Evran að sökkva? 19. maí verður vendipunktur.

19. maí þurfa Grikkir að standa skil af afborgunum af láni. Þessi afborgun er uppá 9 milljarða Evra. (Heimild)

Ef þeir geta ekki borgað, heitir það greiðslufall. Þegar greiðslufall verður hjá ríki, heitir það að ríkið er gjaldþrota.

Ef Evruríki verður gjaldþrota sekkur Evran fljótt, hratt og í langan tíma. Þetta ættum við Íslendingar að þekkja, hvað gerist þegar enginn vill snerta gjaldmiðilinn.

Ég spái því að Evruríkin munu skera Grikkland úr snörunni og lána þeim fyrir þessum gjalddaga. Annars sökkva Evruríkin öll sem eitt með Grikklandi.

Og svo er Írland, Spánn, Portúgal og fleiri með sín vandamál, next up. 


mbl.is Skuldabréf Grikklands í ruslflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Og fyrr en varir verður allt Evrusvæðið skuldsett upp fyrir haus... trúir einhver ennþá að þetta sé töfralausn við efnahagsvanda?

Guðmundur Ásgeirsson, 28.4.2010 kl. 03:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband