Sorglegt gleðiefni

Það er fagnaðarefni að nemendur skuli hafa svona mikinn metnað og dug að fara ná forskoti á námið og vinna sér í haginn. Það er að sama skapi sorglegt að lesa svona hvað grunnskólarnir eru enn lélegir í að sinna góðum nemendum sínum og mæta ekki eftirspurn 1/5 nemenda.

Þetta minnir óþægilega á æskuár mín í grunnskóla, þar sem endalaust var hlaupið á eftir tossunum, nógur tími handa þeim, en við hin sem áttum auðvelt með að læra þurftum að láta okkur leiðast í biðinni á meðan. Algjör metnaðarkiller og sósíalismi. Jöfn dreifing á meðalmennskunni.
mbl.is Um 20% nemenda í 10. bekk grunnskóla stunda einnig nám á framhaldsskólastigi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Jæja, það er þó eitthvað að gerast í þessum efnum.

Vonandi heldur þessi þróun áfram - ég væri alveg til í að sjá hana fara út í það að gera grunnskólanemendum kleift að útskrifast snemma. Hraðbraut innleiddi mjög kærkominn valkost handa framhaldsskólanemum - grunnskólinn má alveg vera næstur. 

Þarfagreinir, 6.3.2007 kl. 12:36

2 identicon

Ég held þú sért eitthvað að miskilja málið... það eru einmitt skólarnir sem eru að gefa góðum nemendum tækifæri á að vinna sér í haginn með því að bjóða nemendum að taka framhaldsskólaáfangana og flýta þannig fyrir sér í námi eða bara fá með þessum valkosti verkefni sem eru ákveðin ögrun fyrir þá, ekki bara getustigið heldur líka námsumhverfið sem í þessu tilviki er á netinu. Það eru nefnilega ekki allir nemendurnir sem fara svo í fjölbrautaskóla eða áfangakerfi og nýta sér endilega einingarnar sem slíkar. Það eru líka skólarnir sem greiða skólagjöldin og laun kennara sem eru tengiliðir milli nemenda og framhaldsskólanna. Það er ekki eins og nemendurnir hafi tekið upp á þessu upp á sitt einsdæmi og séu í massavís að sækja þessa áfanga hver og einn heldur er grunnskólinn einmitt að mæta fjölbreyttum þörfum nemenda. En það er svo margt fólk sem setur fram sleggjudóma um skólakerfið í dag og miðar við sína eigin reynslu sem jafnvel er 15-20 ára gömul og heldur að ekkert hafi breyst... þið fáfróðu dómarar.... hvernig væri að kynna sér málið í raun og veru, t.d. með heimsókn í grunnskóla,  og komast að því hvaða starf fer fram í grunnskólum landsins? Það er nefnilega mjög metnaðarfullt og margt í deiglunni sem fólk eins og þú áttir ekki kost á að upplifa á sínum tíma. Þetta er eins og að miða læknisfræðina endalaust við gamla tíma og halda að engar uppgötvanir hafi átt sér stað síðan leiðtogafundurinn var haldinn í Höfða. Heldurðu kannski að tölvu- og upplýsingabyltingin sé eina byltingin sem hefur átt sér stað undanfarið? Endilega skoðaðu heimasíður nokkurra skóla, sem og skólanámskrár og handbækur, ekki bara aðalnámskrá og sjáðu hvað hefur í raun og veru breyst síðan þú vermdir sjálfur skólabekk á þessu aldursstigi. Þessi frétt er nefnilega til marks um það hvernig skólastigin eru að minnka bilið á milli sín og það sem ekki kemur fram í þessari frétt en hefði svo sannarlega mátt gera það... er að æ fleiri nemendur eru að taka samræmd próf í 8. og 9. bekk í einni eða jafnvel öllum greinum og ljúka þannig grunnskólanum á styttri tíma. Einnig er í mörgum skólum sérstök verkefni sem bráðgerir nemendur taka þátt í og það á ekki bara við unglingastigið enda eru bráðgerir nemendur á öllum aldri í grunnskólum landsins. Auðvitað má alltaf gera betur og grunnskólinn er í stöðugri þróun til að mæta ólíkum þörfum skjólstæðinga sinna, nemendanna... það að vera hins vegar með alhæfingar og sleggjudóma eins og þú hendir fram í skrifum þínum lýsir einungis þinni eigin fáfræði... endilega gerðu þér ferð í næsta grunnskóla og skoðaðu það metnaðarfulla starf sem þar er verið að vinna. Ég er fullviss um að þú verður ekki fyrir vonbrigðum með þær breytingar sem hafa átt sér stað síðan þú varst á þessum aldri.

Guðlaug (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 13:16

3 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Takk fyrir þetta Guðlaug. Það vill þó svo til að ég var að vinna í grunnskóla í 3 ár þar til haustið 2005. Þekki því aðeins til hvað var í gangi þarna. En þetta er að vissu leyti rétt að það er fagnaðarefni að grunnskólabörn geti unnið sér svona í haginn, náð forskoti og nýtt tímann vel.

Sigurjón Sveinsson, 13.3.2007 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband