Utanríkisráðuneytið auglýsir eftir fjölmiðlafulltrúa (helst vinkonu ISG)

Utanríkisráðuneytið auglýsir eftir fjölmiðlafulltrúa. Nú verður fróðlegt að sjá hvaða vinkona úr (fyrrum) Kvennalistanum eða úr röðum Samfylkingarinnar fái þetta starf eftir ráðningu á faglegum forsendum að sjálfsögðu. Samkvæmt auglýsingunni er ráðið í eitt ár til reynslu sem að sjálfsögðu er gamall brandari á kostnað skattgreiðenda.

Fyrri ráðningar á vinkonum ISG síðan hún varð ráðherra hafa verið:
  • Kristín Ástgeirsdóttir fyrrverandi alþingismaður Kvennalistans, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu.
  • Margrét Björnsdóttir, stjórnarformaður Vinnueftirlits ríkisins.
  • Kristín Árnadóttir, fyrrverandi aðstoðarkona Ingibjargar stýrir nú framboði Íslendinga til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.
Fleiri ráðningar á vinkonum ISG hafa orðið en það er kannski í lagi að sleppa því að nefna þær hér því það jaðrar við hártoganir að nefna þær.
En að sjálfsögðu er ekkert sagt um þessar ráðningar í fjölmiðlum, sem væri þó öðruvísi farið ef Sjálfstæðisflokkurinn eða Framsóknarflokkurinn ætti í hlut. Það er alltaf þannig.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Pffff .... þið sjallarnir eru ekkert betri. Ég gæti talið upp dæmi en þú veist vel að það er ekkert skrárra ykkar megin, sjálfgræðismenn ættu að vita uppá sig skömmina, þannig þessi ásökun þín á hendur ISG er varla á rökum reist.  

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.8.2007 kl. 14:26

2 Smámynd: Þarfagreinir

Ég man nú að eitthvað var rætt um ráðningu Kristínar Ástgeirsdóttur ... en hitt hefur farið framhjá mér.

Ekki man ég reyndar heldur eftir mikilli umfjöllun um ráðningar í embætti af þessum toga í fyrri stjórnum ... gætir þú kannski rifjað það upp fyrir mig fyrst þú ert með ráðningar á vinum Ingibjargar á hreinu?

Þarfagreinir, 17.8.2007 kl. 14:31

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sigurjón, ALLIR flokkar og nánast ALLIR pólitíkusar hafa gert svona, þú dregur upp dæmi ISG, ég sé ekki afhverju þú gerir það sérstaklega þegar þið sjallarnir eru frægir fyrir að ráða vini og vandamenn í allskyns stöður. Þess vegna kalla ég eftir rökum við þessu, sem eru nákvæmlega enginn í þessari grein - þarna er bara ásökun og ekkert annað.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.8.2007 kl. 14:38

4 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Það er nú bara svo að uppi voru höfð stór orð um faglegar ráðningar þegar Samfylkingin var í stjórnarandstöðu. Mér þætti vænt um að pólitískir leiðtogar stæðu við stóru orðin þegar á hólminn er komið, færu ekki sama hjólfarið og þeir, sem gagnrýndir voru.

Ég er ekki að réttlæta ófaglegar ráðningar Sjalla og Frammara í síðustu stjórn, ég bara vill að pólitíkusar hafi kjark og heilindi til að standa við stóru orðin þegar kemur að þeim að fara með völd. Annars verður þetta bara merkinglarlaust hjal, stórnarandstaða.

Samfylkingin, sem og aðrir stjórnaranstöðuflokkar lofuðu "faglegum ráðningum" í ópólitísk embætti, ef/þegar þau kæmust til valda. Nú er "the moment of glory" fyrir ISG. Þá er ekki úr vegi að hún standi við sitt.

Sigurjón Sveinsson, 17.8.2007 kl. 14:42

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það sem þú ferð fram á er óréttlátt Sigurjón, þú ert í raun að biðja um að þingmenn Samfylkingarinnar séu fullkomnirog standi við allt útí bókstafinn, en þínir menn séu stikkfríir og yfir gagnrýni hafnir. Það er ekki til neitt fullkomið nema Guð, og að fara fram á fullkominn stjórnmálamann/konu er firra.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.8.2007 kl. 14:45

6 Smámynd: Þarfagreinir

Jæja ...

Má vera að þessar konur sem þú nefnir séu sérlegar vinkonur ISG, en eru þær vanhæfar til að gegna þessum störfum? Eða voru störfin kannski ekki auglýst? Það er ekki nóg að grafa upp einhverjar ráðningar á fólki sem er tengt þeim sem stjórna; það þarf líka að sýna fram á að það sé verið að pota fíflum sem eiga ekkert erindi í þessar stöður inn vegna klíkuskapar. Það tel ég vera alvöru spillingu.

Þarfagreinir, 17.8.2007 kl. 14:51

7 Smámynd: Þarfagreinir

Og já ... þetta eru annars aldeilis toppstöður; framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, einhver stjórnarformaður (sem er ekki embætti né starf heldur formennska í stjórn, eðli málsins samkvæmt), og stýring á framboði til Öryggisráðsins. Allt mjög valdamiklar og mikilvægar stöður, sannarlega ...

Varðandi fjölmiðlafulltrúa Utanríkisráðuneytisins, þá er sú fullyrðing að þangað verði ráðin vinkona ISG ekkert nema dylgjur þar til í ljós kemur hver verður í raun ráðinn. 

Þarfagreinir, 17.8.2007 kl. 14:57

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Týpískt þetta, tveir vinstri menn þagga sjalla niður með málþófi ! hehehe .. fátt er um svör núna ... hmmm ... Sigurjón? 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.8.2007 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband