20.10.2011 | 10:18
Hvar eru kvennkyns kaupendur?
Merkilegt hvernig jafnréttisbaráttan á Íslandi er. Endalaust eru karlar gerendur, "vondi kallinn" og konur eru endalaust fórnarlömb.
Er þessi hópur ekki að berjast gegn vændi? Hvar lögðu þær þá gildrur fyrir kvennkyns kaupendur? Eða er það afstaðan að "konur kaupi ekki karlmenn"?
Mig grunar að engar gildrur hafi verið lagðar fyrir konur með auglýsingu með táningsdreng eða álíka.
Jafnréttisbaráttan á Íslandi er því miður föst í einstefnu.
![]() |
Líkir Stóru systur við ofstækissamtök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Tekur þú ekki bara að þér djobbið í nafni Stóra bróður?
Flott framtak hjá þeim og bara fín hugmynd hjá þér að leggja snörur fyrir kvennkyns níðinga - DO IT!! segi ég bara :)
Jón Gunnar (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 11:48
Loka þarf ógeðssíðunni einkamal.is sem fyrst. Það er ömurleg netsíða. Í fyrsta lagi aðal auglýsingamiðstöðin fyrir kaup og sölu á vændi, og í öðru lagi er það fólk sem þar er inni á öðrum forsendum mjög svo varasamt og andlega bilað, svo ekki sé meira sagt. Fólk hefur lent í hræðilegum málum við að kynnast "maka" á þessari síðu
Karl (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 12:00
Takk fyrir það Jón Gunnar :)
Gallinn er sá að mér finnst þessi nálgun um að leyfa annað en banna hitt ansi rugluð, annað hvort ætti að leyfa hvoru tveggja eða banna. Og svo er annað, að þetta er í raun doldið hættuleg nálgun, að veiða fólk í gildrur. Þetta heitir t.d. "Entrapment" á ensku og felst í að hvetja fólk til að taka þátt í glæp, sem það hefði kannski ekki tekið þátt í annars. Eitthvað sem vandmeðfarið og ætti að vera einungis á vegum löggæslu landsins. Þannig að ég er ekkert að fara að leggja snörur fyrir konur :D.Sigurjón Sveinsson, 20.10.2011 kl. 12:11
Það er nú einu sinni þannig að jafnréttisbaráttan hér á landi og víðar er farin alvarlega af leið jafnréttis og yfir á braut sérforréttinda kvenna. Það var nú bara frétt á mbl um daginn varðandi dóm yfir fólki sem stóð að barnaklámshring í Svíþjóð en þar var einn maður að verki og 23 konur!
Þrátt fyrir þennan gríðarlega fjölda kvenna sem stóðu að þessu var fréttin eitthvað á þessa leið: Maðurinn nýtti sér andlega erfiðleika þessarra kvenna og bla bla bla.
Ég velti því fyrir mér hvort hið sama væri sagt ef kynjunum væri snúið við með eina konu og 23 karla og hvort konan hefði nýtt sér andlega erfiðleika mannanna!
Jón Ferdínand (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 13:09
Annað mál, afhverju ætti lögreglan að taka á auglýsingum í fjölmiðlum og loka einkamál.is? það er ekki eins og það sé bannað að selja vændi og því hefur lögregla engann grunn til að gera nokkuð í þessum ákveðnu málum....
Halldór Björgvin Jóhannsson, 20.10.2011 kl. 15:25
Haldið þið að það verði virkilega eitthvað gert?
Sigurður Haraldsson, 20.10.2011 kl. 15:40
Merkilegt hvernig jafnréttisbaráttan á Íslandi er. Endalaust eru karlar gerendur, "vondi kallinn" og konur eru endalaust fórnarlömb.
Við vitum að í svona málum hér á Íslandi og í öðrum löndum þá er það tilfellið, að konur eru í miklum meirihluta fórnarlömb og karlmenn í meirihluta gerendur. Auðvitað eru alltaf undantekningar og ég hef heyrt meira og meira af því á síðustu misserum.
Staðreyndin er líka sú að það eru að mestu leyti konur sem eru að vinna að þessum málum, koma opinberlega fram í viðtölum o.s.frv.
Hvað vantar þá?
Jú, okkur vantar mun fleiri karlmenn sem eru tilbúnir í að taka þátt í þessu starfi.Karlmenn sem eru tilbúnir að koma fram og segja frá sinni reynslu og í framhaldi af því hjálpa öðrum. Við vitum alveg að í þessu eins og öðru, ef annað kynið að mestu leyti vinnur að einhverjum málum, þá verður það litað því kyni.
Því skora ég á karlmenn að standa upp og vera með. Þið breytið þessu ekki með því að gera lítið úr því starfi sem unnið er, heldur með því að koma með og taka þátt.
Bestu kveðjur
Anna Guðný
Okkur vantar ekki
Anna Guðný , 20.10.2011 kl. 17:18
Úbbs síðasta línan:
Okkur vantar ekki
átti ekki að vera.Anna Guðný , 20.10.2011 kl. 17:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.