Sóley má; Sturla Bö má ekki

Fyrir nokkrum árum voru nokkrir stuðningsmenn Sturlu Böðvarssonar, Sjálfstæðismann og þá samgönguráðherra, böstaðir við að fara með kjörkassa milli staða og láta fólk þar kjósa. Þetta komst upp, Sjallar og Sturla fengu (réttilega) bágt fyrir og sérstaklega voru álitsgjafar hlyntir vinstri kantinum harðorðir. Orð eins og spilling og siðleysi komu upp í umræðunni all oft.

Núna kemur þetta mál Sóleyjar og hennar stuðningsmanna(kvenna?) upp. Neiii, þá er allt bara í stakasta lagi. Smá bragðmunur á þessu frá því sem Sturla og co voru að gera en í grunninn það sama.  Smala atkvæðum handvirkt fyrir utan kjörstað.

Og það heyrist ekki múkk í þeim hræsnurum sem ofbauð framferði Sturlu og co.

Þannig að það má draga þá ályktun að það er ekki sama hver er sem svindlar og ber sig óheiðarlega að. Þannig að það er í raun persónan sem skiptir máli, og í hvaða flokki hún er, en ekki gjörningurinn sjálfur. 

Það besta er þó að skv. Fréttablaðinu var lektor einn í HÍ í stjórnmálafræði, Silja Bára, sem var úti á örkinni að smala atkvæðum með þessum hætti. Lektor í stjórnmálafræði. Þetta er bara fyndið :) 


mbl.is Úrslit í forvali VG óbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Snýst málið ekki um það að EKKI hafi verið óeðlilega staðið að málum?

Í kosningum fara opinberir starfsmenn með kjörseðla heim til þeirra sem þess óska og komast ekki á kjörstað vegna t.d. veikinda.

Til þess að hægt sé að senda fólk með kjörseðla heim til fólks í prófkjöri/forvali þarf atbeina kjörstjórnar viðkomandi flokks.

Gaf yfirkjörstjórn VG í Reykjavík heimild fyrir slíku?

Nú svo er þap eins og hjá Samfylkingunni með sitt rafræna kjör - hvaða trygging er í gangi þar að ekki sé um misnotkun að ræða? Væntanlega er þar allt geirneglt til tryggingar. Eða hvað?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 9.2.2010 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband