Varúð! Skólabörn

Ég var að aka heim frá vinum mínum í Mosfellsbæ, þegar mér varð það á að aka framhjá skóla. Þar hafði einhver sýnt þá fyrirhyggju að setja upp skilti til að vara ökumenn við. Á skiltinu stóð "Varúð! Skólabörn".

Ég gaf í, svo þessi skólabörn myndu nú ekki ná mér og slapp í gegn, ómeiddur. Og það þrátt fyrir að búið væri að setja hindranir á veginn, nokkurs konar stuttar, skarpar hæðir með þrengingum. En mikið lifandi skelfing var ég skelkaður. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég túlka skiltið svona: Ef ég keyri á barn og það deyr...  þá get ég ekki ímyndað mér að ég geti lifað lengur sem lifandi manneskja. Varúð = Ef þú drepur barn með bílnum, þá er lífi þínu lokið.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.1.2008 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband