24.4.2007 | 14:56
Grasekkill - dagur 10
Gærdagurinn var ósköp viðburðalítill. Þengill er búinn að harðneita að fara í "litla" bílstólinn sinn undanfarið og ég brá á það ráð í gær að skipta stólnum hans fyrir stólinn sem Bríet var með í Golfinum. Þau eru þá núna s.s. með svipaðan stól. Enda eru þau svipað stór þó tvö ár rúmlega séu milli þeirra. Þengill var hæstánægur með þessa (fram?)þróun mála. Síðan kom ég við á kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Grafarvogi og sníkti nælu þar til að setja í jakkakragann. Reyndar er þetta næla númer tvö sem ég sníki þar en sú fyrri endaði í kraga vinnufélaga míns sem þolir ekki Sjálfstæðisflokkin. Smá grín milli okkar.
Þetta grín gæti þó hafa dregið dilk á eftir sér. Í hádeginu mynduðust heitar pólitískar umræður yfir matnum og ég hafði lúmskt gaman af því. Næluþeginn fyrrnefndi varð mjög heitur og svo fórum við og fengum okkur kaffi saman, brosandi í bróðerni, eftir göngutúrinn úr mötuneytinu inn á vinnustaðinn. Þetta var skemmtilegur hópur, ég (XD) og svo einn XV, einn XS, einn (sennilega) XI og einn óþekkt stærð.
Á morgun verður foreldrasýning í Fífuborg og byrjar kl. 8 þannig að á morgun verður morgunstund með gull í mund og blóm í haga hjá okkur börnunum. Ræs rétt fyrir 7.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.