Grasekkill - dagur 5

Jæja, þá erum við börnin komin á fætur. Sumardagurinn fyrsti framundan. Þetta virðist ætla að verða kaldur en bjartur dagur. Heiðskýrt en frost. Sumar og vetur frusu sem sagt saman og það boðar gott sumar.

Passatinn var aftur rafmagnslaus í gær þegar ég ætlaði heim úr vinnunni. Dauður. Ég fékk start hjá Kalla og fór rakleiðis í N1 (bílanaust). Þegar þangað kom var búið að loka, klukkan orðin tvær mínútur yfir. Ég grenjaði úr mér augun um rafgeymamál mín við afgreiðslumann sem stóð í dyrunum og varnaði svona eftirlegukindum eins og mér inngöngu eftir lokun. Hann sá aumur á mér, svona tárblautum og vesællegum og afgreiddi mig meir að segja sjálfur um geymi.

Síðan fór ég heim til M&P í mat, dýrindisgóða fiskisúpu. Síðan þegar heim átti að fara frá þeim var bíllinn aftur orðinn rafmagnslaus. Pabbi kom út með vasaljós og kíkti ofan í geymirinn. Og úrskurðurinn var: Ónýtur. S.s. ég hafði gert rétt með því að kaupa nýja rafgeyminn og setti ég hann í þegar heim kom. Bríet og Þengill hjálpuðu mér að sjálfsögðu og var aðstoð þeirra ómetaneg við að losa og herða þessar þrjár rær sem og að skipta um geyminn sjálfann.

Þar af leiðandi hef ég engar áhyggjur af því hvort bíllinn fari í gang núna, hann er með nýjan geymi.

Við förum til mömmu og pabba eftir smástund. Þau ætla að hafa börnin á meðan ég skrepp uppá Esjuna svona snöggvast. Já, ég er á leiðinni uppá Hvannadalshnjúk eftir mánuð og það er sko kominn tími á að ég fari að koma mér í eitthvað form til þess arna. Skrifa um það seinna.

Já, og E. Golfinn er kominn aftur á söluna og verður þar meðan ég/við þurfum ekki á tveim bílum að halda. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Ok. Þú ert sumsé ekki í ljóninu....

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 19.4.2007 kl. 10:07

2 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Nei, ég er naut. Og um nautið segir þetta í dag: "Þú heldur fund með yfirvitund þinni. Frekar furðuleg týpa sem minnir þig á mömmu þína: stundum klikkuð en alltaf vitur. Saman getið þú og þú leyst hvaða vandamál sem er".

Í ljósi atburða gærdagsins og dagsins í dag held ég að þetta sé ekki fjarri lagi :) 

Sigurjón Sveinsson, 19.4.2007 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband