26.7.2007 | 10:25
Hvað er hneykslisfíkill?
Enn er verið að fíkilsvæða persónuleikabresti og óvinsæl áhugamál. Vefritið skrifar um um að Íslendingar séu hneykslisfíklar. Magnað helvíti þessi árátta að fíknvæða allt sem ekki fellur að pólitískri rétthugsun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:54 | Facebook
Athugasemdir
Já, það er dálítið verið að gengisfella hugtakið fíkn með því að skella því svona á alla áráttukennda hegðun eða mikinn áhuga, eins og í þessu tilfelli. Reyndar held ég að þarna sé Vefritið ekki að meina bókstaflega að þessi hneykslisáhugi sé óstjórnleg löngun ... en maður veit aldrei.
Þarfagreinir, 26.7.2007 kl. 11:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.