elta dýrið (og skjóta það ef það gerir sig líklegt til að ráðast á eitthvað en annars láta það vera). Hluti Egils af áætluninni væri þá að vita hvar byssan er, vita hvar deyfilyfið er, vita hvar búrið er, eiga kjötstykki í frystinum og hafa aðgang að þyrlu sem getur borið búrið. Fyrst ÞÁ er hægt að bregðast "rétt" við svona aðstæðum með skömmum fyrirvara.
Það þýðir ekkert að sjá frétt um þetta á mbl.is og tilkynna þá um að til séu græjur, sem ekki einu sinni ráðherra veit af, sem hægt er að nota í þetta og fara svo að væla yfir þessu.
Og svo þarf einhver að vera tilbúinn að borga fyrir að senda dýrið aftur til síns heima með flugvél.. ef heima er ekki bráðnað út af öllum flugvélunum og þyrlunum.
Guðmundur (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 15:19
Var ekki einhver selur fangaður hér fyrir nokkrum árum og fluttur á sinn stað einhvers staðar á Grænlandi? Með miklu húllumhæi?
Ef hægt var að flytja sel þá er hægt að flytja ísbjörn. Þetta er EKKI flókið. Munurinn er varkárni. Halda dýrinu sofandi. Koma því í skip og flytja það til Grænlands. Sleppa þar. Það eru ekki ný vísindi að flytja hættuleg rándýr í sitt umhverfi. Ef það tekst í Afríku, Ástralíu, Evrópu, Asíu, Norður-Ameríku, af hverju þá ekki Íslandi? Hver eru þessi geimvísindi sem flækjast greinilega fyrir yfirdýralækni og umhverfisráðherra?
Og það er ekki eins og dýrið hafi verið upp við byggð og þannig hættuleg fólki. Dýrið varð ekki "hættulegt" fyrr en það sást. Og við það opinberaðist vangeta yfirvalda við að díla við svona mál. Frumleg hugsun og pælingar út fyrir kassan fór út í veður og vind og við tók hræðsla og drápsfýsn. "Drepa" varð lausnin.
Aumingar!!!! Og þetta mælir frv. meðlimur frönsku Útlendingaherdeildarinnar til 5 1/2 árs.
Sigurjón Sveinsson, 3.6.2008 kl. 16:52
Var á vettvangi frá því kl. 10.05 og fylgdist með atburðarrásinni þar til yfir lauk. Það var engu líkara en það væri ásetningur frá upphafi að fella björninn. Hópur mann tók á rás á eftir dýrinu upp brekkuna suður frá veginum og kom sér í þá einu hættu sem einhver var í. Í einar 20 mínútur lá bangsi kyrr og horfði yfir sviðið, nasaði út í loftið og fann í bland lykt af mönnunum og hafinu sem norðan golan bar upp Laxárdalinn þangað sem hann var greinilega að leita að komast að. Þennan tíma sem bangsi lá kyrr átti aðgerðarstjórn á svæðinu að nota til að loka veginum. Hópurinn hélt kyrru fyrir ca. 150 metrum fyrir neðan dýrið, og þegar bangsi loks hreyfði sig þá hélt hann niður í átt að hópnum. Hæð bar í milli hans og hópsins svo ég hringdi í lögregluþjónin sem í hopnum var og sagði þeim að hörfa strax því bangsi stefndi til þeirra. Í því birtist bangsi á háhæðinni og hópurinn tók á rás niður. Bangsi fór rólega eina 10-15 m. í viðbót en sneri svo undan og hélt til vesturs. Veiðihópurinn stökk í bílana ók vestur veginn, kom sér fyrir í gildragi, tók á móti bangasa og felldi hann. Þegar þarna var komið sögu voru 4 lögreglubílar á svæðinu, um tugur lögregluþjóna, auk nokkurra sem ekki voru á vakt og óeinkennisklæddir. Engum datt í hug að loka veginum allan þennan tíma. Með því að loka veginum og bregðast rétt við aðstæðum hefði verið hægt að bíða í 2-3 tíma þarna uppi í óbyggðum til að gera allar þær ráðstafanir til að ná bangsa lifandi.
Kári Marísson (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 20:08
Sælir eru fattlausir , því þeir fatta ekki hvað þeir eru vitlausir
Svavar (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.