Mun þessi skóli taka á jafnrétti eða bara kvennréttindum?

Það hefur verið stefna og einkenni jafnréttisumræðunnar að þegar hún fer af stað í öllu sínu veldi er bara talað um eina hlið jafnréttis, þ.e. laun og stöður kvenna, eða frekar hvernig hallar á konur í þeim málaflokki. Lítið hefur farið fyrir hinni hliðinni sem hallar á okkur karlmenn, sifjamál.

Nú nýverið kom berlega í ljós hversu afskaplega lítill vilji er á meðal forkólfa jafnréttismála til að bæta úr þessum málum. Kristín Ástgeirsdóttir sagði óbeinum orðum í viðtali við Fréttablaðið að lítið sem ekkert yrði gert í þessu þegar hún tók við sínu starfi. Femínistafélagið hefur gert akkúrat ekkert í þessum málum, og einn af háværustu femínistum landsins, Kolbrún Halldórsdóttir, fór vægast sagt miður réttlátum orðum (pdf) um Félag áhugafólks um Foreldrajafnrétti (eina félagið á landinu sem hefur yfirlýsta stefnu að bæta hag forræðislausra foreldra) á Alþingi nú nýverið.

Bara svona til að fólk skilji hversu stórtjónaður samanburður á tölfræðinni er, þegar jafnrétti kynjanna ber á góma, og þau mál sem varða hvort kynið fyrir sig. Kannanir og rannsóknir sýna að kynbundin launamunur sé á milli 12%-16%, þ.e. munur sem er ekki útskýrður með öðru en kyni, þegar tillit hefur verið tekið til allra þátta. Á svipuðum tíma hefur Jóhanna Sigurðardóttir sagt í ræðu að "Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni var fjöldi skilnaðarbarna hér á landi á síðast liðnu ári tæplega 1.200. Á árabilinu 1997–2006 eru alls um 17.800 börn skráð sem skilnaðarbörn hjá Hagstofu Íslands. Þar af bjuggu 739 hjá körlum og 17.066 hjá konum. Þetta eru athyglisverðar tölur svo ekki sé meira sagt." Sem sagt, 4,2% á móti 95,8%, konum í vil.

Ég hlakka til að sjá áherslurnar hjá þessum skóla. Og vona að hann geri það sem fáar stofnanir og félög hafa gert hingað til, sem hafa verið stofnuð utan um jafnrétti, og það er að taka báðar hliðar af kostgæfni og metnaði, ekki bara aðra. Ef ekki, þá verður þetta bara enn eitt kvennrembusetrið í faglegum fötum og með faglega titla.


mbl.is Skrifað undir samkomulag um jafnréttisskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr félagi.  Það er grátlegt að jafnrétti eigi bara við þegar hallar á annan aðilann en ekki hinn.  Svo finnst mér líka miður allur áróður um samstöðu og ég veit ekki hvað.  Ef t.d. kvennahlaupið er ekki áróður og algjörlega ópólitískt þá hlýtur að vera í lagi að hafa aríahlaupið er það ekki?

Sigurgeir Sigurpálsson (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband