Grasekkill - dagur 4

Já, dagarnir koma og fara. Líka þegar maður er grasekkill. Dagurinn í gær var ekkert neitt stórmerkilegur fyrir utan það að mér tókst að fara í Sorpu með hauginn af flöskum og dósum sem var í kerrunni okkar og kom úr Berjarima. 244 plastflöskur, 138 áldósir og 55 glerflöskur. Og fyrir þetta fékk ég 4370 kr. takk fyrir. Fór líka með dagblöðin og fékk ekkert fyrir það.

Síðan fór ég til mömmu að ná í börnin og þar sagði Þengill "Ég þekki þig" þegar ég tók hann upp. Já, ég var hálf feginn að hann þekkti mig, ég er kominn með svo mikið skegg núna og hár að maður er óþekkjanlegur orðinn. Ég fór með Bríeti og Þengil heim og kom þeim í rúmið. Síðan horfði ég á mynd sem heitir "The good Shepherd" um fæðingu og tilurð CIA og þótti hún hin besta skemmtun.

Í morgun tók við hinn hefðbundni dans að koma börnunum á fætur og í leikskólann. Nema hvað að í dag var smá action í morgunsárið. Bíllinn var rafmagnslaus þegar ég reyndi að ræsa hann og allir heimilismeðlimir komnir í belti. Já, rafmagnslaus.  Blessunarlega var ég með startkapla í bílnum. Og ég rak upp hið alþjóðlega og alþekkta neyðaróp og hringdi í mömmu. Ég vissi nefnilega af henni á ferðinni í nágrenninu á þessum tíma. Og viti menn, hún svaraði og var komin eftir 4 mínútur að redda syninum og barnabörnum sínum, svo þau gætu haldið áfram á vit nýrra ævintýra.

Nú er bara framhaldssagan: Verður Passatinn rafmagnslaus á eftir? Í fyrramálið? Ég læt ykkur vita á morgun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Sko, þú hlýtur að vera ljón, það getur ekkert annað verið. Passatinn verður ekki rafmagnslaus aftur. Sjáðu bara stjörnuspánna þína:
LJÓN 23. júlí - 22. ágúst
Þú ert að fara yfir gírana, og því er ekki nema von að þér líði skringilega. Mikil vinna, hollur matur og hreyfing eru olían sem þú átt að baða þig upp úr.
It's a sign! Ertu búinn að skipta um olíu nýlega? Spurning um að láta kíkja á gírkassann í leiðinni. Þú hefur ekki efni á því að trúa ekki á stjörnuspeki þessa dagana

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 18.4.2007 kl. 09:35

2 identicon

En hvad med Golfinn?

E (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 12:25

3 identicon

Bid spennt eftir bloggi dagsins. E

E (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 07:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband