14.4.2010 | 08:48
Samþykkjum þessa afsökunarbeiðni! Lærum af Mandela.
Þetta er skref í rétta átt. Allt byrjar á einu skrefi.
Upphafið að betrumbót eftir hrikaleg mistök er afsökunarbeiðni, iðrun og auðmýkt. Ef þeirri betrumbót er hafnað af viðtakendum umhugsunarlaust er hætta á að engin frekari afsökunarbeiðni, iðrun né auðmýkt sé væntanleg hjá öðrum í sömu sporum. Nú hefur Björgólfur beðist afsökunar nokkuð afdráttarlaust. Ef við höfnum því afdráttarlaust mun enginn annar sökudólgur biðjast afsökunar. Tilgangslaust. Og svo munum við spyrja okkur eftir 10 ár: Af hverju baðst enginn afsökunar, annar en Bjöggi?
Það þýðir lítið að krefjast afsökunarbeiðni, sem þjóðfélag, og svo hafna því þegar það kemur. Auðvitað á kallinn að reyna að gera yfirbót líka, sýna auðmýkt o.s.frv. Skila til baka í það minnsta einhverju af því til þjóðfélgsins sem hans gjörðir hafa kostað okkur.
Ef við getum lært eitthvað af Nelson Mandela, þá er það að fyrirgefa. Við verðum að læra að fyrirgefa ef við ætlum að halda áfram sem þjóðfélag.
Mín 5 cent.
Björgólfur biðst afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:49 | Facebook
Athugasemdir
Hann hefði mátt sleppa því að segja að hann hafi ekki brotið lög! Hann braut siðferðislög!. Hann segist vinna fyrir kröfuhafa um ókomin ár.
Hvernig ætlar hann að bæta íslensku þjóðinni fyrir það tap sem við sitjum uppi með.
Lára (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 09:10
Takk fyrir góðan pistil Sigurjón.
Vona að þú fyrirgefir mér að ég vísa í hann í bloggi mínu um sömu frétt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.4.2010 kl. 09:23
Afsökunarbeiðnin er marklaus nema hann skili þjóðinni öllum eignum sínum. En það gerir hann auðvitað ekki.
Auk þess: Það er munur á Mandela og manndela.
Þorsteinn Siglaugsson, 14.4.2010 kl. 11:24
Vísun í Mandela var ekki í Björgúlfs þágu. Hún var fyrir okkur. Að VIÐ lærum af Nelson Mandela og uppgjöri aðskilnaðarstefnunnar í S-Afríku. Lærum að læra af reynslunni, fyrirgefa og halda áfram.
Sigurjón Sveinsson, 14.4.2010 kl. 12:27
Fyrirgefa hvað, Sigurjón? Nei, það ofbýður minni vitund að nokkur maður ætlist til að við bara fyrirgefum þrjóti sem hefur brotið mannvonskulega gegn okkur og af því hann stendur þarna eins og hver annar mafíósi og platar okkur. Nei, hann skal fyrst bæta okkur tjónið og enginn hefur nokkru sinni verið skyldugur að fyrirgefa neitt. Það gera menn ef þeir geta og ef þeir vilja.
Elle_, 14.4.2010 kl. 14:57
Það er manndómsmerki að biðjast afsökunar en það er einnig manndómsmerki að veita afsökun. Það er ekki nokkur leið að vinna sig útúr vanda ef að menn einblína í reiði. Ég tek þessari afsökunarbeiðni svona mátulega, en einnig virði ég mannfýluna fyrir framtakið. Sér einhver JÁJ fyrir sér gera annað eins? Ég held ekki.
Reynum nú að horfa á að koma sekum undir lagahendur - þó að traust mitt á Íslensku réttarkerfi sé af skornum skammti - og reynum að byggja upp framtíðina.
Heimir Tómasson, 14.4.2010 kl. 16:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.